Fálkinn


Fálkinn - 17.10.1962, Blaðsíða 31

Fálkinn - 17.10.1962, Blaðsíða 31
fyrir mér í hrifningu póstbátinn, sem var rétt að leggja af stað til Tortola. Þetta var einkar virðulegur farkostur með fræga fortíð. Hann heitir „Vigi- land“, var byggður árið 1802 sem danskt sjóræningjaskip, sigraði spánskan fall- byssubát í návígi, sökk niður á sjávar- botni í hvirfilbyl árið 1916, náðist upp aftur og siglir nú milli Meyjareyja með póst og farþega. Einkennilegur farþegi hafði verið settur í land af bátnum. Það var smá- vaxinn náungi og hálfber, með villi- dýrsaugu, bolurinn ber og loðinn og í hörundið var flúruð fallöxi og haus- kúpa er gægðist rétt upp fyrir buxna- strenginn. Hann var með ferðatuðru við hlið sér, festi um hálsinn úr tígris- tönnum og gullhringi í eyrum. Það var einhver hinn villimannlegasti hvítra manna sem ég hef augum litið, og ég varð forvitinn. Um kvöldið heyrði ég sagt frá honum í Rasmussens barnum: Þetta var Pierre, hann hafði fyrrum verið fangi á Djöflaey, en var nú talinn lifa af því að „gæta gúmmíþjófa“ í frönsku Cayenne....... Gúmmísafnararnir fara inn í frum- skógana, og þegar þeir hafa fundið sér hæfilegt tré, reisa þeir byssu sína upp við stofninn, binda á sig einskonar stauraskó og klifra upp í himingnæfandi tréð í þeim tilgangi að tappa hinn dýr- mæta gúmvökva úr stofni þess. Þá kem- ur skálkurinn í skáldsögunni fram á sjónarsviðið, og í þessu tilfelli er það Pierre. Hann læðist fram skógargrunn- inn, miðar á gúmþjófinn hátt uppi í laufkrónunni og skýtur hann. Síðan læt- ur hann fórnarlamb sitt hanga þar sem það er komið, á stauraskónum með höfuðið niður á við. Af þessu má skilja að Pierre var ekki allskostar viðfeldinn né geðug persóna, en hann talaði Ijómandi fellega frönsku. Þegar við hittumst, seinna um kvöldið, bar hann fram uppástungu við mig. Hann átti kjalsprungna skútu í höfninni á Barlsey, er fyrrum var í eigu Svía. Hvort mig langaði til að koma með hon- um þangað? Dehanen vinur hans ætlaði að sækja hann daginn eftir á smáflug- vél, sem hann átti. Dehaenen! Síðasti víkingurinn, — sjóræninginn — á Kara- bíska hafinu. Þjóðsagnapersóna. Auðvitað þökkuðum við Rune Hass- ner fyrir boðið. Kven|»ióðiii Framhald af bls. 27. Karamellur og Alaska pie við 250° í 20—25 mínútur. Takið burt pappír og fyllingu síðustu 5 mínúturn- ar. Kælt. Hitið ofninn vel 275°, áður en ávextir og ís eru sett í skelina. Stífþeytið eggja- hvíturnar, hrærið 2 msk. af sykri sam- an við, þeytið áfram. Blandið nú öllum sykrinum, nema 1 msk., varlega saman við. Setjið % af ávöxtunum í skelina, þar ofan á ísinn (ágætt að kaupa tilbúinn), þar næst afganginn af ávöxtunum. Breiðið marengsinn yfir. Gætið þess að hann hylji alveg. Stráið 1 msk. af sykri yfir. Sett inn í sjóðandi ofninn, bakað í 2—3 mínútur, þar til kominn er dálítill litur á eggjahvítuna. Borið fram strax, svo að ísinn bráðni ekki. Kæri Astró. Ég er fædd kl. 4 að nóttu fyrir vestan (fæðingardegi, ári og stað sleppt samkvæmt ósk). Ég var með strák í hitti- fyrra, en við erum hætt að vera saman, en ég er hrifin af honum ennþá og virðist mér hann einnig vera hrifinn ,af mér ennþá. Við hættum að vera saman vegna sérstakrar