Fálkinn


Fálkinn - 20.02.1963, Blaðsíða 38

Fálkinn - 20.02.1963, Blaðsíða 38
KVIKMYNDIR Framhald af bls. 37. ekki verið gengið að skilmálum fang- anna, en þau eru þessi. Umsjónarmaður- inn skal sjá föngunum fyrir bifreið og nógu benzíni, með öðrum orðum; gefa þeim tækifæri til að flýja. Því til sönn- unar, að honum sé alvara, lætur hann skjóta Drage fyrir framan símtólið um leið og umsjónarmaðurinn neitar að ganga að skilmálum hans. Áður en Drake er skotinn, sýnir hann hugleysi sitt og ragmennsku. Maers lætur kvikmyndamennina nú vita, að Callahan verði skotinn eftir 10 mínútur, ef ekki verði gengið að skil- málunum. „Við erum dauðadæmdir hvort eð er,“ segir hann, „og höfum ekkert að missa.“ Stone er nú í miklum vanda staddur. Á hann um að velja, að maður systur sinnar verði myrtur eða missi alla virð- ingu fanganna, bæði í þessu fangelsi og öðrum. Stone veit þó fullvel skyldu sína. Á næsta augnabliki fær hann að heyra gegnum símann, hver hugleysingi mágur hans er, og á sömu stundu kveð- ur við skothvellur í hátalaranum, sem gefur til kynna að Mears hafi einnig bundið enda á líf þessa illmennis. Uppreisnin heldur nú áfram um hríð, þar sem fangarnir og varðliðið skiptast á skotum. — Loks lýkur þó uppreisn- inni með ósigri fanganna, eins og við var að búast. Mears sér sitt óvænna, opnar dyr út í garðinn — og mætir dauðanum hnarreistur. —jv. Er lífjsleiði ... Framhald af bls. 17. aumingjaskap. Vitaskuld er þetta fremur fólkinu að kenna en „velferðar- ríkinu“, en það sannar bara að fólk þol- ir ekki nema takmarkaðan skammt af meðlæti og umönnun. Ég ætla mér ekki þá dul að benda á ráð til úrbóta. Kannski er hér aðeins um stundarfyrirbæri að ræða, fæðingar- hríðir nýrrar aldar í lífi íslendinga, lognið á undan andlegu stórviðri — hvað veit ég? En í sambandi við það sem ég hef nefnt hér að framan — og er að- eins lítið brot af heildinni — þykir mér ekki ólíklegt, að gott ráð til að dreifa leiðindum íslendinga væri að stuðla að opinskáari og menningarlegri umræð- um um vandamál okkar, ekki pólitísku þrasi og þrástagli eða ofstopafullum að- dróttunum og formælingum, heldur djörfum umræðum um lífsgildi þeirra hugsjóna sem við búum við: að styðja viðleitni ungra manna sem vilja ryðja sér og öðrum nýjar brautir í bókmennt- um og öðrum listum; að hundsa áróður og einsýn sjónarmið pólitískra eða fé-- lagslegra hagsmunahópa; að knýja fram frjósamari og raunsærri fræðslulöggjöf; að sýna meiri dómgreind og umburð- 38 FÁLKINN arleysi gagnvart kvikmyndum, blöðum og útvarpi; í sem fæstum orðum að glæða aftur sjálfsvirðingu íslendinga, sjálfstæða hugsun og heilbrigt mat á öll- um hlutum, sem vekja þá af vímu dans- ins kringum gullkálfinn. En kannski jafngildir þetta þeirri erfiðu þraut að taka sjálfan sig upp á afturendanum og þá eigum við víst ekki annars úrkosta en binda vonir okkar við næstu kynslóð — en í því felst vissu- lega mikil áhætta, því eplin falla sjald- an langt frá eikinni, segir í gömlu mál- tæki. Válynt er . .. Framhald af bls. 15. margir þaulvanir ræðarar og sjómenn, langæfðir af striti á sjónum við fiski- veiðar og hvalfang. Þrátt fyrir erfiði, vosbúð og kulda undanfarna daga, voru menn 'hinir vonglöðustu, þegar þeir eygðu möguleika á að sleppa úr heljar- greipum hafíssins. Skipshöfnin var 45 menn, flestir á bezta aldri, þó var sá yngsti 11 ára, sonur skipstjórans. Var skipshöfninni nú skipt niður í bátana og traustustu og sjóvönustu mönnunum fengin for- mennska og fyrirsjá skipanna. Skipstjór- inn hvatti formenn, áður en haldið var frá skipinu, að halda hópinn, ef þess yrði nokkur kostur. Yfirgáfu þeir svo Frú Margréti og héldu fyrst í stað með- fram ísbrúninni, því að þar var kyrr- ara og minni hætta á áföllum af stór- um jökum. ísrekaldið varð til talsverðr- ar tálmunar fyrst í .stað, en smátt og smátt beygðu þeir frá aðalísnum og náðu að komast í íslausan sjó. Það kostaði mikla