Fálkinn


Fálkinn - 17.10.1962, Blaðsíða 21

Fálkinn - 17.10.1962, Blaðsíða 21
I i gegnum „Þetta er nú eitthvað annað en hótel Höfn í gamla daga“, heyrðum við að einhver viðstaddur sagði. „Mér hefur nú alltaf fundizt kampavín vera hálfgert ropvatn“, bætti annar við. Við dvöld- umst stundarkorn inni á bar og hlust- uðum á tal manna. Þeir báðu um þre- falda snapsa margir hverjir, og við heyrðum, að einn bað um fimmfaldan. Það var skálað, drukkinn hver dropi í grunn. Við viljum bæta því hér við, að það sá ekki á mönnum, þótt vel væri teygað, enda ráðdeildarmenn og kunnu augsýnilega þá list, að ofhlaða sig ekki, — hvorki í landi né á sjó. Dansinn var stíginn af fjöri, jafnt gömlu dansarnir sem þeir nýju, og virt- ust skipstjórarnir vera vel heima í dans- listinni. Við og við fóru þeir í leik, sem Svavar Gests stjórnaði, og var mikið gaman hent að þeim. Þannig leið hófið, við söng, leik og dans. Og að því enduðu fóru menn glaðir hver til síns heima eftir að hafa skálað fyrir góðri veiði á næsta sumri. Magnús Magnússon leitarstjóri á flugvilinni á Austursvæðinu og frú hans í góðum félagsskap (myndin hér að ofan). Garðar Finnsson, skipstjóri á Höfr- ungi II. frá Akranesi (efri myndin hér að neðan) og Þorsteinn Gíslason, skipstj. á Guðrúnu Þorkelsdóttur (bróðir Eggerts á Víði II. neðri myndin). Og loks svíf- ur Bragi Björnsson frá Sjónarhóli, skipstjóri á Guðmundi Péturssyni í dansinn með konu sinni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.