Fálkinn


Fálkinn - 17.10.1962, Blaðsíða 33

Fálkinn - 17.10.1962, Blaðsíða 33
Okkar nýja vinsæla KRULLULAUSA PERMANENT KOMIÐ AFTUR Við vilium sérstaklsga mæla með því fyrir FERMINGARSTÚLKUR og aðrar, sem vilja slétfcar greiðslur. PERMA GARÐSENDA 21 Sími 33968. Hrútsmerkið (21. marz—20. apríl). í þessari viku ættuð þér að gera allt, scm í yðar valdi stendur til að festa yöur í sessi. Þegar því hcfur vcrið lokið, getið þér loks hvílzt. Þér æt.tuð að uppörfa meðbræður yðar fremur en draga úr þeim. Nautsmerkið (21. apríl— 20. maí). Á einn eða annan hátt mun stutt ferðalag gefa yður tækifæri til að hugsa um framtíðarhorfurnar. Vandamál nokkurt, sem upp kemur í vikunni, mun lcysast. ágætlega, ef þér leitið ráða vina yðar. Tvíburamerkiö (21. maí—20. júní). Um þessar mundir hugsið þér mikið um mál nokkurt, sem mun hafa mikla þýðingu fyrir yður. Ef þér sýnið rólyndi og komið fram af hæversku, mun það verða yður í hag, en málið tapast ef þér komið öðru- vísi fram. Gefið gaum að einkalífinu. Krabbamerkið (21. júní—20. júlí). Persóna, sem þér þekkið vel, þarf á hjálp yðar að halda. Þér ættuð ekki að bregðast trausti hennar. Vandamál þau, sem nú steðja að yður, munu verða hreinir smámunir, ef þér fáið tíma til að hugsa málin. Ljónsmerkið (21. júlí—21. ágúst). Ef þér bregðið fljót.t við, munuð þér geta grætt töluvert fé í þessari viku. Ennfremur er að vænta skemmtilegra frétta, sem munu koma yður á óvart og þér munuð fyllast nýjum þrótti yfir. Föstudagur verður góður fjárhagslega séð. Jómfrúarmerkið (22. ágúst—22. september). Þolinmæði er kost.ur, sem þér virðist hafa mikið af. Þér ættuð því að nota yður hann til hins ýtrasta. Þér ættuð ekki að trúa neinum fyrir einkamálum yðar, það getur orðið yður dýrt síðar meir á ævinni. Vogarskálamerkiö (23. september—22. október). Þér æt.tuð að kosta kapps um, að hvíla yður um stund, því að annars getur svo farið, að þér verðið of þreyttur og ómögulegur til vinnu. Jafnvel, þótt allt leiki ekki í lyndi þessa dagana, er útlit fyrir að rofi eitthvað til síðari hluta vikunnar. ð SvorSdrekamerkiS (23. október— 22. nóvember). Þér fáið loks tækifæri til að endurbæta fjárhaginn, en hann hefur ekki verið upp á hið bezta undanfarið. Þér ættuð ekki að hika við að grípa tækifæri í vikunni. Munið að hlutirnir fást ekki, nema eit.thvað sé haft fyrir beim. Bogamannsmerkiö (23. nóvcmber—20. desember). Ef bér berið of mikið í tal fyrirætlanir yðar varö- andi ráðagerð nokkra, er anzi hætt við bví að einhver legjíi ýmsa tálma á vegi yðar. Enginn ástæða er til bess að óttast atvinnumissi um bessar mundir, bvert. á móti fáið bér launahækkun. SteingeitarmerkiS (21. desember—19. janúar). Vinur yðar verður mjög fyrir rógi. Stafar hann fyrst og fremst af öfund og illgirni. Þér ættuð ekki að hlusta begjandi á bað, begar verið er að baktala hann. Yngra fólkið mun að öllum líkindum lenda í ástarævintýrum um helgina. VatnsberamerkiS (20. janúar~18. febrúar). Ýmissa breytinga er að vænta. Ef til vill er um að ræða annað starf. Auk bess mun vikan verða ánægju- leg og bér munuð lenda í alls konar ævintýrum. Vanda- mál, sem bér eigið í, mun bezt leysast af sjálfu sér. FiskamerkiS (19. febrúar—20. marz). Þér ættuð að stilla skapi yðar í hóf bessa dagana og gæta bess, að ekkert komi yður úr jafnvægi. Þér skuluð ekki hafna tillögu, sem bér fáið frá kunningja yðar erlendis. Trúið ekki öðrum en nánum vinum fyrir vandamálum yðar, FÁLKINN 33

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.