Fálkinn


Fálkinn - 24.07.1963, Blaðsíða 38

Fálkinn - 24.07.1963, Blaðsíða 38
Vann síærðfræði Frh. af bla. 36. Leið hans lá úr fangelsi í fangabúðir. Og nú hóf frú Trachtenberg baráttu til að bjarga manni sínum. Hún rifjaði meðal annars upp kunningsskap við háttsettan liðsforingja sem hafði gert hosur sínar grænar fyrir henni, þegar hún var söngkona í Berlín. Trachtenberg var að lokum komið fyrir í Sachenahausen-fangabúðunum, eftir endalausar yfirheyrslur, pynding- ar og nauðungarvinnu. í fyrstu hafði hann varðveitt kjarkinn með því að skrifa spakmæli. Þau voru ekki öll vingjarnleg. „Það eru til menn, sem eru eingöngu saurverkamenn,“ skrifaði hann dag nokkurn á vinnuseðilinn. „Hérna er spakmæli handa þér,“ sagði hann við fangavörðinn, sem safnaði seðlunum saman. Refsingin var fólgin í húðstrýkingu. Huggun Trachtenbergs var nýtt spakmæli: „Það er ódýrt að framfleyta píslarvottum. Þeir þurfa að- eins að fá kross!“ Fyrir þetta fékk hann einangrunarklefa og minni skammt. „Eðlileg megrun líkamans er heilsusamleg. Megrun heilans er aftur á móti oft banvæn,“ hélt hann áfram. Eftir þetta spakmæli voru öll ritföng tekin frá honum. En hann vildi halda heilanum skýrum. Þá fór hann að yfir- vega það. sem af ævi hans var, og allt í einu kom honum dálítiS í hug frá Berlínardvölinni: Reiknivélin hjá Siem- ens! Hvernig starfaði hún nú aftur? Og í huganum fór hanh að hugleiða alla starfsemi reiknivélar: margföldun, sam- lagningu og þar fram eftir götunum. Gæti maður ekki reiknað hugareikning alveg eins vel og reiknivél? Hann reif af sér neglurnar og rissaði með þeim á steypt gólfið. . Hann starfaði í ákafa, kerfisbundið. Hann gleymdi aRri eymdinni fyrir utan, óhreinindunum og ódauninum frá líkbrennsluofnunum. Heimur hans var orðinn heimur talna, sem beygðust og létu að stjórn, eins og þegar barn leik- ur sér að móta leir. Skálavörðurinn leit í fyrsta sinn á hann með eins konar meðaumkvun. Nú var fanginn loksins orðinn vitlaus! Á vissan hátt var hann það. Hann fékk að vita, að það ætti að lífláta hann, en hann hélt bara áfram að reikna. Hann hafði ekki neitt á móti því að deyja. En hann vildi sigr- ast á tölunum, hann vildi ljúka við reikningskerfi sitt áður. Á skírdag 1944 var Jacow Trachten- berg fluttur burt. Leiðin lá framhjá lík- brennsluofnunum — til járnbrautarinn- ar, þar sem hann var fluttur í gripa- vagni til fangabúða rétt hjá Leipzig. Hann grunaði ekki, að kona hans hafði talið „vin“ sinn, varnarliðsforingjann, á að skrifa falska flutningsskipun. Frá Leipzig var hann sendur til vinnubúða í Triest 10 dögum síðar. Frú Trachten- berg kom á eftir, notaði sinn síðasta eyri til að múta vörðunum til að smygla bréfi inn til fangans, sem vann við grjóthögg. Og lágskýjaða aprílnótt árið 1945 skreið Trachtenberg undir gadda- vírsgirðingarnar og hitti Alice sína eftir sjö ára aðskilnað. síðasta spölinn flúðu þau saman. Hann lá yfir Alpana inn yfir svissnesku landamærin. Fararstjór- inn var skotinn á leiðinni heim aftur .. í þriðja sinn stóð Trachtenberg upp sem flóttamaður í framandi landi, þar sem hann þekkti engan og átti ekkert. Hann var veikburða og niðurbrotinn líkamlega, en vilji hans var óbugaður. Hvar gæti hann í skyndi aflað einhvers fjár? Þá datt honum reiknikerfi sitt í hug! Svissnesku barnakennararnir — væri það ekki eitthvað fyrir þá? Hin frægu svissnesku verkfræðifyrirtæki? skólarnir? Flóttamannabúðirnar voru rétt fyrir utan Zúrich — þess vegna knúði hann dyra hjá umsjónarmanni skólamála í Zúrich. Nei, takk! Kennar- ar barnanna áttu nógu erfitt með að fá þau til að reikna á blaðinu. Enginn áhugi væri fyrir hugareikningi! Já, en bankarnir? Nei, takk, þeir notuðu reiknivélar! Sieber lögreglustjóri var vingjarnleg- ur maður, og hann vildi ógjarnan valda hinum þrautgóða flóttamanni með grá- bláu augun vonbrigðum. En hann gat ekki skipað lögreglumönnum sínum að að setjast á skólabekk til að læra að reikna. Það hafði meira að segja verið Hvum aadskotann gorir iað til JjCtt ctrákurinn oinn ckvotti bleki 1 kann Gunnj K Vil (s íí aa vita et] 38 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.