Fálkinn


Fálkinn - 17.10.1962, Blaðsíða 22

Fálkinn - 17.10.1962, Blaðsíða 22
 — Það skal ég gera, anzar Kristín. Hún bíður á vegarbrúninni, en vörður laganna verpur á hana stuttri og kulda- legri kveðju, snýr reiðhjóli sínu og hjólar aftur í átt til þorpsins. NÚ ER morgunn. Það hefur rignt alla nóttina, en loks hefur sólin brotizt gegnum skýjaþykknið og hitagufu legg- ur upp af jörðunni. Marteinn er að stinga upp matjurta- garðinn. Hann er óvanur slíkri strit- vinnu og verður að hætta öðru hvoru, til að hvíla sig. Þegar hann er kominn yfir í enda garðsins, nemur hann enn staðar og rennir augum út milli trjánna sem umlykja garðinn, og niður eftir hinum brosmilda dal, bak við sögunar- mylnuna......Og þar úti á grænu eng- inu kemur hann auga á hið mislita hjólhýsi fjölleikaflokksins. „Sirkus Banassi“. Marteinn stirðnar upp og finnur ang- istina fara um sig, nákvæmlega eins og í gær, þegar hann sá flokkinn og hjól- hýsin í fyrsta sinn. Hann minnist tauga- æsandi augnablika á flótta sínum frá hælinu, fyrir sex nóttum síðan. Það var þá sem hann laumaðist til að stela rúðóttum jakka og buxum frá þessum flokki, og flýtti sér að skipta á því og hinum bláröndótta hælisklæðnaði. Marteinn tekur aftur til að stinga upp, en óttinn vill ekki yfirgefa hann. Hann hafði verið í þessum jakka, þeg- ar vagnalestin fór framhjá honum í gær við skógarjaðarinn rétt hjá þorpinu. Skyldi nokkur af sýningafólkinu hafa komið auga á hann og þekkt flíkina aftur? Skyldi nokkur hafa séð hann hlaupa í felur og laumast síðan á brott? Marteinn stingur svo svitinn bogar af andliti hans. Hann er klæddur stög- uðum vinnufötum, er Kristín hefur lán- að honum. Rúðótta jakkann stolna hef- ur hann falið í skáp uppi í herbergi sínu, ásamt buxunum. Undir hádegið kemur Kristín út í garð til Marteins og horfir á hann þar sem hann hamast við að vinna. — Þér vinnið af of miklum ákafa! segir hún. — Þér þreytizt of mikið á því. Þér stingið meira fram til hádegis en hinir vinnumennirnir myndu hafa gert á heilum degi! Marteinn finnur að hann roðnar í vöngum við orð hennar. En hann hristir höfuðið. — Ætlið þér á fjölleikasýninguna í kvöld? Hann hristir höfuðið á ný. — Ef það er vegna peningaleysis ....! — Eg kæri mig ekkert um að horfa á fjölleikasýningar! tekur hann frammí fyrir henni, án þess að líta upp. Hann lýtur dýpra fram yfir rekuna. Kristín stendur snöggvast á báðum áttum og* horfir á hann. Svo snýr hún sér við og gengur aftur heim í húsgarð- inn. UM ÞAÐ leyti sem klukkan í turnin- um á litlu þorpskirkjunni slær tvö, kemur maður hlaupandi heim að myln- unni. Það er ungur maður með upp- brettar skyrtuermar. Hann stendur andartak og svipast um í húsagarðinum, leitandi augum, en hverfur síðan inn í íbúðarhúsið. Marteinn finnur að hann fær hjart- slátt. Var þetta ekki einn af ferðaleik- urunum? Hann minnir að hann hafi séð þenna mann í ekilssæti eins hjólhýsis- ins í gær. Hann stendur álútur yfir rekunni og hreyfir sig ekki. Hávaðinn neðan frá markaðstorginu gellur sem aðvörunar- óp. Ætti hann að leggja á flótta? Skyldi hann eiga að fela sig milli viðarhlað- anna í timburgeymslunni? Skömmu síðar