Fálkinn


Fálkinn - 20.02.1963, Blaðsíða 16

Fálkinn - 20.02.1963, Blaðsíða 16
Að undanförnu hefur talsvert verið rætt um lífsleiða og í tilefni af því hefur FÁLKINN hitt að máli ritliöfund, æsku- lýðsleiðtoga og sálfræðing og lagt fyrir þá svohljóðandi spurningu: Teljið þér að lífsleiði sé almennur hér á landi nú á dögum, og ef svo er, hverjar álítið þér þá orsakir hans og hvað er hægt að gera til úrbóta? Svörin fara hér á eftir, og ef lesend- ur hafa eitthvað til málanna að leggja væri gaman að fá frá þeim línu. * Séra Bragi Friðriksson, framkvstj. Æskulýðsráðs: Almennt talað tel ég ekki að lífsleiði sé ríkjandi einkenni í þjóðlífi íslendinga. Þjóð, sem fagnað hefur frelsi sínu og sótt fram á öllum sviðum til vaxandi velmegunar og menningar byggir ekki á neikvæðum grunni lífsleiða. Öll kynni mín af ungu fólki styrkja þessa skoðun. Þetta felur þó ekki í sér þá ályktun að engin vandamál séu við að stríða. Ég hygg, að þjóðinni megi líkja við ungling á viðkvæmasta aldursskeiði og velferð íslendinga fer eftir sömu lög- málum og þroski vel gerðs æskumanns, sem býr við nægtir og ótæmandi mögu- leika. Ef til vill er ofmettun mestur vand- inn í þjóðlífi okkar. Hugsum okkur mann, sem gnótt hefur matar og er saddur orðinn, en heldur þó áfram að borða. Slík ofmettun eða ofurnægð er 16 FÁLKINN hættuleg og elur af sér leti og andvara- leysi. Vakandi trú á Guð og traust siðgæð- isvitund samfara heilbrigðum metnaði og starfsvilja, voru og verða íslending- um jafnan traustur grundvöllur sannrar lífshamingju og um leið vörn gegn leiða og rótleysi. * Gylfi Ásmundsson, sálfræðingur: Lífsleiði eða þunglyndi gerir vart við sig á vissum aldursskeiðum, árstímum eða undir sérstökum kringumstæðum. Stundum getur það orðið sjúklegt. Ég hef ekki ástæðu til að ætla að slíkur einstaklingsbundinn lífsleiði sé meiri hér á landi en annars staðar né heldur að hann sé svo útbreiddur að hann geti talizt verulegt þjóðarmein. Enda væri það mjög óeðlilegt að lífsleiði væri ein- kennandi lífsviðhorf hjá þjóð, sem býr við jafn öra þróun og við íslendingar í dag. Hver einstaklingur sem á sér markmið og beinir huganum stöðugt fram á við lætur sér ekki leiðast. Þjóð, sem á sér jafnmikla framtíð og áætlanir sem íslendingar ætti ekki að þurfa að láta sér leiðast. Þrátt fyrir það er lífs- leiði of almennur. Orsökina tel ég ein- faldlega liggja í rótleysi á bernskuár- unum. Æskan fær ekki nógu heilbrigða útrás fyrir sköpunargleði sína og at- hafnaþrá og leitar sér uppbótar í til- breytingarlausu skemmtanalífi. Hætta er á að þegar hægir um í þjóð- félaginu og allt fellur í fastar skorður, fylgi andleg stöðvun og aukinn leiði í kjölfarið. Til þess að koma í veg fyrir að svo megi verða þurfum við nú að ala upp andlega heilbrigða æsku, víð- sýna, fordómalausa, marksækna. Við þurfum skólakerfi, sem metur mann- gildið meir en þurran bókalærdóm, for- eldra sem eru sér meðvitandi um að þeir eru að skapa fólk. Heilbrigður lífsundir- búningur æskunnar er fyrsta skilyrðið til að koma í veg fyrir almennan lífs- leiða. * Sigurður A. Magnússon, rithöfundur: Já, ég held hann sé nokkuð almenn- ur, án þess ég hafi undir höndum ör- ugg gögn til að renna stoðum undir þá skoðun. Mér finnst andleg deyfð til dæmis furðulega útbreidd, og hún er vissulega eitt einkenni lífsleiðans. Það var fyrst og fremst þessi andlega deyfð sem rak mig til að skrifa grein í Les- bók Morgunblaðsins um íslenzku leið- indin nú fyrir skömmu. En nefna mætti ýmislegt annað, sem ber vitni um vax- andi lífsleiða meðal íslendinga: skemmt- anaæðið sem virðist vera að heltaka yngri kynslóðina; stórfelldan drykkju- skap, ekki sízt meðal unglinga, ásamt fylgifiskum hans: deyfilyfjanotkun, af- brotum og ýmiskonar lausingjahætti; al- mennt áhugaleysi um flest annað on stundlega ánægju og skjótunninn grófa; og sívaxandi sálflækjur meðal lands-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.