Fálkinn


Fálkinn - 24.07.1963, Blaðsíða 6

Fálkinn - 24.07.1963, Blaðsíða 6
Vandræði. Kæri Fáiki! Ég er fimmtán ára og af því að ég er í gasalegum vandræðurn datt mér í hug að biðja þig um að hjálpa mér. Ég er svakalega hrifin af strák sem er einu ári eldri en ég. Við erum svipuð að stærð og þó ég segi sjálf frá þá er ég bara nokkuð lagleg. Þessi strákur hefur ekkert skift sér af mér þótt ég hafi reynt að vekja athygli hans á mér. Bezta vinkona mín þekkir hann voðalega vel og við höfum stundum boðið honum heim til hennar en hann skiftir sér lítið af mér. Þegar ég mæti honum á götu þá rétt heilsar hann mér en talar ekkert við mig. Ég veit ekkert hvað ég á að gera. Ég held að ég hafi aldrei verið svona ástfangin. Getur þú ekki gefið mér einhver ráð? Ekki birta bréfið. Svo þakka ég þér fyrir. Ella. Svar: Þú œttir eiginlega að láta strákgreyiö í friöi því hann hef- ur ekkert gert þér og hann veit kannski hvað honum er fyrir beztu í þessum efnum. Þú gætir lika ef til vill fariö aö vera meö einhverjum laglegum pilti til aö storka honum. Þaö ku víst oft gefast vel. En svo er lika annaö í bréfi þínu sem gefur til kynna aö þessi vandræöi þín veröi fljót- PAT - A - KRYDDRASPIÐ ER KOMIÐ í NÝJAR UMBtJÐIR F%ú í næstu búð lega úr sögunni. Þú segist aöeins vera fimmtán ára og aldrei hafa oröiö svona ástfangin áöur. Ef þú ert ekki eldri aö árum og hefur oft oröið ástfangin þá liverfur þessi sennilega fljótlega í skuggann fyrir annarri stjörnu á þínum ástarhimni. Um hegðan manna á veitingastöðum. Fálkinn vikublað, Reykjavik. Það eru margir sem skrifa Pósthólfinu um það sem þeir telja miður fara eða það sem fyrir augun ber. Ég er ein af lesendum Fálkans og það sem ég les alltaf fyrst er Pósthólf- ið vegna þess að þar eru oft skemmtileg bréf. Nú er ég ákveðin í að bætast í þann hóp sem þar skrifar en áður en ég kem að aðal efninu langar mig til að þakka ykk- ur fyrir framhaldssögurnar. Þið flytjið ekki nema góðar sögur og fyrir það er ég mjög þakklát. Efni það sem ég ætlaði að skrifa um er hvernig sumir menn hegða sér á veitinga- stöðum. Það finnst mér alveg furðulegt. Menn eru með há- vaða, hlátur og furðulega takta, sem virðast til þess eins að láta taka eftir sér. Mér finnst að á svona stöðum eigi menn að vera siðprúðir og sýna góða umgengni en ekki að vera að reyna að vekja á sér eftirtekt. Það getur verið að mörgum finnist þetta vit- leysa sem ég er að skrifa en þetta er mín skoðun og henni ætla ég að halda. Menn hljóta að geta farið aðrar leiðir til að vekja á sér eftirtekt. Svo vil ég áður en ég kveð þakka enn einu sinni fyrir allt gamalt og gott. Lesandi. Svar: Fyrir nokkru birtist hér bréf frá einum manni sem sagöi þaö furöulegan hlut aö mega ekki lilœja á veitingastaö eöa á göt- um úti án þess aö vera álitinn drukkinn. Af þessu getur þú séö kona góö, aö þaö eru misjafnar skoöanir á hlutunum. íþróttir og áhorfendur. Vikublaðið Fálkinn, Reykjavík. Mér hefur lengi fundizt það merkilegt hvernig áhorfend- ur haga sér á kappleikjum. Það er oft engu líkara en vel- ferð heimsins sé undir því komin hvernig leik lýkur. Og sá munnsöfnuður sem þar heyrist er ekki til að hafa eftir. Þetta sýnir hvað áhorf- endur hér eru lítið þroskaðir. FALKINN Þeir geta ekki viðurkennt neitt gott hjá því liði sem leikur móti þeirra og þeir hvetja sína menn til alis konar óhæfu. Svo þegar um- mæli um leikinn birtast þá bölva menn og ragna ef þeirra liði er ekki hælt á hvert reipi. Sýni lið það sem þeir halda með lélegan leik og það sé sagt í blöðunum þá segja þeir að sá sem skrifaði um leikinn hafi ekkert vit á knattspyrnu og þar fram eftir götunum. Þetta er lítill íþróttaandi. Þótt svo fari stundum að betra liðið sigri ekki þá eiga menn ekki að láta eins og bjánar heldur viðurkenna andstæðinginn. Hins vegar verður því ekki á móti mælt að íþróttafréttaflutning- ur blaðanna er oft fyrir neðan allar hellur. Það er vonandi að einhver breyting verði hér á því að það mundi verða íþróttunum lyftistöng. Svo þakka ég fyrir, ef þetta bréf verður birt. Einn hógvær vallargestur. Svar: Þaö er nú svo aö mönnum svíöur oft sárt aö sjá sína menn tapa og í gremju sinni láta þeir þá ýmis orö falla. Þessu veröur sennilega seint breytt þvi miöur en ólicett mun aö segja um flesta áliorfendur hér aö þeir eru hógvœrari en áhorfend- ur erlendis. ÞaÖ eru helzt ýmsir staðir úti á landi sem fengiö hafa orö fyrir illa þroskaöa áliorfendur. Um kvikmyndaauglýsingar. Kæri Fálki! Mér finnst að auglýsingar kvikmyndahúsanna séu stund- um nokkuð yfirdrifnar. Ég hef aldrei rekist á auglýsingu um lélega mynd heldur eru lélegar myndir auglýstar sem „stórfenglegar og spennandi'* eða „afburða mynd í sér- flokki“. Mér finnst að kvik- myndahúsagestir eigi heimt- ingu á heiðarlegum auglýs- ingum. Stjáni. Svar: Kvikmyndahúsin þurfa aö greiöa leigu fyrir þœr myndir sem þau sýna og til þess aö hægt sé að greiöa þá leiau þurfa einhverjir aö sjá myr .r Og þaö sem sumir kalla léieya mynd kalla aörir góða. Hvaö heldur þú aö margir kœmu aö sjá mynd sem auglýst væri svo: Sýnum í kvöld hundleiöinlega og lang- dregna, eldgamla ameríska mynd. Fólki eindregiö ráölagt frá aö sjá myndina.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.