kemur ungi maðurinn út úr húsinu og Kristín með honum. Marteinn kreppir hnefana utan um skófluskaftið svo fast, að hann verkjar í fingurna, og heldur rekunni fram undan sér eins og varnarvopni. — Þér eigið að koma undir eins nið- ur að sýningartjaldinu! hrópar Kristín þegar hún er komin í kallfæri. Óttinn skín út úr augum Marteins. Ungi maðurinn baðaði út höndunum. — Þér verðið að koma undir eins! Það er allt að fara í hundana! Ekkert raf- magn! Gersamlega úti um alla sýning- una! Sjötti hluti hinnar spennandi framhaldssögu eftir Hans Ulrich Horster, höfund Gabrielu 22 rÁLKINN Marteinn varpar öndinni þungt og læt- ur rekuna síga. — En hvers vegna endilega ég spyr hann treglega. — Einhver af verkamönnum okkar hefur sagt fólkinu þarna frá þér, hvern- ig þér gerðuð við rafalinn hérna í gær, grípur Kristín frammí. — Peningar, maður! Peningar! hrópar ókunni maðurinn ákafur. — Ljós fyrir okkur! .... peningar fyrir þig! .... Loks gengur Marteinn niður að sýn- ingartjaldinu með manninum. „Sirkus Banassi“ er frumstæður og gamaldags. Þrem stórum hjólhýsum er raðað sam- an þannig, að þau mynda ferhyrning sem er opinn á einn veg. Þar halda trúð- arnir sig meðan á sýningu stendur. Upplitað fortjald skilur þá frá sýning- arsvæðinu, sem er girt tveggja metra háum tjaldveggjum. Tvær raðir af bekkjum eru fram undan svæðinu og þvert fyrir því. Þar fyrir aftan eru svo stæðin. Sýningarstjórinn hleypur á móti Mar- teini og grípur í handlegg hans. — Prýðilegt! Dásamlegt að þú skyldir koma! Allt gengur á tréfótum í dag! Ekkert kemst í gang! En þú kemur Ijós- unum í lag, er það ekki? Því án ljósa .... engin sýning! Hann dregur Martein með sér. Og Marteinn tekur þegjandi til við að rannsaka kerfið. Það var gamalt og illa farið. Víða liggur við að leiðslurnar snertist, og hér og þar eru rafalar sem rangt eru settir saman. En þarna eru öll þau verkfæri sem hann þarf á að halda. Ekkert vantar, — nema einangr- unarband. Marteinn sendir eftir því upp til mylnunnar, svo tekur hann til ó- spilltra málanna. Skyndilega finnur Marteinn að hon- um er gefið auga. Hann lítur upp. Þarna stendur einn af aðkomumönnum fáein skref frá honum, og horfir á hann hálfluktum augum. Marteinn herðir sig uppí að halda áfram. En hann finnur, að augu mannsins hvíla stöðugt á honum, og allt í einu spyr hann: — Hvar er fallegi jakkinn, sem þú varst í, í gær? Marteinn svarar engu. — Nú, svo já, þú kærir þig ekki um að segja frá því? segir hinn hæðnisrómi. — Þá er þér líklega heldur ekkert um að segja mér, hvar þú keyptir hann? Marteinn lítur fljótlega upp, en grúfir sig yfir verkið aftur. Kristín er komin, stendur þar og horfir á hann. — Nú, nú, ertu orðinn mállaus? Maðurinn hefur þrifið í bringu Mar- teins, eins og til að þvinga af honum svar . En hann bregzt hart við og slær hönd mannsins lausa af sér. Hinn skellihlær. — Jæja, þú hefur kannski fengið hann að „láni?“ Hann lætur orðum sínum fylgja skjóta hreyfingu, líkt og sjónhverfinga- maður grípi hlut úr tómu loftinu. Loks kemur að því að Marteinn stam- ar fram svari. — Jakkinn er .... ég hef .... það

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.