Fálkinn


Fálkinn - 04.09.1963, Blaðsíða 31

Fálkinn - 04.09.1963, Blaðsíða 31
Sýsliimanusíriiin Framhald ar bls. 21. ur til sjónar, ef skyggnzt er í forn gögn. En það þarf ekki að leita lengi í forn- um gögnum sögulegum úr Rangárþingi, til að finna jafnframt einkenni skap- mikilla kvenna, er sátu sess sinn af skörungsskap og voru ráðkænar við hverja atlögu, gegn hvaða valdi sem var, hvort heldur það var andlegt eða veraldlegt, ef þeim þótti það misbjóða sér og rétti sínum. Þær voru ekki í neinu síðri Bergþóru á Bergþórshvoli eða Hildigunni í Hvítanesi, þegar þær beittu áhrifum sinum, ráðum eða valdi. Hér verður sagt frá einni slíkri konu úr Rangárþingi, þó mistur aldanna hafi hulið hana að mestu sýnum og af henni séu ekki varðveittar, nema fáar sagnir. 2. Skömmu eftir 1400 fluttist austur í Fljótshlið í Rangárþingi ríkur höfðingi úr fjarlægu héraði. Erlendur Narfason frá Kolbeinsstöðum vestra. En hann var kvæntur konu úr Fljótshlíð, ríkri og göfugri. Hún hét Hallbera Sölmundar- dóttir og var borin til arfs í Teigi í Fljótshlíð. En á æskuárum hennar geisaði á fslandi skæðasta sótt, er nokk- urn tíma hefur herjað hér á landi. Svartidauði varð svo skæður, að hann gjöreyddi sumum sveitum landsins. í Fljótshlíð var mikill manndauði og svo skæð varð sóttin í frændgarði Hallberu, að hún erfði ekki einungis foreldra sína Kæri Astró. Mig langar til að spyrja þig hvað bíð- ur mín í framtíðinni og ástarmálunum. Á ég eftir að giftast? Þekki ég hann? Eignast ég mörg börn? Ég er fædd klukkan 15,15. Vonast til að fá svar fljótt bréflega ef hægt er. Gjöra svo vel að birta ekki fæðingardag, mánuð, ár og stað, ef þetta kemur í blaðinu. Kærar þakkir fyrir fram. Snibba. Svar til Snibbu. Ástamál þín falla undir áhrif Fiskamerkisins þangað til að hjónabandi kemur en þá tekur merki Hrútsins við á geisla sjöunda húss. Merki Fiskanna á ástarævintýrin valda því að þú gerir þér yfirleitt of háar vonir um þau tækifæri sem þér bjóðast á þessum sviðum, jafnvel þann- ig að piltarnir kunni að misnota sér skýjaborgir þínar ef þeir eru ekki nægi- lega vandaðir og þroskaðir. Af þessum sökum eru allar horfur á því að þú get- ir orðið alloft fyrir vonbrigðum, og ætt- ir því að leitast við að gera þér gleggri grein fyrir öllum aðstæðum. Þegar til giftingarinnar kemur þá fell- ur hjónabandið undir merki Hrútsins, sem bendir til þess að allmikil hugsjón ríki í sambandi við ástamálin og gift- inguna, en hagsýni þarf að gæta, þegar til kastanna kemur. Vissar tegundir heldur frændur alla, og eignaðist allar bændaeignir í sveitinni. Það var því mikill auður í garði í Teigi í búskapar- tíð Erlendar og Hallberu. Þau Hallbera og Erlendur eignuðust son, er var vatni ausinn hinu forna nafni langfeðga sinna, og nefndur Erlendur. Hann varð snemma mannvænlegur og var komið til náms í Skálholt. Hann gerðist sveinn Gottsveins biskups og var í miklu áliti og talinn vænlegur til höfðingja. í þennan mund var kirkju- prestur í Skálholti síra Sveinn Péturs- son, er hlaut snemma viðurnefnið hinn spaki, sakir mennta sinna og spádóms- vísinda. Um hann er mælt, að hann hafi skilið hrafnamál eða jafnvel haft sagnaranda í hrafnslíki. Svo bar við vetur einn, sennilega 1444, að síra Sveinn bjóst til embættisgjörð- ar að Torfastöðum. Fékk hann til fylgd- ar með sér Erlend Erlendsson frá Teigi í Fljótshlíð. Lögðu þeir upp