Fálkinn


Fálkinn - 20.02.1963, Blaðsíða 9

Fálkinn - 20.02.1963, Blaðsíða 9
afturhvörf sem þeir í innri missjóninni prédika, þetta var ósköp einfalt mál. Ég hef alla tíð trúað eins og lítið barn, jafnvel þegar ég var í guðfræðideild- inni. Já, ég trúi því að hver maður hafi sinn verndarengil, sem vakir yfir honum. Efnishyggjan var rík í mönn- um þegar ég var að alast upp, líka með guðfræðingum, það var reynt að útskýra kraftaverkin og leyndardóma kristninnar. — Þú hefur fljótlega farið suður til náms? — Ég er fæddur að Staðarbakka í Miðfirði, seinna varð pabbi prestur á Melstað. Hann dó 46 ^ ára gamall frá okkur tíu börnunum. Ég var elstur og stundaði vegavinnu á sumrin, lauk þó gagnfræðaprófi og stúdentsprófi árið 1915. Það var mannvænlegur hópur sem þá útskrifaðist, dr. Helgi Tómas- son, Kristinn Ármannsson rektor, dr. Níels Dungal og Katrín Thoroddsen. Það gerðist ekkert í skóla, allt fór prúð- mannlega fram. Engin ólæti. Ég sat eins og brúða öll skólaárin, ég var ekki í neinum vandræðum með það, þung- lamalegur ofan úr sveit. — Þú kynntist skáldakynslóðinni sem þá var að vaxa úr grasi? — Ég kenndi Halldóri Kiljan dönsku undir gagnfræðapróf, kenndi honum ágæta dönsku. Þá var hann 12—14 ára, góður nemandi, hann var ákaflega gáf- aður enda er hann ramm-menntaður þótt hann ætti bágt með stærðfræðina á sínum tíma. Enda gefur hann ungum rithöfundum þetta heilræði: „Lærðu latínu!“ Það má ýmislegt ráða af því svari. — Þú hefur verið tungumálamaður, séra Halldór? — Ég fór til Kaupmannahafnar að læra hebresku og grísku eftir stúdents- próf en ég stundaði aðallega heimspeki- nám. Ég tók ágætiseinkunn í heimspeki, enda hef ég alltaf fyrst og fremst verið heimspekingur að eðlisfari og gáfna- fari. Þó kom ég upp í Webers-lögmál- inu á prófinu, það fjallar um ljósið og á lítið skylt við heimspeki. En ég lagði litla rækt við hebreskuna, ég þekki ekki lengur hebresku stafina, aftur á móti kann ég dálítið í rússnesku og ítölsku. Ég er nú heldur þunnur í latínu og þarf alltaf að halda fingrunum við þegar ég les hana, þó hélt ég einu sinni fyrirlestur á latínu. Hins vegar fór ég snemma að læra esperanto og það tala fáir betur það mál í heiminum, ég tala eins og innfæddur. Það er lífsnautn að tala esperanto, maður elskar hana engu síður en íslenzkuna. Ég hef þýtt Skugga-Svein á esperantó og hann var leikinn á „eins konar sæluviku esperan- tista í Helsingjaeyri“ Þar var fólk af 16 þjóðum. Og þar hélt ég snjallan og góðan fyrirlestur um Halldór Kiljan. Ég hef alla tíð verið aðalsálusorgari Kiljans. — Þú kynntist fleiri skáldum á skólaárunum? — Ég kynntist vel Stefáni frá Hvíta- dal, við vorum góðir vinir alla tíð. Ég kynntist líka Jóhanni Jónssyni sem orti Söknuð. Hann var glæsilega gáf- aður. Ég kenndi honum stærðfræði undir stúdentspróf og hann kunni hana ágætlega. Hann varð bara svo nervös á prófinu að allt fór út um þúfur. Rétt áður hafði hann þulið mér réttar úr- lausnir á sama dæmi niðri á Hressing- arskála. Jóhann var ágætur upplesari og skáldæðin var frjó og ólgandi. Hann gat dregið upp fyrir okkur í stuttu máli afskaplega fallegar skáldsýnir — heilu leikritin. En heilsuleysið dró úr honum allan mátt, hann dó fyrir aldur fram. Við vorum saman í stúkunni Mínervu, það var menntamannastúka í þá daga. — Ert þú stúkumaður mikill, séra Halldór? — Ég er nú hræddur um það. Ég er heiðursfélagi í Stórstúku íslands og fór einu sinni fótgangandi um allt ís- land, frá Borgarnesi og norður um og allt til Hornafjarðar og flutti fyrir- lestra. Síðan ríðandi til Reykjavíkur. Ég hafði ýmislegt annað í huga í ferð- inni, ég var að svipast um eftir fallegri stúlku. Það urðu ýmsar á vegi mínum, en engin ómótstæðileg. Það var seinna. Það var ekki fyrr en 1920. Þá var ég á ferð með Halldóri Kiljan um Breiða- fjörð. Það var á sólbjörtum sumardegi að við komum að Hvallátrum. Þar er geysihár túngarður. Við Halldór vorum að spranga um hlaðið og ég fór upp á túngarðinn, bar mig stásslega og hafði montprik í hendi. Þá sé ég hvar verið er að mjólka tvær kýr. Ég fór að huga nánar að þessu og sé þá hvar þessi kvengyðja situr undir annarri kúnni og fatan orðin full af mjólk. Stúlkan lítur til mín og varð mér þá svo mikið um að ég datt ofan af garðinum, en kýrin kipptist við og hvarf út í veður og vind en mjólkin flóði um völlinn. En síðan höfum við Lára varla vikið hvort frá öðru. Við giftum okkur rétt- um þremur árum eftir þetta. Já, síðan hef ég ekki losnað við hana. Framh. á bls. 28. JÖKULL JAKOBSSON RÆÐIR VIÐ SÉRA HALLDÖR KOLBEINS fXlkinn 9

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.