Fálkinn


Fálkinn - 24.07.1963, Blaðsíða 18

Fálkinn - 24.07.1963, Blaðsíða 18
M IITLA SAGAM EFTIR WILLY BREIIVIHOLST FALSKAR TEMIMUR Arkibald Whittakar var ungur mað- ur og þegar orðinn leiður á lifinu og lystisemdum þess. Myrtle, kærastan hans, hafði svikið hann. Þau höfðu farið í bíó og horft á auglýsingamynd um tannkrem og leikarinn hafði brosað hvítum tönnum sínum framan í áhorf- endur og tennurnar voru svo hvítar, að maður fékk næstum ofbirtu í augun við að horfa á þær. Þegar Arkibald reyndi að brosa til kærustunnar sinnar, þá gat hún ekki annað en hugsað um brunarústir svert- ingjaþorps, svo skemmdar voru tenn- urnar hans. Auðvelt var að greina hvað hann hafði í huga þegar hann stikaði þung- um skrefum um Durry Lane í niða- þoku. Augnaráð hans var sem bein- ingamanns og svipurinn myglugrár. Þegar hann kom út á Waterloo Bridge, stanzaði hann, leit í kringum sig og klifraði síðan upp á ryðgað brúarhand- riðið. Hann gat vel hugsað sér að binda endi á líf sitt, því að hvers virði var lífið, ef maður var kvenmannslaus. Hann leit niður og sá grugguga Tha- mes ána fyrir neðan sig og ætlaði að taka sér stöðu, en þá fékk hann allt í einu tannpinu. Það var í einum jaxlin- um. Hann greip um kinn ser. nann hafði alltaf verið hræddur við tann- pínu. Hann hafði líka fengið hana oft. Samt trúði hann því varla, að hún væri svo illskeytt eins og verkurinn í þessum bölvaða jaxli. í nokkrar sek- úndur trítlaði hann á grindverkinu við- þolslaus af kvölum. Síðan hoppaði hann niður og dreif sig til næsta tann- læknis. — Opnaðu munninn. Læknirinn rótaði fram og aftur með töngunum sínum. — Uff, þetta lítur ekki vel út. Við verðum að taka allar gemlurnar bæði í efri og neðri gómi. — Verð ég ekki deyfður? Tannlæknirinn kinkaði kolli og bruna- rústir svertingjaþorpsins voru fjar- lægðar. Næsta dag var hann látinn máta tennur. — Þetta verða þá fimm pund, auk sex shillinga, ef gulllag skal vera á tönnunum. — Þarf ekki, sagði Arkibald. Næsta föstudag voru tennurnar til- búnar. — Þér ættuð ekki að glotta of mik- ið fyrr en tennurnar hafa verið tals- verðan tíma uppi í yður, sagði tann- læknirinn, þegar Arkibald borgaði. — Þér hafið bjargað lífi mínu, sagði Arkibald og fagði pundseðil aukalega í hönd tannlæknisins. Sama daginn og ég kom til yðar hafði ég ákveðið að stinga mér í Thames, en meðan ég hef setið hérna uppi hjá yður, hef ég feng- ið tækifæri til að hugsa um þetta uppá- tæki mitt og þá sá ég, að það var afar heimskulegt. Fjandinn hafi M le. Hún er ekki þess virði að ég láti iífið fyrir hana og auk þess er hér nóg af skvísum. Maður getur staðið á hverju götuhorni og náð í þær. Ég skal svo sannarlega ná mér í eina með þessar tennur. Hann á myndinni var ekki með flottari..... Arkibald brosti upp með sér og flýtti sér niður á götuna og stanzaði á næsta horni, þar sem hann virti fyrir sér ánægjulega hækju'hópinn sem flögr- aði framhjá. Daginn eftir stökk hann frá Water- loo Bridge og niður í blendna Thames ána. Hann skýrði skipstjóranum á fljótabátnum, sem dró hann upp úr ánni, frá því, að lífið væri vita tilgangs- laust. Það er ómögulegt að komast í sam- band við stúlkurnar. Vegna fölsku tannanna gat hann ekki blístrað á eftir þeim. Willy Breinholst. ■1TIMM—IIIIMBIIIIIIIffllWI'IIIHIBIIIilllM strauk hálsinn. — Ég þori varla að trúa því...... Bros færðist yfir andlit hans — næst- um því glaðlegt bros. — Nú skuluð þér bara fara heim aftur, sagði ég valdsmannslega. — Ef yður langar til þess, þá getið þér komið aftur á morgun og talað bet- ur við mig. — Má ég það, spurði hann og virtist létta. — Má ég það, spurði hann og virtist létta. — Má ég koma aftur? — Já, auðvitað. En með því skilyrði að þér farið beint heim núna og hvílið yður. — Já, já — ég fer strax, sagði hann og það lá við að hann hlypi til dyra. — Puha, stundi ég, og þurrkaði svit- ann af enninu þar sem ég stóð nú með byssuna í höndunum. — Það munaði ekki miklu. En ég verð að ná í hann. Stormurinn hafði nærri því velt mér um koll, þegar ég opnaði dyrnar. Járn- hliðið hélt áfram að skeila mót steypu- stólpunum með þungum gný. Peters var þegar kominn að hliðinu. — Heyrið þér — Peters, æpti ég og reyndi að yfirgnæfa storminn. Honum brá við hljóðið og hann snéri sér við. Á sama andartaki skrikaði hon- um fótur. Hann baðaði út höndunum til að ná jafnvægi, en það tókst ekki — hann rak upp hræðilegt óp, um leið og hann datt kylliflatur. Þunga járnhliðið féll að steinstólp- unum með háum bresti. Hann lézt samstundis. Hin skarpa brún hliðsins hafði hálsbrotið hann. Nákvæmlega eins og fallöxi.......... 18 PÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.