Fálkinn


Fálkinn - 24.07.1963, Blaðsíða 25

Fálkinn - 24.07.1963, Blaðsíða 25
ekki beðið. Hvernig gat ég verið doíin áfram? Thanos klappaði honum á bakið. „Þið eigið vel saman, drengur. En % hafðu gætur á honum. Vegirnir í Grikk- landi eru ekki eins og í Englandi. Þú verður að temja hann.“ Alexis brosti breitt. Það skein í tenn- ' ur hans í gullinni birtunni og hann yppti öxlum. ,.Ég verð að muna það, herra. Og þúsund þakkir.“ Mennirnir tveir gengu burt, hand- leggur Thanosar var vafinn um axlir sonar hans. „Ó, nei,“ sagði ég upphátt. „Þú munt. ekki eiga hann! Þetta verður fyrsta skiftið, Thanos keisari, sem þú munt ekki fá vilja þínum framgengt.“ „Hvað ertu að segja? Phaedra, Pha- edra!“ Anna þreif í handleggi mína í hryllingi, en ég ýtti henni burt. „Manstu ekki hvað ég sagði? Ég sagði, að við myndum fara. Jæja það munura við gera. Það er of seint núna. Hann er veikgeðja drengur, og hann skilur ekki. En það mun hann gera. Það er engin önnur leið. Hann heldur, að ég hafi svikið sig, en það gerði ég ekki, gerði ég það, Anna?“ Og án þess að bíða eftir svari hennar, fór ég að klæða mig. Hún sveimaði í kringum mig og neri saman höndunum. Ég var óþolinmóð og ákveðin. Ég þekkti veiklyndi drengs- ins, og ég hefði átt að gera ráð fyrir grunsemdum hans. „Ég hef viðbjóð á þér,“ hafði hann sagt. En þetta voru orð biturrar ástar, ástríðufullrar og drottnandi eins og ást Thanosar og eins bitur og ást mín. Ég leiði hann, sagði ég við sjálfa mig. Það er engin önnur leið. Auðvitað veit hann, að hann getur aldrei orðið sonur Thanosar aftur. Auðvitað veit hann að ást eins og ást okkar er ekki hægt að éta og melta og bæta við blóð- rásina. Áður en ég yfirgaf herbergið, náði Anna taki á mér aftur. „Phaedra, í nafni alls, sem er heilagt viltu ekki læra neina speki fyrr en það er orðið of seint? Veiztu ekki, að kona er aldrei húsmóðir lífs síns? Hlustaðu á mig Phaedra!“ „Anna ... Anna, hve oft hef ég hafn- að ráðleggingum þínum? Hversu oft hafðir þú á réttu að standa og ég á röngu? Þú ert vitrasta kona, sem ég hef nokkurn tíma þekkt, en ást er nokkuð sem þú getur ekki skilið, og það er betra að vera húsmóðir ástarinnar en lífsins. Slepptu mér.“ Ég gekk niður stéttina að herberginu, sem hafði verið lagfært handa Alexis, Ég bankaði á hurðina og beið. Það var ekki svarað. Sterk hvöt, sem var frekar æði en ást, knúði mig til að opna hurð- ina og fara inn óboðin. Herbergið var autt. Ferðataskan lá opin á rúminu. Ég gekk inn og barði á baðherbergis- hurðina. Það var ekki svarað, og ég gerði mér grein fyrir því, að Alexis hefði ekki komið í herbergið ennþá. Framhald á bls. 32. 25 P-/VLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.