Fálkinn


Fálkinn - 20.02.1963, Blaðsíða 26

Fálkinn - 20.02.1963, Blaðsíða 26
kvenþjóðin ritstjúri KRISTJANA STEINCRÍMSDÓTTIR Notið hrogn Notið hrognin og gefið fjölskyldunni fjörefna- auðugan og hollan mat. Þau eru þrungin af A,- D,- B og C fjörefnum. Hrogn sem Vínarsnitzel. % kg hrogn % 1. vatn 2 tsk. salt 1 egg eða 2 eggjahvítur 4 msk. brauð 125 g smjör/smjörlíki 1 sítróna Kryddsíld Kapers Hrognin skoluð í köldu vatni, vafin inn í málmpappír og soðin í saltvatni 25—30 mínútur. Þegar þau eru alveg köld er himnan tekin utan af þeim og þau skorin í fingux’þykkar sneiðar. Helmingurinn af smjörinu brúnað á pönnu. Hrognsneiðunum vellt upp úr hálfþeyttri eggja hvítu og brauðmylsnu. Steikt við vægan hita. Raðað á fat. Sítrónusneið lögð á hverja hrogn- sneið, skreytt með kryddsíld og kapers Framh. á bls. 36. Prjónaðir inniskór, ágætir innan í vaðstígvél og á leiksskólann. Skórnir til vinstri eru nr. 31—32. Efni: 50 g. dekkra og 50 g. ljósara sportgarn. Prjónar nr. 3 og 3%. Sólar sem hægt er að búa til úr skinni eða plasti, ef ekki fást þar til gerðir sólar. Mynstrið: 1. umf. (Rangan dökkt). * 1 1. tekin laus fram af, slegið upp á, 1 sl. * endurtekið frá #. 2 umf.. (réttan, dökkt). * 2 sl., takið bandið brugðið fram af *, end- urtekið frá *. 3. umf. (rangan, ljósari)*. Band- ið og 1 1. prjónað sl. saman, slegið upp á, 1 1. tekin laus fram af * endurtek- ið frá *. 4. umf. (réttan ljósari) 1 sl., * bandið tekið brugðið fram af, 2 sl. * endurtekið frá *. 5. umf. (rangan dökkt) * slegið upp, 1 1. tekin laus fram af, 2 sl. saman * endurtekið frá *. 2.—5. umf. eru nú endurteknar í sífellu, þar sem þær umf. mynda mynstrið. Aðferð: Fitjið 84 1. upp á prj. nr. 3 Vz og pi'jónið mynstrið, eftir 16 umf. er byrjað að fella af fyrir rist- inni. Alltaf fellt af á sama hátt á réttunni, þannig: Prj. 40 1. í mynstri, takið lausa bandið brugðið laust fram af, prjónið næstu 3 1. saman svona: 1. og 3. 1. er pi'jónið saman sl., miðl. ásamt bandinu dregin yfir prjónuðu lykkjurnar. Prjónið 41 1. sem eftir eru með mynstri. Rangan Framh. á bls. 36. Prjcnatir inniAkw 26 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.