Fálkinn


Fálkinn - 04.09.1963, Blaðsíða 8

Fálkinn - 04.09.1963, Blaðsíða 8
Sigríður í Brattholti, höggmynd gerð af Ríkharði Jónssyni, myndhöggvara (myndin til vinstri). Brattholt og hæsta nágrenni eins og ]>að Htur út ímm í dag (myndin til hægri). Islenzkar konur hafa látið ýmis mál til sín taka í sögu okkar. Þær hafa komið áhugamálum sínum fram með ýmsu móti, sumpart áhnfum á syni sína eða bændur eins og Bergþóra á Bergþórshvoli, sumpart með því að skipuleggja heilar sveit- ir til andstöðu við erlend öfl eins og Ölöf ríka og Helga hús- freyja. — f þessari grein segir Sveinn Sæmundsson frá hinni kunnu merkiskonu — Sigríði í Brattholti. íslenzk saga greinir frá mannkostum margra kvenna hvernig þær ýmist komu fram áhugamálum sínum með áhrifuin á syni sína og bændur, eins og Bergþóra á Berg- þóvshvoli eða með því að skipuleggja heilar sveitir til and- stöðu við erlend ofsóknaröfl eins og Ólöf ríka og Helga húsfreyja á Grund. Ein er sú kona á tuttugustu öldinni, sem nú þegar er orðin þjóðsagnapersóna og mun þó meiri síðar. Það er Sig- ríður Tómasdóttir frá Brattholti. Fædd er Sigríður að Brattholti árið 1871 dóttir hjónanna er þar bjuggu, Margrétar Þórðardóttur og Tómasar Tómas- sonar, elzt 13 systkina. Þau Brattholts-hjón bjuggu við all- góð efni eí't.ir því sem þá gerðist, en verzlun landsmanna var þá enn að mestu í höndum útlendra manna, sem hugsuðu meira um að safna auði og senda til útlanda, en að selja landsmönnum góðar vörur og gjalda sanngjarnlega fyrir afurðir, enda var afkoma almennings eftir því. Sigríður í Brattholti var snemma mannvænleg stúlka, alin upp við vinnusemi og 'að standa á eigin fótum; fylgja fram þeim málum er hún taldi réttlát en hatast við óréttlæti í hverri mynd. Þótt verzlunarhættir hér á landi á nítjándu öld hefðu stórum lagast frá því sem áður var, eimdi enn þá eftir af fornu óréttlæti og einokun hinnar dönsku kaupmannastétt- ar var þjóðinni enn þá í fersku minni. Erlend ágengni í gervi einokunarkaupmannanna og síðar eftirkomanda þeirra, varð þvi táknræn fyrir hinni erlendu ásælni í hvaða mynd sem var: Erlendri ásælni, sem fyrr á öldum hafði svift land og þjóð sjálfstæði sem þó fékkst aftur um síðir fyrir langvinna baráttu þjóðarinnar beztu sona og dætra, næstum því sjö öldum síðar. Á æskuheimili Sigríðar í Brattholti voru íslendingasögur lesnar á vetrurn, rímur kveðnar og riddarasögur sagðar. Baráttan fyrir endurheimt sjálfstæðis íslands stóð sem hæst; vakning þjóðarinnar var hafin og andi deyfðar og vonleysis á undanhaldi. Þjóðin var enn þá fátæk, en hún var í sókn til betri menntunar og lífskjara. Hvítá rennur með túni í Brattholti og nokkru fyrir ofan Barðist g bæinn er ein helzta perla íslenzkrar náttúru; Gullfoss. Löng- um lék Sigríður sér með ánni, skoðaði gljúfrið, sem á köfl- um er stórfenglegt milli þess sem hún lék sér í búi sínu í ásnum fyrir ofan bæinn, þar sem hún átti bæ sinn við hæfi, leggi og skeljar að hætti barna í sveit. Og ef gengið var upp á ásinn sást úðinn upp af Gullfossi, litaður regn- boga á sólskinsdögum. Hið efra Jarlhettur, Langjökull, Blá- fell og Kerlingafjöll. Sigríður hreyfst af fegurð fjalla og jökla, en hjartfólgn- astur varð hinn fossinn, fossinn hennar og þar sat hún stund- um löngum, hlustaði á þungan niðinn og horfði á hvítfyss- andi vatnið steypast niður í gilið. Gullfoss liggur í landi tveggja jarða, Brattholts og Tungu- fells. Vegna legu árinnar, komu þá sem nú, flestir Bratt- holtsmegin að fossinum til þess að njóta fegurðar hans og tígulleika. Svo var einnig með brezkan aðalsmann, sem kom hingað til lands árið 1905 og lagði leið sína austur yfir fjall til þess að sjá Geysi og Gullfoss. Maður þessi hafði samastað að Geysi, en þar var þá sem nú, gistihús á sumrum. Hann fór að Gullfossi og til marks um hve mikilfenglegur honum fannst fossinn er það, að hann ákvað að fara ekki úr landi fyrr en Gullfoss væri hans eign. Eitthvað mun hafa frétzt um áform þessa ríka Breta, sem ekki lét Þó annað uppi um fyrirætlanir sínar en að hann langaði til þess að kaupa fossinn og eiga, án þess að hann hyggist gera á honum neinar breytingar eða eyðileggja fegurð hans að neinu leyti. Dag nokkurn um sumarið kemur sendimaður frá Geysi að Brattholti og ber Tómasi bónda þau skilaboð, að brezkur maður, sem þar dveljist vilji ná fundi hans. Tómas bjóst að heiman og urðu þeir samferða til baka. Túlk hafði Bret- inni og er þeir voru setztir inn í stofu bar hann upp erindið: Hann vildi kaupa Gullfoss fyr 50 þúsund gullkrónur. Tómas bóndi hugsaði sig um augnablik. Kannski hefur honum flogið í hug hve mörg ársinnlegg búsins í Brattholti hér væri um að ræðaþgildur sauður lagði sig þá á tuttugu krónur. En hann hugsaði sig aðeins um augnablik. Hann stóð upp 8 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.