Fálkinn


Fálkinn - 20.02.1963, Blaðsíða 24

Fálkinn - 20.02.1963, Blaðsíða 24
LITLA SAGAM EFTIR WILLY BREIMHOLST NAUMT SKAMMTAÐ Þegar maður hefur aðeins lítil mánaðarlaun, borgar af bíl, sjón- varpi, þvottavél ásamt kæliskáp og sterófóniskum plötuspilara, þar við bætist, að maður á konu og þrjú börn, og er ógurlega skattpíndur, fyrir utan að maður er að borga af hús- inu svimháa vexti og lán, þá er það næsta takmarkað, sem maður getur eytt í londonlömb, lambakótelettur, rússneskan kavíar eða rjúpnasteik með rjómasósu. En Hálundsfjölskyldan þekkti slíkt sælgæti ekki nema af afspurn og af myndum og texta úr gylltu -mat- reiðslubókinni, (en frú Hálund skuld- aði enn í henni 75 kr.) Þau hjónin höfðu bara efni á að lifa á borgara- legri fæðu og síðustu 8 eða 16 daga mánaðarins, þegar hallærið var svo mikið, að frú Yrsa varð að fara út í hornin á buddunni til þess að finna einn skitinn tuttugu og fimmeyring, var hádegismaturinn aldrei annað en saltfiskur með margaríni eða soðin ýsa með tómatsósu. Þetta eru að vísu hollir og nærandi réttir, en dálítið leiðigjarnir, þegar þeir voru á boð- stólum dag eftir dag. — Æ, og enn einu sinni saltfiskur, sagði Viggo oft, þegar hann settist að snæðingi. — Já, þú verður að auka við heim- ilispeningana, svaraði frú Yrsa. — Þú verður að læra að hafa meiri stjórn á fjármálunum fyrstu daga mánaðarins, sagði Viggó. — Maður tapar holdum við þetta fæði, sagði frú Yrsa, ég hef nú bara misst kíló þennan mánuð. — Það fer þér vel. Viggó leit svo sannarlega ekki út fyrir að vera vannærður. Hann hafði rólega vinnu og eftir því sem hann varð rótgrónari í starfi þeim mun stærri varð keisinn. Þó var ekki hægt að segja, að það væri heildsalaýstra, en nálgaðist það virðingarheiti óðum. — Þú megrast líka Viggó. Ég sé það á þér. Bara að þú aukir við heimilispeningana. — Ég á ekki einu sinni fimm aura með gati. — Þú skrökvar því. Má ég sjá í veskið þitt? Viggó valdi þann kostinn að láta þessa athugasemd sem vind um eyr- un þjóta. Ef veski hans hefði verið ryksugað og snúið til og frá, hefði maður máski fundið fimmtíukall eða svo, en Viggó vildi nú gjarnan eiga fyrir tóbaki og Napoleonsköku í kaffitímanum á skrifstofunni. Svo fannst honum gott að fá sér eitt glas af bjór á laugardögum. Þannig eru karlmenn. Og við því er ekkert að gera. Eða finnst yður það? í fyrstu atrennu gafst Yrsa upp. En þá var ekki þar með sagt að hún þekkti ekki ráð til þess að heimilis- peningarnir yrðu meiri. Nokkrum kvöldum síðar, þegar hjónin voru að fara í leikhúsið, stakk Viggó höfðinu inn um baðherbergisgættina. — Yrsa, sagði hann, ég hef ákveðið að heimilispeningarnir verði hundrað krónum meiri á mánuði. Við getum svo séð, hvort við þurfum að skera eitthvað annað niður. Yrsa þaut hamingjusöm upp um hálsinn á manni sínum. — O, ég er svo þakklát. En hver fékk þig til að taka svo mikilsverða ákvörðun? Viggó hélt þrennum buxum fyrir framan sig. Framh. á bls. 28. að ganga framhjá, en tefst við að hóp- ur manna hefur safnast saman á gang- stéttinni. Allir stara á súluna. Skellibirtan fell- ur á andlit fólksins og Marteinn af- ræður að spyrja til vegar. Yzt í hópnum stendur gömul kona með dökkgrátt sjal yfir herðum sér. Hún tyllir sér á tá og skyggnist yfir herðar hinna. í augum hennar er hinn sami starandi svipur, sem hjá búldu- leitu stúlkunni og brúðum hennar. Hann hleypir í sig kjarki. — Afsak- ið segir hann lágum rómi. — Viljið þér gera svo vel að segja mér. .... Gamia konan hrekkur við og vísar spurningu hans frá sér með reiðilegri handahreyfingu. Og ekki lítur hún and- artak af súlunni. Marteinn ypptir öxlum í ráðaleysi, og ætlar að halda leiðar sinnar. Um leið og hann snýr sér við, verður honum litið á tilkynningu, sem kemur í ljós milli fólksins, eins og rauður ferhyrn- ingur. Það er eins og logandi elding sundr- aði heimi hans. Hættulegur morðingi flúinn! Undir fyrirsögninni er ljósmynd af manni. Það er mynd af honum sjálfum! I 99 Eg syngur ,. Framhald af bls. 21. þátttökuna og þeir, ,sem voru aftar i salnum, voru verr settir en hinir. Það varð fljótlega álitlegur hópur uppi á senu. Ein fóstran kom gangandi og leiddi sér við hönd ungan mann og lágvaxinn. Hann vildi fá að syngja einsöng fyrir allan hópinn alveg ófeiminn, rétt eins og hann væri heima í stofu hjá mömmu. — Þessi ungi maður heitir Pétur Haukur, og er fjögra ára. Hann ætlar að syngja fyrir ykkur og hann segir sjálfur hvað hann syngur, En nú kom óvænt vandamál til sög- unnar. Þótt hátalarinn væri lækkaður, var það ekki nægilegt fyrir Pétur og hann varð að teygja vel úr sér, en allt kom fyrir ekki. Hann náði ekki upp. En hann lét þetta ekki á sig fá, setti hendur fyrir aftan bak og þandi út brjóstið. — Ég ,syng ,,Það búa litlir dvergar“, sagði hann hátt og snjallt í hátalarann og var hvergi smeykur. * Það var eftirtektarvert við þessa sam- komu, hvað börnin voru stillt og kurteis og virtust skemmta sér vel. — Og við tökum undir með strák- unum, sem sagði við fóstruna: — Er svona á morgun líka? 24 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.