Fálkinn


Fálkinn - 20.02.1963, Blaðsíða 7

Fálkinn - 20.02.1963, Blaðsíða 7
þeir stara út um gluggann og þykjast ekki taka eftir neinu, sem fram fer í vagninum. Séð 'hef ég líka konur standa upp fyrir karlmönnum og þykir mér það lofsverð framför hjá þeim. Nú langar mig að leita álits ykkar um kurteisisvenjur þessar. Finnst ykkur það rétt að karlmaður standi alltaf upp í strætisvagni fyrir konu? Á kona að standa upp fyrir karlmanni í strætis- vagni? Finnst ykkur réttara, að karlmaður standi upp fyrir konu, sem er annaðhvort van- fær eða lítt ferðafær eða þá hún er hlaðin pynklum og er með smábörn í eftirdragi? Finnst ykkur, að vagnstjór- inn eigi að skipa krökkum að standa upp fyrir fullorðnum? Vonast eftir skjótum svör- um. Rukkari. Svar: Fyrstu spurningunni verð- um við að svara neitandi og vísa þar til jaj'nréttis kynj- anna. Hins vegar finnst okk- ur að kona geti vel staðið upp fyrir karlmanni, ef hann er með fangið fullt af bögglum, en hún ekki. Þriðju spurning- unni og þeirri fjórðu svörum við skilyrðislaust játandi. Þess er þó að gæta, að vagn- stjórinn hefur ekki aðstöðu til að skipa krökkunum að standa upp nema í gegnum hátalarann. lesenduf að leiðrétta þetta bréf og senda okkur síðan. Stjörnu- spáin birtist smátt og smátt, einn skammtur í hverri viku. Gömlu vísumar. Kæra Pósthólf! — Mig lang- að til þess að vita eftir hvern þessi vísa er. Ég er ekki al- veg viss um höfundinn. En þetta er út af veðmáli. Vísan er svona: Vínið er af skornum skammt, ég skal þó við það eira, daglega ég sé það samt, þó sopið gæti meira. Ég efa ekki, að ég fæ grein- argóð svör. Óli. Svar: Fróður maður sagði okkur, að vísan vœri eftir SigurS Breiðfjörð og hefði hann kveð- ið hana um þá, sem báru hon- um vistir. Hann sendi svo vís- una til Teits Finnbogasonar dýralœknis í Höfn. Svör til ýmissa. Til J. A., Vestmannaeyjum. Jú, krossgátuverðlaun verða send út á land, ef vinnandi óskar þess. Til málfrœðings. Eintal er samtal milli manns, sem hefur verið í sumarleyfi á Mallorca og annars, sem ekkert hefur farið. Hvernig er réttritunin? Kjæri Fálki — Mér þikir voða gaman af blaðinu og vona að það verði jabn got í fram- tíðini. Það, sem ég atlaði að mynnast á voru mindasögurn- ar. Þær eru ágjætar, sjérstak- lega nikki nös. Á veturnar er gaman að losa sona ebni, þá gjetur maur hlegið. Kvernig væri a hafa meira að þeim sona tilað skemta manni, þear illa ligur á mánni. Kvernig verður stjödnuspáin firir Vatnsberan í næsta mánuð, þá fer ég í ferðalag. Stjáni. P.S. Kvernig er rjettrit- unin? Svar: Stafsetningin er fyrir neðan allar hellur og viljum við biðja Til alkans. Það kemur heim við rannsóknir, að þér verðið sljórri eftir því sem þér drekk- ið meira. Sá eini, sem verður skírari og skírari eftir því sem hann er fyllri, er máninn. Til Önnu. Jú, okkur finnst, að allar stúlkur ættu að læra eins mikið í matargerð og þær geta, það er nefnilega ekki víst, að þær giftist allar. Til geimfarans. Röðull merkir sól. Á röðli er ekkert líf, en þó mun barinn vera þéttsetinn á laugardögum. Til forstjórans. Okkur er ekki kunnugt um, að Tsjombe hafi falskar tennur, hins vegar sagði maður okkur, að hann notaði Ammident, snjóhvítt tannkrem, í þau skipti, sem hann burstar í sér tennurnar. FALKINN 7

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.