Fálkinn


Fálkinn - 04.09.1963, Page 38

Fálkinn - 04.09.1963, Page 38
— Nafnið á vél hans? Ég skil ekki, frú. Henni varð orðfall andartak. Síðan sagði hún í léttum tón: — Jú það er afmælið hans, og ég hef keypt silfur- kveikjara handa honum af sömu gerð og hann notaði í þá daga. Mér fannst það gæti verið gaman að láta grafa á hann nafnið á gömlu vélinni hans. — Það er áreiðanlega til skjalasafn einhvers staðar, frú. En þessar flugvél- ar eru nú úreltar; en ég held, að það sé til skrá yfir þær. Reynið Washington. Og einnig getið þér sett yður í samband við herflugvöllinn, þar sem maður yðar var. — En hann er í Englandi, sagði hún. — Það tæki margar vikur að komast á snoðir um það. — Því miður, frú — það er bezta að- ferðin. En — ef það er aðeins nafnið á flugvélinni, sem þér óskið að fá að vita, hvers vegna spyrjið þér þá ekki mann- inn yðar? Hún lagði tólið hvatlega á. Heimsku- legt skrifstofuþvaður! Hringingin hafði ekki hjálpað henni neitt. Og hún gæti ekki komizt í samband við áhöfnina. Hún þekkti engan þeirra, og Arthur hafði sagt henni, að þeir væru dreifðir um allt land. Seint um daginn hvarf hún aftur til svefnherbergisins og lokaði sólskinið úti. Hún lagðist fyrir í ferstrendum myrkraheimi og lét nokkrar svefntöfl- ur slæva huga sinn. Hún svaf fast og vissi ekki af sér frá því augnabliki, að hún lagði höfuðið á koddann. En henni virtist það aðeins nokkrum andartök- um síðar, þegar eitthvað kom henni til að hrökkva við. Hún settist upp og varð ljóst, að það var síminn, sem hringdi. Það var dimmt úti. Arthur hringdi frá flugvellinum. Hann virtist kátur í bragði og sagði, að þau sæjust aftur næsta kvöld. Hún var enn undir áhrifum svefntaflnanna og muldraði eicthvað óskiljanlegt. Hann virtist ekki taka eftir því. Hún lagði tólið á og féll aftur á bak í rúminu og dró teppið yfir sig. Er hún opnaði augun seint morgun- inn eftir, tók nún eftir kyrrðinni. Fugl- arnir sungu í trjánum, og hún gat heyrt að garðyrkjumaðurinn var að klippa limgerðið. Hún fór á fætur og klæddi sig í slopp- Síðan skildist henni allt í einu, hvers vegna húsið var svona kyrrt. Það var fimmtudagur, frídagur vinnukonunnar. Hún yrði alein í margar stundir, og það var enginn að tala við, enginn til að vernda hana. Hvernig gat Arthur þó verið svona grimmur? Frú Dunning reikaði um stofurnar. Loftið var heitt og þungt. Hún gekk inn í bókaherbergið og hringdi í númerið á skrifstofu manns síns. Konurödd svaraði: — Cross & Dunn- ing. Frú Dunning stirðnaði. Hún þekkti ekki röddina. Hafði Arthur fengið nýj- an einkaritara? — Halló, sagði hún. — Við hvern tala ég? — Einkaritara hr. Dunnings, svaraði ungleg röddin. — Þér talið við frú Dunning. Hvað heitið þér? — Carolyn. Carolyn Sharpless. Rödd- in virtist hissa. Laug hún? Hafði Arthur fengið hana til að nota annað nafn? Paul var ef til vill líka með þeim í ráðabrugginu? — Ég vil gjarnan tala við hr. Cross, sagði hún. — Augnablik. Það varð stutt þögn, síðan heyrðist smásmellur. — Lenore! hrópaði Paul hjartanlega. — Hvernig líður þér? — Takk, dálítið betur, Paul. Hvernig hefur þú það? — Ágætt. Ég var í heilbrigðisskoðun í síðustu viku. Læknirinn sagði, að ég hefði heilsu eins og maður um þrítugt. — Paul, sagði hún varfærnislega, er maðurinn minn þarna? — Arthur? Hefur hann ekki sagt þér það? Hann neyddist til að fljúga til Mexico City í gærkvöldi. — Ó, jú, jú, jú auðvitað hefur hann sagt mér það. Hann hlýtur að halda, að 38 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.