Fálkinn


Fálkinn - 17.10.1962, Blaðsíða 32

Fálkinn - 17.10.1962, Blaðsíða 32
Þar sein asiiiiin ... Framhald af bls. 13. og er rúmir 30 metrar á hæð, öll einn steinn, flutt að nokkur hundruð kíló- metra frá Assían, því obeliskan er úr rauðleitum steini, sem ekki er til við Luxor. Hæstu súlurnar í musterinu sjálfu, sem er raunverulega röð af bygg- ingum, ná um 23 metra hæð og eru um 3 metrar í þvermál. Sem dæmi um stærð þessara húsa má geta þess, að undir stærsta loftinu stóðu um 134 súl- ur og eru hinar lægstu þeirra um 18 metrar á hæð og standa flestar enn þann dag í dag, þótt loftið sé fyrir löngu fall- ið. Allar eru súlur þessar þaktar helgi- letri og guðamyndum sem og flestir fletir í hinum fornu musterum og gröf- um. Nú er Luxor framar öllu ferðamanna- bær. Mikill munur er á Luxor og Alexandríu. Hér gengur yfirgnæfandi meirihluti manna í „galabíah“, hinum arabíska klæðnaði og töluverður hluti manna gengur hér enn um berfættur. í Luxor sjást aðeins örfáir leigubílar, og þeir eru hér ekki fremur en annars staðar í Egyptalandi af nýjustu árgerð- um. Hins vegar er hér mikið af hesta- kerrum og asninn er algengasta einka- farartæki. Verzlanir eru nær allar með arabísku sniði og evrópiskar veitinga- stofur vart eða ekki til nema á örfáum fyrsta flokks hótelum, sem þarna eru og myndu vafalaust teljast til annars flokks í Evrópu. Þótt fátækt virðist mikil í Egypta- landi, sjást þó vart eða ekki betlarar og allir virðast vel nærðir enda fæði ódýrt, og sögðu mér kunnugir, bæði Evrópumenn og Egyptar, að á þessu sviði hefði orðið mikil breyting til batn- aðar síðan byltingin varð 1952. Einnig er það sárasjaldgæft að sjá bæklaða menn eða aumingja á götum úti, en hið Trölofunarhringar Fljót afgreiðsla. Guðm. Þorsteinsson gullsmiður Bankastræti 12 Sími 14007 Sendum gegn póstkröfu. 32 FÁLKINN sama verður ekki sagt um öll hin ara- bísku lönd. Strax og komið er á j árnbrautarstöð- ina í Luxor þyrpast að hótelþjónar, burðarmenn og síðar ökumenn. Þeir bjóða ekki aðeins þjónustu sína, held- ur þrífa af ferðalanginum pjönkurnar °g þjóta af stað, hafi hann sig ekki all- an í frammi við að halda þeim saman. Fyrir utan hótelið stendur svo annar hópur, leiðsögumenn, forngripasalar, menn, sem leigja báta og fleiri tegundir sölumanna, sem elta hvern gest, er út gengur, hlaupa við hlið hans og láta móðann mása um stund, unz þeir loks skilja, að ekki verður neinu prangað inn á þennan. Enginn skyldi ganga að fyrsta boði þessara manna, því að arbískum sið er það tvisvar til þrisvar sinnum hærra en hið rétta verð. Verður að þrefa góða stund áður en samkomulag verður um verð, sem báðir geta sæmilega unað við. Prang þetta lendir mest á ferða- mönnum. Landsbúar þekkja verðlagið og sjást sjaldan deila um verð sín á milli. Sé einhver svo óheppinn að rekast inn í eldhús á egypzkri veitingastofu í upphafi dvalar sinnar þar x landi, þá er líklegt, að matarlystin segi ekki verulega til sín á ný fyrr en þetta fagra og sérkennilega land er horfið á bak við sjóndeildarhringinn. Ef til vill veld- ur aldagamall vatnsskortur og eyði- merkurrykið, sem alls staðar smýgur inn, því hvernig ástandið er í þessu efni, en það er ólystilegt í meira lagi og lítið ánægjuverk að skýra nákvæm- lega frá því. Á góðum hótelum er með- ferð matar auðvitað sæmileg, en erfitt reynist að uppræta rótgrónar þjóðar- venjur. Meira að segja byltingarstjórnin, sem komið hefur á ýmsum uppbótum, hefur átt í nokkrum erfiðleikum vegna þessa sóðaskapar og þeirrar ónákvæmni í starfsháttum og þess trassaskapar, sem virðist af sömu rótum runninn. Kairó er miðdepill Egyptalands, ekki aðeins sem stærsta borg landsins með um 3 