Fálkinn


Fálkinn - 24.07.1963, Blaðsíða 37

Fálkinn - 24.07.1963, Blaðsíða 37
r ÚTGERÐARMENN STUART f Nylon síldarnætur íramleiddar af J. W. STUART LTD., MUSSELBURGH, SKOTLANDI, reynast afburðavel og eru endingargóðar. Umboðsmenn: Kristján Ó. Skagfjörð h.f., Reykjavík. — Sími 24120. HVAÐ GERIST Í NÆSTU VIKU ? HrútsmerkiO (21. marz—20. apríU. I vandasömu máli ættuð þér að leita ráða hjá þeim sem reynsluna hafa því þeir munu geta gefið yður góð ráð. Þetta verður ósköp venjuleg vika og lítið um stóra viðburði. Þér skuluð því hvílo yður vel. Nautsmerkið (21. apríl—21. maí). Þessi vika verður yður hagstæð hvað varðar samskipti yðar við aðra og þó einkum mánudag- urinn. Þér skuluð leggja allt kapp á að bæta að- stöðu yðar því ekki er víst að betri tækifæri gefist til þess. Tviburamerkiö (22. maí—21. júníJ. Látið ekki happ úr hendi sleppa i þessari viku þvi afstöðurnar eru yður hagstæðar á sviði fjár- mála. Notið vel þau tækifæri sem yður bjóðast. Þriðjudagurinn getur orðið mjög hagstæður. Krabbamerkið (22. jútil—22. júlV. Ef einhver vinur yðar eða nákominn ættingi skildi leita ráða hjá yður þá gerið fyrir hann allt sem þér getið því það er skylda yðar. Farið gæti- lega með alla fjármuni nú sem stendur. Ljónsmerkið (23. júlí—23. áaústj. Það eru hagstæðar afstöður nú sem stendur tii að leysa ýmis vandamál sem þér hafið átt við að stríða undanfarið. Þér skuluð ekki vera mikið úti við þessa vikuna heldur dvelja heima við. Jómfrúarmerkið (21,. áaúst—23. sevt.J. Frumiegar aðgerðir af yðar hálfu mundu stuðia að því að gamalt áhugamál yðar kæmist í fram- kvæmd yður til mikillar ánægju. Að öðru leyti vei-ður þetta róleg vika en bægileg í alia staði. VÖNDUÐ VINNÁ^HCODAK PAPPÍR Hans Petersen h.f. Sfmi 2-03-13 Bankastræti 4. Voaarskálamerkið (24. sept.—23. okt.J. Það getur oft verið heppilegt að ræða ekki mikið um framtíðaráætlanir að minnsta kosti ekki við þá sem maður þekkir lítið. Þetta mun yður verða ljóst í þessari viku og þér ættuð að geta lært af reynslunni. Svorödrekamerkið (24- okt.—22. nóv.J. 1 þessari viku munuð þér kynnast nýjum félög- um sem þér eigið eftir að umgangast mikið i náinni framtíð. Fimmtudagurinn getur orðið mjög skemmtilegur með sérstökum hætti. Happatalan 8. Boaamannsmerkið (23. nóv.—21. des.J. Þetta verður sérstök vika fyrir yður og yður mun finnast allt leika í lyndi. Vandamál sem þér hafið átt við að stríða munu verða leyst á Þægi- legan hátt. Reynið að treysta efnahaginn. Steinaeitarmerkiö (22. des.—21. ianúarj. Þessi vika verður róleg hjá yður og án stórra atburða. Þér skuluð taka lífinu með ró og dveljast heima við að lesa góða bók. Vandamál sem þér hafið haft miklar áhyggjur af undanfarið munu leysast. Vatnsberamerkið (21. ianúar—19. febrúarj. 1 Þessari viku getið þér stuðlað að velgengni annarra og það ættuð Þér að gera. Heppilegar af- stöður fjármálanna munu h.iálpa yður til að leysa smávægilega erfiðleika sem á vegi vðar verða. Fiskamerkið (20. febrúar—20. marz). Þér munuð finna vel til þess í þessari viku að gott er að eiga hauk í horni. Einn vinur yðar mun veita yður ómetanlega aðstoð. Farið gætilega í íjármálunum og gætið þess að rasa ekki um ráð fram. L t FALKINN 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.