Fálkinn


Fálkinn - 17.10.1962, Blaðsíða 35

Fálkinn - 17.10.1962, Blaðsíða 35
önugur. Svo skrúfar hann pípuna á og reynir að ræsa hjólið á ný. Þegar það er árangurslaust með öllu, fleygir hann áhöldunum frá sér í vonzku. — Hafið þér athugað kveikjuspóluna? spyr Marteinn. — Þetta er ekkert í sambandi við hana. — Má ég aðeins líta á? Marteinn krýpur við hreyfilinn, losar hlífina af honum og reynir rofann. — Eigið þér litla þjöl? Páll réttir honum þjöl og Marteinn sverfur gætilega. — Ég ætla að biðja þig að eyðileggja það nú ekki, segir Páll. Hinn svarar engu, en rétt á eftir fær hann Páli þjöl- ina og stígur á ræsinn. Hreyfillin fer þegar í gang. — Á, sagði ég ekki, kallar söngstjór- inn. — Við sjáum nú til! Án þess að þakka fyrir með einu orði, stígur Páll á hjólið, setur í gangskipti og gefur bensín. Þannig hjólar hann svo sem sex eða sjö metra, þá hemlar hann snöggt. — Bölvaður garmurinn! Nú er ekki hægt að skipta um gang, segir hann við Martein. — Þetta hefur maður upp úr því, að láta aðra snerta á áhöldum sín- um. Marteinn gengur til hans og beygir sig til að sjá hvar bilunin er, enda finn- ur hann hana undir eins. Páll hefur rykkt svo hraustlega í gangskiptinn, að taug hefur sprungið, en ekki tekur nema fáar mínútur að gera við þá skemmd. — Ég vil heldur reyna það sjálfur núna, segir Marteinn. — Þá er ekki hægt að segja á eftir, að ég hafi eyðilagt það. Páll ætlar að hreyfa mótmælum, en hinn er þegar setztur í hnakkinn. Hann setur í „gír“ og leggur af stað. Út um hliðið, yfir brúna, fyrir hornið og síðan upp veginn gegnum þorpið. Þrjátíu, fjörutíu, fimmtíu kílómetrar á klukkustund! Marteinn ætlar að snúa við, en dökkur, malbikaður vegurinn laðar hann lengra. Hann ekur líkt og í leiðslu. Þegar hann er að fara út úr þorpinu, kemur hjólandi maður á móti honum. Það er Barði lögregluþjónn. Hann stekk- ur af hjólinu, leggur því þvert yfir göt- una og lyftir höndinni. Það er sem Marteini renni kalt vatn milli skinns og hrunds. Á hann að reyna að komast framhjá honum. Ætti hann að ... . ? En hann ákveður að nema staðar, og hemlar svo sem eitt skref frá lögreglu- þjóninum, fullur þungra hugsana. — Hvar hafið þér fengið þetta bif- hjól? Barði ber ekki kennsl á M'artein, en hann þekkir bifhjólið. — Hjá Páli Glomp, svarar Marteinn. — Ég átti að reyna það fyrir hann. Ég var að gera við það. Barði lítur á Martein. Framhald á bls. 38. Dagslátta drottins ^alkinn Ryan — léttlyndan frum- stæðan mann með heil- brigðar lífsskoðanir. Hann hefði vissulega notið lífsins betur en raun varð á, ef hann hefði ekki verið altekinn þeirri hugsun, að gull væri fólgið í landi hans. En gullæði hafði gripið hann og sleppti ekki takinu. Það voru örlög hans. Grisela er leikin af Tinu Louise. Grisela er gift Buck syni Ty Tys, en hann þjáist af afbrýðis- semi. Konan hans er fög- ur og freistandi. Hún er sér þess meðvitandi og nýtur þess. Hennar veiki punktur er fyrsta ást hennar, Will, sem er gift- ur Rósamundu dóttur Tys. Hann er allt það sem hún ætlast til af manni — hann er karlmaður. Will Thompson er leik- inn af Aldo Ray. Will hefur sömu tilfinningar gagnvart Griselu eins og hún gagnvart honum, og hann reynir ekki að dylja það. Hann vill, hvað sem það kostar hleypa raf- straumum á spunavélar bómullarverksmiðjunnar, en þær höfðu gert hann og allan bæinn atvinnu- lausan, þegar vinnu var hætt þar. Og hann kemur vilja sínum í framkvæmd í örvæntingu. TÓNABÍÓ sýnir á næst- unni bandarísku stórmynd ina Dagslátta drottins (Gods little acre), eftir hinni heimsfrægu skáld- sögu Erskine Caldwells, sem selst hefur í meira en 10 milljón eintökum. Þeg- ar hún kom út fyrir 25 árum, vakti hún geysi- lega reiði og gremju margra siðgæðispostula, svo að einsdæmi er um skáldsögur. Settur hefur verið íslenzkur texti við myndina, svo að þeir sem ekki skilja ensku geti not- ið hennar betur. Það er mörgum ann- mörkum bundið að gera kvikmynd eftir sögunni af bóndanum Ty Ty og fjölskyldu hans. Og þess vegna hafa kvikmynda- framleiðendur svo oft gengið fram hjá henni. Hinn erótíska blæ sög- unnar og djöi'fu atvik er ekki vandalaust að festa á filmu, en nú hefur það verið gert og það er álit flestra að snilldarlega hafi tekizt. Ty Ty Walden bónda í Georgíu leikur Robert Ty Ty Walden, bóndi og Will Thompson takast á. Næsta mynd er af Will og Griselu. Neðst: Ty Ty (Robert Ryan), Grisela (Tina Louise) og Will (Aldo Ray) FÁLKINN VIKU BLAÐ VÆNTANLEGAR

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.