ástæðu. Heldur þú að leiðir okkar eigi eftir að liggja saman að nýju. Hvað um ástamálin? Giftist ég seint eða snemma. Verður hjóna- bandið hamingjusamt. Hvað um heilsufarið. Eignast ég börn. Ég hef mikinn áhuga á að sjá mig um í heiminum. Ég hef mestan áhuga á verzl- unar- og skrifstofustörfum. Heldur þú að skrifstofustarf henti mér. Með fyrirfram þakklæti. Sóley. Svar til Sóleyjar: Þú fæddist þegar sól var 23°26’ í merki Sporðdrekans í öðru húsi fjármálanna. Máninn var í 5°31’ í merki Hrútsins í sjötta húsi vinn- unnar og heilsufarsins og hið rísandi merki var 9° Vog. Ef við tökum fjármálin fyrst til umræðu þá verður fyrst til athugunar staða Venusar þar í ásamt sólinni. Bæði þessi himintungl eru heppileg þarna og benda til þess að þig skorti aldrei fé. Satúrn í tí- unda húsi er einnig í hag- stæðri afstöðu við Sólina og það bendir til að fé sem þér áskotnast komi fyrir reglu- bundna vinnu, gæti verið að einhverju leyti í þágu hins opinbera og að það fé sem þú aflar þér safnist í sjóði frem- ur en að því verði eytt. Ekki þannig að skilja að þú sért nízk, síður en svo, þú kannt bara að fara vel með fé og ert hagsýn. f þessu sambandi vil ég geta þess að varðandi það starf, sem þú kannt að velja þér síðar meir eða nú þá finnst mér lang hentugast fyrir þig að fást við af- greiðslustörf, því til þess hef- urðu lang ríkasta hæfileika. Ef þú hugsaðir þér sjálf verzlunarrekstur, þá mundi þér ganga bezt í verzlun með snyrtivörur allskonar, sér- staklega allt er að hári lýtur. Heilsufarið er undir áhrif- um Fiskamerkisins og hefur því tilhneigingu til að verða nokkuð erfitt. Hins vegar er hætt við að þú gerir þér oft upp óþarfa áhyggjur út af því, þar eð Máninn er staddur þar eins og áður segir. Þeir, sem hafa Mánann hér ímynda sér oft algjörlega upp veikindi, en þegar farið er að rannsaka málin þá gengur ekkert að þeim. Annar galli fylgir þess- ari stöðu og hann er sá að sér- staklega gott auga er fyrir öllu, sem miður fer og má oft vara sig á að láta ekki of mikið á því bera, ef maður vill ekki koma sér illa. Annars má oft koma með tillögur til úrbóta og setja þær þá fram á rólegan og hógværan hátt. Merki Vatnsberans á geisla fimmta hús bendir til að ásta- málin þróist út frá vináttu- samböndum. Stundum verður langvarandi vinátta skyndi- lega að ást, sem svo leiðir til giftingar. Talsvert af vonum þínum og óskum verður tengt ástamálunum og út frá ástar- ævintýrum þínum geta svo þróast annars konar draumar, sem síðar leiða þig á veg ham- ingjunnar. Löngunin eftir fé- lagsskap er oft grundvöllurinn að ástarævintýri, sem þó kemst ekki fljótt á það stig, sakir skorts á tilfinningaörv- un, sem einkennir þetta merki hér. Mér virðist 22 aldursár verða afdrifaríkast í þessu til- liti. Þetta merki er talið fremur hagstætt í sambandi við barn- eignir, en gefur ekki til kynna stóra fjölskyldu, venjulega tvö til þrjú börn og kynin misjafnt í meiri- hluta. Maki með „frjósamt“ merki í fimmta húsi getur hins vegar valdið því að börn- in séu fleiri. Ég mundi vilja ráðleggja þér að standa ekki í miklum ferðalögum, því afstöður eru ekki hentugar í þeim efnum. FÁLKINN 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.