Fálkinn


Fálkinn - 17.10.1962, Blaðsíða 16

Fálkinn - 17.10.1962, Blaðsíða 16
Hvað stendur islenzkri knatt- spyrnu fyrir þrifum? íslandsmóti 1. deildar I knattspyrnu lauk sunnudaginn 30. september s.L með leik Vals og Fram. Fram bar sigur úr býtum sigraði með eirni marki gegn engu. Leikurinn íór fram við miög óbagstæö skilyrði sex til sjö vindstig og úrkomu undir það siðasta. Þetta varr mjög spennandi mót og alít íram á slðustu stundu var ekki séð milli hvaða liða úrslitaleikurin i mundi standa, þvi þrjú lið komu til greina. Það var ekki íyrr en daginn áður að K.R. gefði jafntefli v'ð Ákranes að séð varð hvaða tvö lið mundu að lokum keppa. — Að enduðu slíku móti vakna oft spúrningar sem menn velta fyrir sér á ýmsa Iimd og leita Svara. Er knattspyrnunni að fara fram eða er hón i öSdudal og ef svo er eru þá Ilkur fyrir bvi að hún muni risa á komandi árum. — Fálkinn hefur ná snúið sér til fimm manna og lagt fyrir |íá fressa spurningu: Hvað teljið þér a standi íslenzkri knattspymu heSzt fyrir brifum? Af þessum fimm ena fjár- ir þjálfarar og þaraf einn sem enn íeikur. Sá fimmti náði þeim árangri að verða tíu sinnum I||andsmeist- ari og hefur um árabi! skrifað um íslenzka knattspyrnu. — Svörin fara hér á eftir. Óli B. Jónsson þjálfari Vals svarar: Því er fljótsvaraS. Mótafyrirkomu- lagið hér hjá okkur er fyrir neðan allar hellur og eyðileggur knattspyrnuna meira en menn grunar. Á vorin er sam- in skrá yfir leiki sumarsins og gefin út bók í því tilefni, en eftir fyrstu leikina fer allt úr skorðum og ekkert er að marka hvað þar stendur. Til dæmis um vitleysu get ég sagt, að eitt félag í sum- ar lék 90 leiki í öllum flokkum á ein- um mánuði, en í öðrum ekki nema 3 leiki, þar af meistaraflokkur tvo. Væri ekki þetra minna og jafnara? Eins og fyrirkomulagið er núna eiga þjálfarar erfitt með að halda saman flokkum til æfinga, vegna þess að kapp- leikir annarra félaga draga þá til sín. Hví ekki að taka aðrar þjóðir okkur til fyrirmyndar og láta leika á ákveðnum degi eða dögum? Þá geta knattspyrnu- menn haft ákveðna daga til æfinga. Mæting yrði betri og þá um leið knatt- spyrnan. Annað sem er mjög einkennilegt er að slíta fslandsmótið (1 deild) í sundur og láta félögin ekki keppa í rúman mánuð. Okkar keppnistímaþil er svo stutt, að við höfum ekki efni á slíku. Og svo tapast allur áhugi fyrir mótinu með þessu. Ef eitthvert félagið missir menn vegna sumarleyfa, þá verður það að vera þess tap. Á utanferðir knattspyrnuflokka og heimsóknum erlendra verður að finnast önnur lausn en nú er. Nú hafa flest félög hér fengið mjög góða aðstöðu til æfinga, svo að ekki strandar á því. En nú er það hlutverk knattspyrnuforustunnar að gera þá end- urþót, sem getur orðið til þess að upp- hefja íslenzka knattspyrnu. ÓIi: — Mótin fyrir neðan allar hellnr. Frímann Helgason, tífaldur fsiandsmeist ari, svarar: Þegar ég svara þessari spurningu vil ég byrja á byrjuninni. Það vantar leið- beinenduur fyrir yngri flokkana. Það þarf að kenna þeim tækni og leikni sem er grundvöllur góðrar knattspyrnu. Þessi vöntun er stóra meinið okkar í dag. Það þarf að byrja snemma, og ef menn eru með í gegnum alla flokka og njóta góðrar tilsagnar, má vænta árangurs. Það er leiðinlegt að sjá góða hugsun í leik fara út um þúfur fyrir það eitt, að maðurinn er ekki nógu góður til að fram- kvæma hana. Lið hér skilja samleikinn ekki nógu vel. Þetta á sérstaklega við þegar menn eru ekki sjálfir með knött- inn. Knattspyrnan á að vera leikandi og það næst ekki fyrr en allir eru með, hvort heldur menn hafa boltann eða ekki. Frímann: — Það þarf að byrja snemma. Þá eru það æfingarnar. Ég dreg í efa, að þeir menn sem eyða miklum tíma í æfingar, taki þær nógu alvarlega. Það þarf að taka þetta. föstum tökum og ,,keyra“ á fullu allan tímann. Þegar liðið er skipt á þetta að vera eins og um keppni væri að ræða. Þá fyrst kemur árangurinn. Þá er það mótafyrirkomulagið. Leikir eru orðnir of margir. Þegar heimsóknir eru, er það of fámennur hópur sem tekur þátt í því sem kallað er stórleikir. Hópurinn sem bara horfir á er alltof fjölmennur. Leikir á vorin eru full margir. Mín reynsla í þessu er sú, að á vorin, meðan menn eru að komast í æf- ingu ,eigi ekki að hafa leikið þétt, þeim má svo fjölga þegar líður á sumarið. 16 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.