aðgæzlu og þraut- seigju að komast út úr ísnum heilu og höldnu, án þess að bátarnir yrðu við- skila. Það tókst þó samt furðu vel, enda varð það að liði, að hafísinn rak hratt til hafs með straumi og undan vindi. Sjómennirnir reru karlmannlega í þá átt, sem þeir hugðu mesta von að ná sem fyrst landi. Gekk ferðin að vísu heldur hægt, því að móti straumi og vindi var að sækja. En hinn 19. apríl sáu þeir land, og glæddist von þeirra stórum um björgun. Eftir að þeir höfðu landsýn, var kosið að halda til suðaust- urs. Róður og vosbúð nokkur reyndi á þrek skipbrotsmannanna og af þeim sökum kusu þeir að ná landi, þar sem þá bæri fyrst að, ef nokkur von sýnd- ist þar til lendingar, án stórslysa. Það hlýtur að vera ömurlegt hlut- skipti að koma að ókunnri strönd að- framkominn af þreytu, vosbúð og kulda, vitandi, að jafnvel það skelfilegasta get- ur búið í næstu áratogum, þegar bátur- inn kennir grunns, þar sem ótal hætt- ur kunna að leynast. En sjómaðurinn er knúinn óbilandi von, von um líf, und- ankomu frá hættunum, sem leynast, eru jafnvel vissar á hinu úfna hafi. Vonin er ein — aðeins ein — að ná landi, hvað sem það kostar. Þannig hafa sjómennirnir eflaust hugsað, sem komu um náttmálabil 20. apríl 1821 undir land við Þangskála á Skaga. Þeir renndu óhikað bátum sín- um upp að ströndinni ókunnu í von um líf og björgun. í lendingunni hlutu þeir vos mikið og hrakninga, en þeir komust allir lifandi á land. Brátt urðu þeir varir við mannabyggð ekki alllangt frá lendingarstaðnum. í Þangskála á Skaga bjuggu þá karl og kerling, nafna þeirra er ekki getið. Þau urðu brátt vör við, að sjóhraktir menn voru lentir þar í fjöru. Urðu þau óttaslegin og fóru inn í bæinn og byrgðu sem bezt. Segja heimildir, að þau hafi borið grjót fyrir bæjardyr, svo að ekki yrði komizt inn. Ef til vill hafa gömlu hjúin verið minnug leiðinlegs strands á Skaga árið 1740, þegar hollenzk dugga strandaði þar og .sýndu skipverjar henn- ar nokkurn yfirgang. En sjómennirnir hröktu og sjóvotu leituðu brátt til bæjar. Þegar þeir kom- ust þar ekki inn, brutu þeir upp úti- skemmu og stóðu þar um nóttina og höfðu illan aðbúnað og kól marga. Morguninn eftir urðu Skagamenn var- ir við komu þeirra, og veittu þeim þeg- ar allt það lið, hjúkrun og beina, sem þeir gátu. Útveguðu þeir túlk, svo þeir gætu fengið upplýsingar um ferðir þeirra. Hefur það að líkum ekki verið fjarska erfitt, því að Holsetaland var þá hluti af Danaveldi, þótt íbúar væru flestir þýzkir. en líklegt er, að í hópi sjómannanna hafa verið rnenn, sem tal- að hafi dönsku. Sjómönmmum var síð- an fengin fylgd til Skagastrandar og voru allir vel ferðafærir, nema einn, sem kól til skaða, svo að taka varð tærnar af á öðrum fæti hans. En son skipstjórans, 11 ára, sakaði ekkert. Schram kaupmaður á Skagaströnd tók vel á móti skipbrotsmönnum, útvegaði þeim hús, vistir og hjúkrun. Skagfirð- ingar sýndu skipbrotsmönnum mikla vináttu. Prestarnir síra Pétur Pétursson, prófastur á Víðivöllum, og síra Jón Kon- ráðsson á Mælifelli, gengust fyrir sam- skotum til þeirra, og sendu þeim 4 naut og 16 sauði. Jakob Havsteen, kaupmað- ur á Hofsósi, sendi þeim talsvert af pen- ingum og amtmaðurinn á Möðruvöllum sendi þeim fé úr konungssjóði. í maí fengu skipbrotsmennirnir flutn- ing til Reykjavíkur, og fengu far með skútu til Holsetalands 1. júní 1821. Eins og eðlilegt var, þóttu þetta mikil tíðindi, hv e giftusamlega sjómönnum tókst að sleppa úr hafísnum og síðan að ná landi. Vakti þetta mikið umtal víða og var veturinn 1820—1821 lengi nefndur Mönguvetur eftir skipinu Frú Margréti. Saga Frú Margrétar varð ekki öll, þar sem hún var yfirgefin í hafísnum fyrir norðan Skaga. Á miðju sumri 1821 rak hana í strand fyrir austan land í Seyðis- fjarðarmynni og var þar róið inn í fjörð og fest. H eimildir: Annáll 19. aldar, Ár- bœkur Espólíns og fleira.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.