millj. íbúa, heldur einnig fjöl- mennasta borg Afríku og stærsta borg hins arbiska heims. Hún er hin eiginlega miðstöð islamstrúarinnar og tengir meira saman en nokkur önnur borg heimsálfurnar þrjár, Afríku, Asíu og Evrópu, enda sjást í borginni sterk áhrif frá öllum þessum heimsálfum. f Kaíró er stærsti bazar Arabalandanna, elzti og frægasti háskóli múslema,, stærstu moskur heims, en einnig stór verzlunarhverfi með evrópsku sniði. Þótt Kaíró hafi sérstaklega sterkan, einkennandi blæ, þá minnir hún um margt á aðrar stórborgir heims, um- ferð er mikil bæði fótgangandi manna og farartækja, hér eru fagrar breiðgötur og jafnvel skýjakljúfar, glæsilegar brýr og tilkomumiklar byggingar, bæði fornar og nýjar. Nú gnæfir hár sjón- varpsturn við vestri bakka Nílar yfir borgina, en hann var tekinn í notkun á síðastliðnu ári. o<* er sem fieiri nýj- ungar eitt af verkum núverandi stjórn- ar. Þaðan er yndisfagurt útsýni. Ekki get ég látið vera að skýra frá því, að aldrei hef ég verið í landi, þar sem þjóðhöfðingi, sem jafnframt er raunverulega einræðisherra, er jafn al- mennt elskaður og dáður af háum sem lágum og Nasser í Egyptalandi. Að vísu gætir nokkurrar óánægju meðal mennta- manna og sumra auðkýfinga og verzl- unarmanna, en þessi óánægja er tiltölu- lega smávægileg, sögðu mér útlending- ar, sem voru vel kunnugir stjórnmmála- lífinu í landinu. Nú er meira unnið í landinu en nokkru sinni fyrr, fjöldamargar verk- smiðjur og skólar reistir, lagt kapp á að gera alla læsa og skrifandi (enn eru um 25% ólæsir), sjúkraþjónusta hefur verið aukin og er ókeypis (þrifnaður- inn á sjúkrahúsunum er önnur saga!), betlararnir hafa verið teknir af götun- um, komið hefur verið á betri sorp- og götuhreinsun, vegir malbikaðir og síð- ast en ekki sízt, því fjármagni, sem til er í landinu, hefur verið komið á hreyfingu í þörfum fyrirtækjum og tekin hafa verið stór lán erlendis til að byggja stíflur, koma upp stóriðnaði og vélvæða landbúnaðinn, sem víða er eins enn í dag og hann hefur verið um þúsundir ára. Bankar hafa verið þjóð- nýttir, strætisvagnar og sporvagnar í borgum og einnig ýmis önnur stór- fyrirtæki, en fyrrverandi eigendur fá fullar bætur, sem greiðast þó á mörgum árum. Sett hefur verið fast lágmarkskaup, en einnig hámarkslaun fyrir hálauna- menn, og 42 stunda vinnuvika og frum- stæðustu réttindi vinnandi manna gerð að lögum, en áður ríkti hreint miðalda- skipulag í þessum efnum og verkamenn voru algerlega réttindalausir. Stórjörð- um, sem í mörgum tilfellum voru áður heil héruð, hefur nú verið skipt milli bænda og má nú enginn eiga meira land en þaðsem hann og fjölskylda hans getur ræktað. Verkamenn fá nú 25% hagnað- ar þeirra fyrirtækja sem þeir vinna hjá og tvo fulltrúa í stjórn þeirra með fullum réttindum. Atvinnuleysið og sárasta eymdin er horfið og aldrei hefur meira verið unn- ið í Egyptalandi en í dag. Þótt örbirgð- in sé enn mikil og það sé þungt verk og langsótt að koma hinu mikla mann- hafi þessa þéttbýla lands til viðunandi lífskjara og það eigi langt í land, þá sjást þó greinileg merki þess, að af ein- lægni og festu er unnið af yfirvöldunum. Það eru að vísu herforingjar, sem halda um stjórnai’taumana, en útgjöld- um til hersins hefur þó verið stillt í hóf og herinn er ekki eins áberandi hér og í öðrum einræðisríkjum Arabaland- anna. Vestrænt lýðræði finnst yfirleitt ekki í þessum löndum. Meira að segja í Egyptalandi, sem er þrátt fyrir allt eitt hinna frjálsari, er ströng ritskoðun og enginn getur gagnrýnt stjórnina opinberlega. Auðvitað eru í blöðunum ýmis konar lygar og blekkingar og Framh. á bls. 34

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.