Fálkinn


Fálkinn - 20.02.1963, Blaðsíða 33

Fálkinn - 20.02.1963, Blaðsíða 33
Jómfrúarmerkið (24. ápúst—23. sevtember). Líklega verður bessi vika alls ekki eins og þér höfðuð gert ráð fyrir. Um heÍRÍna kemur til yðar persóna, sem þér hafið alltaf tortryKftt og grunað um græzku. TortryKeni yðar er á rökum reist og sýnið varkárni. VogarskálamerkiS (2i. september—23. október). Þet.ta verður mikii heillavika fyrir há, sem fæddir eru undir bessu merki í september, enda bótt hinir burfi alls engu að kvíða. Þér getið orðið yður úti um auðfengna peninga, ef bér beitið kiókindum. Hrútsmerkib (21. marz—20. apríl). Þér verður oftar en einu sinni komið skemmtilega á óvart í vikunni og sennilega verður ba8 um helgina. Þar verður að öllum líkindum að verki persóna, sem yður var ekkert. um gefið, en mun nú sýna sinn rétta huK til yðar. Nautsmerlcið (21. apríl—21. maí). Þeir sem fæddir eru undir bessu merki í apríl, eiga von á skemmtilegri og viðburðaríkri viku. Hins vegar mega beir, sem fæddir eru í maí, búast við bví að lagðar verði fyrir bá nokkrar gildrur. Happatala vikunnar er 6. TvíburamerláB (22. maí—21. júní). Þetta verður mjög róleg vika og bér munuð yfir- leitt ekki hafa mikið að gera. Nú er hentugur tími til bess að sinna tómstundastörfum, enda eru bau undir góðum afstöðum. Þér ættuð ekki að synja hjálparbeiðni vinar yðar. Krabbamerkið (22. iúní—23. júlí). Þetta verður í rauninni allra skemmtilegasta vika, bótt ekki gerist neinir stórviðburðir. Góður tími er til bréfaskrifta og einnig ættuð bér að gera yður far um að heimsækja vini yðar. Happatala vikunnar er 9. Sporðdrckamerkið (24. október—22. nóvember). Þetta verður ósköp bægdeg og róleg vika. Dagarnir verða líkir og ekkert sérstakt mun gerast.. Samt segja nú stjörnurnar, að von sé einhverra breytinga í lok vikunnar, einkum í einkalífi yðar. Forðist deilur á heimilinu. , Bogamannsmerkið (23. nóvember—21. desember). Vikan verður að öllum líkindum tilbreytingalaus að minnsta kosti fram að helgi. En ef til vill mun verða líf í tuskunum á laugardag og ýmislegt mun gerast, sem mun hafa óbægileg eða bæKÍleg eftirköst eftir bví hvernig á málið er litið. Steingeitarmerkið (22. desember—20. janúar). Yður bjóðast tvö alveg gullvæg tækifæri í vikunni og vandinn er sá að láta hvorugt renna sér úr greip- um. Ef bér spilið rétt og sýnið svolitla kænsku, eru miklar líkur fyrir bví að bér öðlist bessi gullvægu tækifæri. Vatnsberamerkið (21. janúai—19. febrúar). Þetta verður viðburðarík vika, einkum ef tillit er tekið til einkalífsins. Yður væri ráð að umgangast félaga yðar minna og sinna skylduverkefnunum jjeim mun meira. Þau hafa alltof lengi dregist úr hömlu hj á yður. Ljónsmerkið (24. júlí—23. ágúst). Þér munuð leysa hin erfiðustu verkefni i bessari viku, en yður er hollt að beita yður nokkrum sjálfs- aga. Takið ekki gagnrýni annarra of nærri yður, en reynið heldur að gera yðar bezto. Gætið að fjármun- unum. Fiskamerkið (20. febrúar—20. marz). Þessi vika verður vika mikilla öfga. Annars vegar of mikil svartsýni. Þér ættuð ekki að láta bugast af smámunum. Ástvinir yðar virðast vera í bungu skapi bessa dagana og skuluð bér fara að beim með gát. Svavar Gests Framhald af bls. 28. Þá helltu ritdómendurnir sér yfir þessar sex línur. Þeir gættu þess að sjálf- sögðu að hæla ekki stafkrók á hinum 120 blaðsíðum. Sennilega hefði þetta orðið bókmenntaviðburður hinn mesti ef ég hefði sleppt þessum sex línum! Nokkrum árum áður gaf ég