Fálkinn


Fálkinn - 20.02.1963, Blaðsíða 31

Fálkinn - 20.02.1963, Blaðsíða 31
að fara ekki og sjá hann. „Bara hinztu kveðju,“ sagði hún. „Nei, vina mín,“ svaraði ég og tók utan um axlir hennar, „gerðu það ekki. Þú skalt minnast hans eins og hann var, ungur, fagur og sterkur. Það, sem við fundum er ekki sá Jack, sem þú áttir. Ef þú lítur hann núna, þá minn- istu hans í framtíðinni aðeins sem dauðs manns, en ekki sem mannsins, sem þú þekktir og elskaðir! Þetta, sem við fundum, er alls ekki þinn Jack.“ Nokkrum klukkustundum síðar kom lögreglan, og við vorum öll yfirheyrð. Læknirinn hafði nýlokið við að skrifa dánarvottorðið, er fyrsti blaðamaður- inn kom á vettvang. Ég sá um hann. Nú var ekki annað að gera, en kistu- leggja líkið og senda það til Bandaríkj- anna. Ég skrifaði fjölskyldu hans í Bandaríkjunum í nafni Maizie — hún hafði ekki kjark til að gera það sjálf — og auk þess skrifaði ég sjálfur bréf til þeirra og sagði alla málavexti. Allt þetta tók marga daga og þá fyrst datt mér Jungler í hug aftur. Enginn hafði séð hann síðan daginn sem slysið varð. Það leit ekki sem bezt út, og mig fór að gruna margt. Einhver sagði: „Nú fær hann loksins tækifærið hjá Maizie.“ En ég held, að það hafi nú ekki verið rétt. Hún hafði vissulega áhuga á Jungler, en hún hefði aldrei getað lifað því lífi sem Jungler lifði og elskaði. Auk þess var hann fátækur. En auðvitað hafði Maizie nú erft heil- miklar fjárfúlgur, og til voru listamenn, sem kvæntust til fjár til þess að geta sinnt áhugamálum sínum áhyggjulaus- ir. Ég ákvað nú að fá mér hreint loft og gekk upp klettana til húss þess er Jungler bjó í. Það var engin ástæða til að ætla, að ég hitti hann heima, og út af fyrir sig yrði miklu þægilegra fyrir mig að hitta hann ekki, vegna þess, að ég var mjög áhyggjufullur. Ég hafði grunað Jungler, þangað til Quer- ling hafði hreint og beint ákært hann fyrir að hafa myrt Jack. Ég var á báð- um áttum, en brátt hallaðist ég að þeirri kenningu, að svonalagað segði enginn með hreina samvizku og ég ein- setti mér að komast að sannleikanum í máli þessu. Enginn svaraði, er ég barði að dyrum, en þar eð þær voru ekki læstar, gekk ég inn. Hann lá í rúmi sínu og leit hræðilega út. „Hvað er að?“ Hann leit á mig eins og ég væri draugur. „Ég hef beðið Guð almáttugan um að senda yður hingað," sagði hann. „Hvað gengur hér á?“ sagði ég og gekk að rúminu. „Gætið að!“ hrópaði hann. „Gætið að ljósmyndavélinni!" Myndavélin hans lá á gólfinu. Ég vissi að honum þótti sérlegá vænt um ljósmyndavélina sína, en þetta óp hans var næstum móður- sýkiskennt. Ég er mjög gætinn maður að eðlisfari, svo að ég olli engum skaða. Mér datt sem snöggvast í hug, að hann hefði ekki enn þá heyrt um slysið og dauða Jacks. Þess vegna sagði ég án frekari málalenginga: „Það hefur orðið hræðilegt slys. Jack Smith drukknaði. Vissurðu það?“ ,,Slys!“ sagði hann. „Það var alls ekki slys — það var morð.“ Merkilegt hugsaði ég, hvernig skyldi hann vita það? „Það lítur út fyrir að þér hafið meitt yður,“ sagði ég. „Já, ég datt,“ sagði Jungler. „Ég rann, sneri á mér annan fótinn og rak höfuðið í.