Fálkinn


Fálkinn - 17.10.1962, Blaðsíða 7

Fálkinn - 17.10.1962, Blaðsíða 7
una en maður gerði í gamla daga. Og veit ég það, að flest- ir þeir, sem sögu unna, gera sér fyllilega ljóst, að frelsis- saga hvaða þjóðar sem er, verður alltaf áróðurskennd og hallar á herraþjóðina. Að svo mæltu þakka ég fyrir grein- arnar. Með vinsemd. G. Páll. Snjallt tannpínnleikrit. Kæri Fálki. — Fyrir skömmu hlustaði ég á barna- tímann í útvarpinu — aldrei þessu vant. — Þar var m. a. leikið leikrit eftir norska skáldið Torbjörn Egner og fjallaði það um Karíus og Baktus, tvo viðurstyggilega púka, sem aðsetur höfðu í tönnum strákhnokka. Leikrit þetta var mjög fyndið, en samt eins konar dæmisaga, svo að það minnti mann á Tannpínu frænku eftir H. C. Andersen. Ég veit það, ef maður hefði heyrt þetta leik- rit í æsku, hefði maður ekki vanrækt að fara til tann- læknis og þá þyrfti maður ekki nú að bíta í súra eplið með fölskum yfir því að hafa vanrækt að fará til tannlæknis í tíma. Ég ætla aðeins að skjóta því hér inn, að mjög ákjósanlegt væri að leikritið væri alltaf leikið öðru hverju til þess að minna krakkana á að hirða tennurnar og fara til tannlæknis reglulega. U. Þ. Svar: Torbjörn Egner er snjall leik- ritahöfundur og mjög vinsœll meöal barna. Þetta, sem bréf- ritari stingur upp á er alls ekki svo vitlaust, og komum viö því hér á framfæri. Kvikmyndaþáttur. --------Veitt hef ég því athygli, að þið eruð komnir með nýjan þátt, sem á að kynna væntanlegar kvik- myndir. Það er allt saman góðra gjalda vert og í þau skipti, sem ég hef lesið þátt- inn, hefur mér sýnzt, að um úrvalsmyndir væri að ræða. Enn sem komið er hefur engin þessara mynda komið í bíó, en mikið skelfing hlakka ég til að sjá myndirnar. Eitt finnst mér þó vanta í þættina; það mætti rekja söguþráðinn eitthvað, þó ekki alveg------ Bókakall. Svar: Við munum taka þetta til athugunar Draugasaga. Kæri Fálki. — Ég er einn þeirra manna, sem mikinn á- huga hef á dulrænum efnum. Ég fylgdist með ánægju með þáttunum um furðuleg fyrir- bæri og fannst gaman að. Ég held, að fólki líki þannig þættir og mættuð þið birta fleiri slíka. En hvernig væri, að þið birtuð eina eða tvær mergjaðar draugasögur, — svona til að létta manni skammdegið, sem nú fer í hönd? Bara eina sögu, sem gerir stelpukrakka myrk- fælna? Móri. Svar: Var þaö ætlunin hjá Móra aö lesa slíka sögu upp í partíi til þess aö kvenfólkiö leitaöi á náö- ir lians og liann gæti sýnt karl- mennsku sína? Annars má búast vvö því, aö viö birtum mergjaöa draugasögu á ncestunni. Ú rklippusaf nið. ------Þrisvar eða fjórum sinnum hef ég spanderað á ykkur frímerki og sent ykkur úrklippur, sem reyndar hafa birzt, en undir öðru nafni. Ég er orðin ergileg á þessu og þetta er í síðasta skipti, sem ég sendi ykur klippu. Hvernig er það, ef margir senda sömu klippuna, fá þá þeir allir sent blaðið heim? Dúna. Svar: Nei, því aö oft berast hundruö af bréfum meö dpmu úrklipp- unni. BlaÖiÖ hefur þá þann hátt- inn á aö draga úr staflanum eitt bréf og fær sá, sem þaö sendi, blaöiö heimsent. MuniÖ aö skrifa fullt nafn og heimilis- fang á bréfin, svo aö hægt sé aö senda blaöiö. NÝJUNG I ÚTLITI OG NOTAGILDI A 1 nóttinni þœgilegnr 2. wnannn svefnsófi Á dnginn ngtishnlegnr setsófi Húsgagnaverzlun Austurbæjar Skóiavörðustíg 16. - Sími 24620 FÁLKINN 7

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.