Fálkinn


Fálkinn - 17.10.1962, Blaðsíða 24

Fálkinn - 17.10.1962, Blaðsíða 24
dvelja hjá Veru Orsini. Hún hafði fengið ákafan höfuðverk og orðið að fresta för sinni til Kölnar. Þó léttir Kristínu mjög fyrir brjósti, er hún kemst að raun um, að hvorki móðir hennar né Vera eru meðal áhorfenda. Nú hefst nýtt skemmtiatriði. Skrokk- mikill trúður æðir inná sviðið, og á hæla honum trítlar litli, vanskapaði dvergurinn. Hann æpir og ólmast og sveiflar kastsnöru í kringum sig. Hlát- urbylgja fer um áhorfendaskarann, og það er gott, því hláturinn yfirgnæfir skelfingarópið, sem Marteinn rekur upp. Hann er stokkinn á fætur og stendur ná- fölur við sæti sitt. Það er eins og and- iit hans sé afmyndað af kvölum. Þetta gerðist fyrir þrjátíu árum. At'- burðurinn stendur mér Ijós fyrir hug- skotssjónum, eins og hann hefði gerzt í gær. Þegar ég var nýfermd, var ég send í vist til föðurbróður míns, sem átti stór- an og myndarlega búgarð. Þar bjó amma mín í einum enda íbúðarhússins. Auk mín voru tvær eldri stúlkur á bænum, og ég var þess vegna alltaf kölluð „sú litla“. Mér leið vel á bænum og sérstaklega var amma mín góð við mig. Ég var eftirlætisbarnið hennar. Rúmið mitt stóð í sömu stofu og hún bjó í. Það bar oft við, þegar við vorum háttaðar, að amma mín sagði við mig: — Heldurðu að þú vildir nú ekki vera svo góð að sækja handa mér eitt mjólk- urglas niður í eldhús? Ég sótti mjólkina og hún drakk hana með góðri lyst. Síðan sofnuðum við. Mörgum áriun seinna, þegar ég var orðin fullorðin, var ég í vist á öðrum bæ. Amma mín var löngu dáin. Ég liafði mitt eigið herbergi í gaflinum á íbúðar- húsinu, sem lá út að þjóðveginum. Kvöld nokkurt, þegar ég var liáttuð og í þann veginn að sofna, vakna ég við það, að ég heyri rödd ömmu minnar segja: — Heldurðu að þú vildir nú ekki vera svo góð að sækja handa mér eitt mjólk- urglas niður í eldhús? Hálfsofandi og án þess að gera mér grein fyrir, að ómögulegt var að þetta gæti verið hún amma mín, stóð ég á fætur og fór niður til þess að sækja mjólkina. Meðan ég stóð í eldhúsinu, heyri ég allt í einu hræðilegan hávaða ofan úr herberginu mínu. Fólkið á bænum vakn- aði, og þegar ég fór upp ásamt því„ blasti við mér óhugnanleg sjón: Hérumbil inni í miðju herberginu var 24 FALKINN — Seztu niður er kallað fyrir aftan hann. Hann lætur sig falia með hægð niður á bekkinn að nýju. Dvergurinn elti jötuninn í hringi á leiksviðinu með snöru sína. Hvað eftir annað dettur hann um buxnaskálmarn- ar, sem eru allt of síðar. Þær eru hvít- og bláröndóttar og þannig er líka jakk- inn, sem hangir eins og poki utan um þenna vanskapaða vesaling, og slettist sitt á hvað þegar hann tekur hin æsilegu stökk sín. Hvað er nú? Marteinn tekur fyrir munn sér til að bæla niður ópið sem er að brjótast fram af vörum hans. Trúðurinn risavxni leitar til bakdyr- anna á flóttanum. Litli snáðinn með snöruna fylgir honum eftir. Hann snýr baki að áhorfendum og það er eins og allt hringsnúist og verði að fjarlægri þoku fyrir augum Marteins. En í gegn- um þokuna glampar á þriggja stafa tölu í skerandi skjannabirtu. Töluna 327! Hún stendur þvert yfir randirnar blá- FIIUIVI MÍMÚTUR UM FU2IÐULEG FYRIRBÆRI framhlutinn af stórum vöruflutninga- bíl. Næstum allur gaflinn hafði hrunið við áreksturinn og rúmið mitt var möl- brotið. Það var óþarft að leiða hugann að því, hvað hefði orðið um mig, ef ég hefði legið sofandi í rúmi mínu, þegar bílstjórinn missti stjóm á bílnum og ók á húsið. Ég er ekki og hef aldrei verið hjá trúarfull. En enn þann dag í dag hefur mér ekki tekizt að skýra þetta furðu- lega fyrirbæri. K. K. hvítu á jakkabaki jötunsins, svört og ógnandi. — Yður er þó ekki að verða illt? heyrir Marteinn að spurt er. Sessunaut- ur hans lýtur fram í sætinu og horfir til hans áhyggjufullur. En trúðurinn hefur skipt um skoðun. í stað þess að hlaupa aftur fyrir bak- tjaldið, þýtur hann fram meðal áhorf- enda, og dvergurinn á hæla honum. Þegar þeir koma á hlið við Martein, hörfar hann undan og grípur höndum fram fyrir sig, eins og í sjálfsvörn. Hann getur ekki varizt því að reka upp hljóð. Fólk er farið að taka eftir honum til beggja hliða. Það gefur hvort öðru oln- bogaskot og bendir á hann. En Marteinn veitir því enga athygli. Augu hans er bundin töframætti við þessa svörtu stafi, töluna 327. Þau fylgja henni eftir upp á sviðið, og þegar þeir fara aftur fast hjá honum, sprett- ur Marteinn á fætur og ryður sér braut fram að útganginum. Þeir sem verða á vegi hans, víkja sér óttaslegnir til hliða. Svo stendur hann einn síns liðs þar úti, milli tjaldbúðanna er mynda götu frá sýningartjaldinu fram á þjóðveginn. — Hér er skotkeppni! Ágætar byssur! Háir vinningar! er kallað frá báðum hlið- um. — Freistið gæfunnar Aðeins tutt- ugu og fimm aurar! Hann sér rólurnar rísa og hníga í ró- legri hrynjandi, nemur ilminn af pyls- um og nýbökuðum vöfflum. — Hamingjan góða, Marteinn, hvað gengur eiginlega að? Hann finnur að gripið er um handlegg hans. Þetta er Kristín. Hún sá hann spretta upp og æða fram, og hefur kom- ið á eftir honum. Marteinn strýkur hendinni um enni sér. — Mér líður ekki rétt vel, tautar hann slitróttum rómi. — Komdu, Marteinn! Nú fylgi ég þér heim. — Heim . ...! hvíslar Marteinn. Svo heldur hann ósjálfrátt af stað við hlið Kristínar. ÞEGAR að sýningu lokinni er barið að dyrum á hjólhýsi forstjórans. Kona hans situr við borðið og er að gera upp sjóðinn. Forstjórinn horfir ánægður á, með flöskuna á borðinu fyrir framan sig. Það hefur verið uppselt og þá hefur hún ekkert á móti því að fá sér ofurlítið tár. — Kom inn! rymur ergilega í forstjór- anum. En þegar hann sér að komu- maður er löggælumaður þorpsins, sem hann hefur staðið í samningum við daginn áður, gerist hann hinn hæversk- asti og seilist inní skáp sinn eftir glasi. En Barði lögregluþjónn hristir höf- uðið. — Ég kem í embættiserindum, segir hann. Kona forstjórans skellir aftur vindla- kassanum með tekjum dagsins. Framhald á bls. 28.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.