Fálkinn


Fálkinn - 17.10.1962, Blaðsíða 12

Fálkinn - 17.10.1962, Blaðsíða 12
Alexandría, Kaíró, Luxor. Þetta eru staðirnir, sem ferðamenn sækja framar öllu öðru í Egyptalandi. Sé komið til landsins á skipi, sést strax hinn mikli munur á þessu ævaforna menningar- landi og löndum Evrópu. Fyrst í stað er eins og komið sé hálfa öld aftur í tímann. í Alexandríu, sem menn komast þó seinna að raun um, að er mesta nútíma borg Egyptalands, verða menn allfor- viða, er þeir sjá fjölda léttra hestvagna á götunum, er borgarbúar nota sem leigufarartæki, og ferðalangurinn kemst fljótt af eigin reynd að raun um, að eru ágætir til slíkra nota. Og dýrir eru þeir, kosta aðeins 5—10 kr., hvert sem ekið er í miðborginni, þó að ökumennirnir taki reyndar oftast að þarlendum sið drjúgum meira, sjái þeir, að þar fer fávís ferðamaður. Þá geta menn orðið að borga 20—30 pjastra (= 20—30 kr.). Þessi viðsipti við ökumanninn eru oft fyrstu kynni af hvimleiðu prangi og prettum burðarmanna, ökumanna, leiðsögumanna og hvers konar sölu- manna og prangara, sem sækja eins og mýbit að ferðamönnum oft með prúð- mennsku, en líklega enn oftar með tölu- verðri ágengni. Að þessu leyti er Alex- andría þó prúðmennskunnar bær, enda mun evrópskari en aðrar borgir Egypta- lands — og mér liggur við að segja — þar af leiðandi mun þrifalegri. Alexandría hefur um eina milljón íbúa, en af þeim eru jafnmargir Ev- rópubúar, aðallega Grikkir og ítalir, og nær allir íbúar Reykjavíkur. Reyndar hefur þeim farið ört fækkandi undan- farið, vegna ýmissa hamla, sem stjórn Nassers hefur sett á athafna- og gróða- frelsi manna í landinu. Borgin er snyrti- leg og vel byggð, með nokkrum pálm- um skrýddum breiðgötum, og fögrum torgum og stórum nýtízku verzlunar- og skrifstofuhúsum, og þar er tiltölu- lega meira af bílum á götunum en í nokkurri annarri egypzkri borg. Auðvit- að eru þar einnig stór arabísk hverfi með tilheyrandi þröngum og sóðaleg- um götum og hávaðasömum basar (svo nefnast verzlunarhverfi Arabanna), þar sem öllum hugsanlegum vörum ægir saman, og hver auglýsir vöru sína sem bezt hann getur með raddböndunum. Þótt mikill minnihluti manna klæðist á arabíska vísu í Alexandríu, þá vekur klæðnaðurinn samt strax athygli þeirra, sem koma til Egyptalands í fyrsta sinn. Þar má einnig sjá það, sem síðar verður 12 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.