Fálkinn


Fálkinn - 17.10.1962, Blaðsíða 23

Fálkinn - 17.10.1962, Blaðsíða 23
var maður sem gaf mér hann! stamar hann. — Fyrir einn pakka af vindling- um! Hann horfir niður fyrir fætur sér, og ósannindin eru skráð skýrum rúnum í svip hans. Kristín hefur fylgzt þegjandi með orðaskiptum þeirra. Nú ætlar hún að blanda sér í málið. Hún ætlar að hjálpa Marteini. En áður en til þess kæmi, skýtur sýningarstjórinn upp kollinum hjá þeim. — Skiptir engu máli með þenna jakka, segir hann. — Nú lagar þú ljós- in fyrir okkur! Og svo minnumst við ekki framar á nokkurn jakka, ekki stakt orð. Skilurðu? Marteinn kiiikar kolli og tekur á ný til við verk sitt. Hinn stendur kyrr um stund og horfir á hann. Síðan snýst hann á hæli og heldur brott, án þess að mæla orð af vörum. Forstjórinn stendur einn eftir og kinkar örfandi kolli til hins snjalla viðgerðarmanns. — Laga þú bara ljósin, segir hann. Kristín hefur vikið sér við. Það kem- ur bifhjól ofan af þjóðveginum og nið- ur túnið. Páll Glomp! Á aftursætinu situr hálffullorðinn stelpukrakki, með svartar lokkatjásur og allt of fullorðins- leg augu. Vinstri kinnin á Páli er blóð- rauð. Sýningarstjórinn þýtur að bifhjólinu, og hvessir ávítunaraugum á telpuna. — Hef ég ekki fyrirboðið þér að...... — Þessi herra var svo elskulegur að aka mér alla leið til Geierskirken, svar- ar stúlkan og sléttar úr brotum á kjóln- um sínum. — Ég hefði aldrei komizt fram og til baka í tæka tíð, með áætl- unarbifreiðinni. Hann var ákaflega al- úðlegur...... Hún þagnaði við, því hún veit vel, að á leiðinni langaði Pál til að gerast einum of elskulegur. Að minnsta kosti varð hún að minna hann á það, með nokkrum tilfinnanlegum löðrungum, að stundum þarf alúðin að vera tak- mörkunum háð. Stúlkan sendi Páli að lokum ögrandi augnatillit, og þó sigri hrósandi, hverf- ur síðan inní eitt hjólhýsið. En Páll vill ekki láta af viðleitni sinni. Hann reynir með öllu mögulegu móti að koma sér í mjúkinn hjá leik- fólkinu. Hann býður því í staupinu úr vasapela, lofar tveim mönnum að stíga á bifhjólið sitt, og býður loks öllum hópnum niður á veitingahús um kvöldið. Marteinn snýr baki við því öllu og heldur áfram að vinna. Þessu er að verða lokið hjá honum. — Jæja! segir hann og réttir sig upp. — Reynið nú að hleypa straumi á. Andartaki síðar er allt komið í lag. Það er ijós í hjólhýsunum, í marglitu perunum á sýningarsvæðinu og í ljósa- skiltinu yfir innganginum. Ljósvepill- inn er einnig í bezta lagi. Sýningarstjórinn faðmar Martein að sér, himinlifandi. — Þú ert vinur minn! hrópar hann. — Þú ert afburða snillinguur. Þú ættir að vera með okkur. Ljósameistari. Föst staða. Þú borðar og drekkur allt, sem þú vilt. Og lifir dásamlega frjálsu lífi. Svo skellir hann í góm og hvíslar í eyra Marteini: — Eða stúlkurnar. Þú ættir bara að vita, hversu stúlkurnar sækjast eftir fjölleikafólki. Og þegar maðurinn er nú þar á ofan jafn álit- legur og þú ert. — Eg! segir Marteinn og fer undan í flæmingi. — Mér........ Hann þagnar við. Furðulegustu hrær- ingar fara um hug hans. Hann gæti nú gert það. Hver myndi svo sem fara að finna uppá að leita hans innan um fjöl- leikaflokka? — Jæja? heldur gamli maðurinn á- fram. Marteinn hikar við og ypptir öxlum. — Kannski, svarar hann. — Ég ætla að yfirvega málið. Til fyrramáls? Svo ætlar hann að fara leiðar sinnar, en hinn grípur í ermi hans og heldur aftur af honum. — En sýningin, maður. Þú kemur á sýninguna. Sem heiðursgestur! UM kvöldið fer Marteinn aleinn niður á sýningarsvæðið. Forstjórinn leiðir hann sjálfur til heiðurssætis, á öðrum þeirra bekkja, sem með baki eru. Marteinn á erfitt með að venjast ljós- inu. Allt í kringum hann heyrist hvísk- ur og suð af samræðum, hlátrar og þrusk. Allir íbúar þorpsins virðast vera hér samankomnir. Bekkirnir fram- undan sýningarsvæðinu eru þegar þétt- setnir, en að baki þeirra standa áhorf- endur í þéttri þyrpingu. Og alltaf eru fleiri að bætast í hópinn. Tveir eða þrír lúðurþeytarar láta nú hornaslag mikinn dynja inn yfir sýn- ingarsvæðið. Forstjórinn gengur fram á mitt svæðið og lætur smella í svipu- ólinni. — Háttvirtu sýningargestir! Mér veit- ist sá heiður að bjóða yður velkomna hingað til að horfa á hina miklu sumar- hátíðarleikskrá okkar! Aftur gellur við lúðradynur. Bak- tjaldinu er sveiflað til hliðar, og tveir hestar stórir ásamt fjórum smáhestum koma hlaupandi inn. Á eftir þeim fer vanskapaður trúður, er steypir sér koll- hnís í sífellu. Kristín og faðir hennar hafa komið á síðustu stundu, áður en sýningin hófst, og sitja þau á bekknum fyrir aftan Martein. Kristín fylgist ekki með sýningunni nema að hálfu leyti. Hún er að hugsa um móður sína. Selma hefur sagt henni frá því, að Maríon Gaspadi muni enn FÁLKINN 23

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.