“ Hann var mikið meiddur ofan við annað eyrað. Ég sá það er Sjá næstu síðu. Kæri Astró. Mig langar til að biðja þig að segja mér um framtíðina. Mig langar tl að vita hvort ég giftist, hvernig heilsufarið verður og hve mörg börn ég kem til með að eignast. Gjörðu svo vel að sleppa fæð- ingardegi, ári, fæðingarstund og stað. Ég er búin að skrifa þrisvar og hef aldrei fengið svar. Viltu svara þessu? Með fyrirfram þökk. Kolla. Svar til Kollu. Það bezta í korti þínu eru afstöðurnar í fjármálunum en Júpíter og Venus eru báðir í öðru húsi fjármálanna. Þetta eru beztu áhrifaplánet- urnar og benda til þess að þú munir eignast fé á auðveldan og skjótan hátt. í þessu tilfelli er tímabilið upp úr þrítugasta aldursári þínu mjög heppilegt allt fram til 36 ára. Það má segja að það verði blómaskeið- ið hjá þér á fjármálalega svið- inu. Einnig má segja að ald- ursskeiðið um 45 ára verði talsvert gott, en hætt er við að þú lendir í atburðarás, sem skerða hann álit þitt og heið- ur út á við um svipað leyti. Einnig er ýmslegt, sem bendir til þess að hjónaband þitt verði fyrir einhverjum erfið- leikum í sambandi við þetta allt saman. Merki hrútsins á geisla sjö- unda húss bendir til að all- mikil hugsjón ríki í sambandi við ástamálin og giftingu, en hagsýni þarf að gæta, þeg- ar til kastanna kemur í sam- bandi við stofnun hjónabands. Vissar manngerðir virðast hafa fremur sérstæð árif á þig og valda þér hrifninga- vímu og gætirðu ekki sjálf- stjórnar þá er hætt við að þú stofnir til óæskilegra sam- banda, sem gætu valdið vin- slitum við menn, sem þú hef- ur áður staðið í góðu sam- bandi við. Þér er því ávallt nauðsynlegt að fara að með gát í þessum efnum. Þegar til giftingarinnar hefur komið þá bendir þetta merki oft til árekstra við makann og jafn- vel handalögmála, en fjöl- skyldan mun ávallt standa saman út á við og deilurnar hjaðna venjulega jafn skjótt niður og þær risu upp. Þrátt fyrir allt slíkt eru fullar horf- ur á að þú munir njóta sam- vistanna við maka þinn full- komlega og að hann verði ánægður með þig þrátt fyrir allt. Bezta makaval þitt yrði meðal karlmanna, sem fædd- ir eru á tímabilinu 24. júlí til 23. ágúst eða undir merki Ljónsins. Einnig á tímabilinu frá 23. nóv. til 21. des. eða undan merki Bogmannsins. Þú ættir alls ekki að giftast manni undan merki Stein- geitarinnar eða þeim, sem fæddir eru á tímabilinu frá 22. des. til 20 jan. og einnig þeim, sem fæddir eru undir merki Krabbans eða á tíma- bilinu frá 22. júní til 23. júlí. Eitt bezta tímabil ársins í ástamálunum hjá þér er frá 13. febr. til 10. marz. En þá gengur Sólin í gegn um fimmta hús ástamálanna. Þér ætti að ganga venju fremur vel undir þeim áhrifum að kynnast piltum, sem eru þér að skapi. Þessi áhrif eru fyrir hendi öll ár á þessu tímabili. Beztu áhrifin til giftingar eru um tvítugt og þó sérstaklega þegar þú ert 25 ára. Það eru ekki horfur á að þú eignist mörg börn í mesta lagi þrjú. en barnalán ætti að fylgja þér. Merki fiskanna á geisla sjötta húss er fremur veikt merki varðandi heilsufarið og bendir til þarfar til aðgæzlu um að vissir smákvillar verði ekki ólæknandi. Þetta merki hefur áhrif á öndunarfærin og lungun, einnig á lifrina og fæturnar. Það bendir til þess að maður ætti ekki að láta sér sjást yfir minniháttar kvilla þrátt fyrir að þeir virðist sakleysislegir. í þessu tilliti eru horfur á að 39. aldursár þitt geti orðið nokkuð erfitt, en þú kemst yfir það. Hagstæð afstaða milli Sólar og Úranusar þegar þú ert um tuttugu og fimm ára bendir til þess að ferðalag til útlanda sé í vændum, jafnvel eitthvað í sambandi við ástamál þín. ☆ ★ ☆ FALKINN 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.