út smá- sagnasafn, sem nefndist Vangadans. Þetta voru sögur, sem ég hafði safnað í skrifborðsskúffuna og fannst mál til komið að koma frá mér, aðallega til að fá mat á rithöfundahæfileika mína. Bókin fékk vingjarnlega dóma, en mér skildist að hvorki þyrftu þeir Kiljan eða Indriði G. að hræðast og líklega heldur ekki Guðrún frá Lundi. — Þú hefur auðvitað tapað á þessari útgáfu? — Nei, blessaður vertu, bókin seld- ist sæmilega og útgáfan kostaði sára- lítið. Ég fékk bókina „vélsetta“ hjá nokkrum kunningjum mínum í prent- arastéttinni, þeir settu sínar tvær sög- urnar hver. Síðan fékk ég þetta prent- að fyrir lítið og bundið inn með afborg- unum. Káputeikningu gerði Atli Már fyrir mig og kostaði hún ekki krónu, því hjá Atla hafði ég unnið um skeið við auglýsingar. — Hvernig, líkar þér að annast skemmtiþætti fyrir útvarpið? — Mér finnst gaman að því, en það er talsvert erfitt, og ég kvíði fyrir hverjum þætti allt fram að þeirri stundu, sem ég geng inn í útvarpssal- inn. Meðan á þættinum stendur reyni ég að skemmta mér með hinum. — Er ekki misjafnlega erfitt að ná góðri stemningu eftir því hverjir eru viðstaddir í útvarpssal? — Nei, það er alveg sama hvaða fólk er í salnum, en auðvitað takast þættirnir misjafnlega vel og margt getur valdið því. Skemmtiefnið, sem er flutt þarf að vera gott, spurningarn- ar þurfa einnig að vera lifandi og svo held ég að það sé fyrir mjög miklu að hraðinn í upptökunni sé sem líkastur því að fólkið væri statt á skemmtun þar sem engar tafir mega verða. Enda legg ég mikla áherzlu á slíkt og hefur oftast nær tekist svo vel, að þátturinn kemur í útsendingu nákvæmlega eins og hann fór fram, ekki orði sleppt úr samtölum við fólk, eða svörum. Hitt er svo annað mál, að við íslendingar erum nokkrum áratugum á eftir öðrum í humor, þess vegna ætti eiginlega að borga þeim sem sjá um svona þætti, áhættuþóknun, því margir hverjir hlusta á þætti sem þessa aðeins til að hneykslast á því, sem þeir kalla lélega fyndni. Þættir þessir eru augnabliks skemmtun, það er ekki verið að reyna að skapa Nóbelsverðlaunaverk. Þess vegna hef ég sömu afstöðu til þessa fólks eins og mannsins sem vill fá 30 skottísa á sama dansleiknum, ég brosi að því — ég legg það ekki einu sinni á mig að vorkenna því. .— Berst þér mikið af skemmtiefni í útvarpsþáttinn? —■ Það hefur þó nokkuð komið síð- ustu dagana. Sumt er því miður algjör- lega ónothæft, annað allgott og sumt má laga. Það er bagalegt að geta ekki fengið í lið með sér þá menn, sem vitað er að geta samið gott efni. Kunna rit- höfunda eins og t. d. Agnar Þórðarson, Loft Guðmundsson, Jónas Árnason, Stefán Jónsson og miklu fleiri. En rit- launin eru svo lág, að það borgar sig ekki fyrir þessa menn að byrja, því þeir mundu leggja svo mikla vinnu í verk sitt, áður en þeir létu það frá sér fara, að þeir mundu vera á hálfum verkamannalaunum. Þetta er hlutur, sem útvarpið hlýtur að laga á næstu árum ef útvarpsefni almennt á ekki að hraka, svo maður tali nú ekki um hvernig fara muni þegar við fáum inn- lent sjónvarp. * Við höfum setið dágóða stund og spjallað við Svavar Gests, þegið góðar veitingar hjá konu hans, og litli snáð- inn, sem ætlar að verða útvarpsmaður eftir tuttugu ár hefur fylgst rækilega með öllu saman. Það er kominn tími til að kveðja og við biðjum Svavar að rétta okkur frakkana. — Við skilum þeim venjulega aftur, segir hann um leið og við förum. FÁLKINN 33

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.