Fálkinn


Fálkinn - 20.02.1963, Blaðsíða 6

Fálkinn - 20.02.1963, Blaðsíða 6
MYNDAMÚT H.F. 1 § / m MORGUNBLAÐS HÚSINU I 7. hœð Framleiða allar gerðir la í MYNDAMÚTUM l * Vönduð vinna Fljót afgreiðsla I - PRHNTMYNDARKRDIN MYNDAMÓT H.F. M,;' ;nn'jlaðshu3IN*u Þá hefði ég barið hann. Heiðraði ritstjóri. — Ég er einn af þeim, sem les yðar ágæta blað að staðaldri. Ég er yfirleitt mjög ánægður með efnið í blaðinu. Ég fékk að venju blaðið, sem kom út 23. janúar 1962, og varð æði hneykslaður á bréfi í póst- hólfinu, er bar yfirskriftina Hárlagning. Ef bréfritari hefði verið hjá mér, þá hefði ég barið hann, því ég varð svo reiður. — Ég er vanastur því, að fólk tali og riti á ís- lenzku en ekki á hrognamáli, ef þetta er þá nokkurt mál. Máski finnst bréfritara „lekk- erara“ að skrifa svona, en þá spyr ég, er enginn, sem getur þýtt þessi ósköp? Mér finnst sanngjarnt að fara fram á, að bréfin jafnt sem sögurnar séu þýdd áður er. lesendum er boðið að lesa. S. Svar: Bréfritari verður að sœtta sig við að þannig tala ungling- arnir í Reykjavílc. Annars höf- um við ekki orðið varir við það, að hér birtist mikið af er- lendu efni óþýddu wtan nokk- ur bréf frá útlöndum, sem beð- ið var sérstaklega um, að yrðu ekki þýdd. Kæri Póstur! — Ég er væg- ast sagt mjög óánægð með framkomu ykkar undanfarið. Ég er ein af þeim, sem hef mjög gaman af krossgátunum ykkar, því þær eru bara ágæt- ar. En heldur hefur sigið á ógæfuhliðina hjá ykkur upp á síðkastið, því að engar lausn- ir 'hafa birzt hjá ykkur í und- anförnum fjórum tölublöð- um.---------- Nú mælist ég til þess, að þið bætið úr þessu hið allra fyrsta og birtið framvegis krossgátu- lausnirnar reglulega. Virðingarfyllst, H. B. Svar: Þetta bréf hefur verið anzi lengi á leiðinni, en við vonum samt að bréfritara hafi orðið að ósk sinni stuttu eftir að hann reit bréfið. Lausnirnar munu svo framvegis birtast i hverju blaði. Handíða- og myndlistarskólinn. Kæri Fálki! — Mig langar að spyrja þig hvert ég á að snúa mér til að fá upplýsing- ar um Handíða- og myndlista- skólann og Iðnskólann í Reykjavík. Ég hef skrifað báð- um þessum skólum og beðið um upplýsingar um þá, en frá hvorugum fengið svar. Með fyrirfram þökk, Ragnhildur Haraldsdóttir. Svar: Við getum litlar upplýsing- ar gefið um skóla þessa, en bendum bréfritara á, að koma við í skólanum, ef hann á leið í borgina, reynandi væri líka að skrifa fræðslumálastjórn- inni. Kurteisisvenjur í strætisvögnum. Kæra Pósthólf. — Strætis- vagnar Reykjavíkur eru mesta þarfaþing og ég held, að fólk gerir sér almennt ekki grein fyrir þeim þægindum sem af þeim er. Um fargjaldið má sjálfsagt deila, en mér hefur verið sagt, að það sé hvergi lægra. Ég er einn þeirra rnanna, sem fer daglega með strætisvagni og þá ekki alltaf sömu leiðina. Ég hef tekið eftir því, að fólk er mismun- andi kurteist á mismunandi leiðum. í einum vagninum eru krakkarnir framúrskar- andi kurteis og prúð og standa alltaf upp fyrir full- orðnum, en í öðrum eru þau hávær, slagsmál tíð og háv- aði auk þess, sem þau hrúg- ast fyrir framan útgöngu- dyrnar, ,svo að það er vand- ræðum bundið að komast út. Sama sagan er með fullorðna- fólkið, það er mjög mismun- andi eftir hverfum. í einum vagninum hef ég tekið eftir því, að karlmenn standa nær undantekningarlaust upp fyr- ir konum, hvort sem þær eru með barni eða ekki en í öðr- um grúfa þeir sig niður í gömul og þvæld blöð eða þá 6 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.