frá staðn- um í Skálholti í heldur tvísýnu veðri. Segir ekki af ferðum þeirra fyrr en þeir komu í hóla nokkra skammt fyrir sunn- an Hrosshaga. Brast þá á foráttuveður með byl og snjókomu mikilli. Eftir veð- urákomuna misstu þeir prestur og Er- lendur brátt áttir, og vissu vart um stund hvert þeir héldu. Sáu þeir brátt ekki annað ráð vænna, en að láta fyrir- berast í snjóskafli og þrauka þar af veðr- ið, ef kostur yrði. Grófu þeir sig því í snjó og hugðust þar bíða átekta. Köld varð þeim vistin í snjónum og fór svo brátt, að Erlendur kólnaði mjög og tók jafnvel að kala. Presti leizt ekki á blikuna, en varð hvergi ráðalaus, tók hins kynsins virðast hafa fremur sér- stætt aðdráttarafl eða hrifningaráhrif og sé ekki sjálfstjórnar gætt, verður ekki auðvelt að standa gegn tilhneigingu til stofnunar ástasambanda, sem ekki geta talizt skynsamleg, þar eð þau geta verið hindrun fyrir möguleikum þínum hjá öðrum, sem betur mundu reynast í raun og veruleika. Hætt er við að ástamálin og hjónabandið verði ekki ávallt sem friðsælast, þar sem makinn mun að öllum líkindum vera mjög atorkumik- ill og athafnasamur, og það getur rek- izt á persónulega löngun þína til að ganga að hlutunum á rólegan og hávaða- lausan hátt. Sérhver tilraun makans til að ráða yfir þér munu valda árekstrum og geðsveiflum. Mestar líkurnar eru fyrir. því að gift- ing verði þegar þú ert 22—23 ára og hjónabandið mun endast vel og lengi innan þeirra takmarka, sem áður er rit- að. Það eru líkur til þess að þú þekkir tilvonandi eiginmann, þinn nú þegar. Um barneignir er það að segja, að þær falla undir fimmta hús, en á geisla er merki Fiskanna, eins og áður er drepið á. Þykir það merki^vera í frjó- samara lagi, þannig að þú mátt búast við að eignast um 5—6 börn. Eiginmaður þinn mun vera fremur athafnasamur maður í framgöngu gæti til að þæfa Erlend til hita. Erlendui sig illa, og uggði þess mjög, að hann kæmist lifandi úr þessari þrekraun. Prestur var hvergi kvíðinn, og bað hann bera sig karlmannlega: ,,Þvi gott kemur hér á eftir og verður okkar önnur ævi, þá ég er orðinn biskup í Skálholti. en þú færð dóttur Þorvarðar ríka á Möðru- völlum og húsfrú Margrétar.“ Erlendur mælti: „Það má vel ske, að þér verðið biskup i Skálholti, en það verður aldrei, að ég fái svo ríka og vel borna konu, svo fátækur sem ég er hjá henni.“ „Efa þú aldrei guðs miskunn," sagði prestur, „því svo mun verða sem ég segi og það er til merkis, þá þú ríður til kaupa, mun koma slík helliskúr, að menn munu varla þykjast muna slíka.“ Að morgni létti upp hríðinni og fóru þeir prestur og Erlendur til Torfastaða, og sakaði þá lítt næturvolkið. Spádómar síra Sveins komu fram. Hann varð biskup.í Skálholti og þótti heldur lítill fjárgæzlubiskup, en vitur og vinsæll. En það er af Erlendi að segja, að hann hóf búskap á Hlíðarenda í Fljótshlíð og fékk til kvonar Guðríði Þorvarðardótt- ur, Loftssonar hins ríka á Möðruvöllum. En móðir hennar var Margrét Vigfús- dóttir hirðstjóra Hólms ívarssonar. Var það langgöfugasta kvonfang á íslandi í þann mund. Erlendur varð sýslumaður í Rangárvallasýslu og umboðsmaður Merkur- og Skógaeigna. Varð það mjög um svipað leyti, að síra Sveinn varð Framhald á næstu siðu. jafnvel verið fæddur á tímabilinu frá 21. marz til 20. apríl eða undir merki Hrútsins. Þó er þetta að mörgu leyti ekki æskilegasta mannsval þitt. Það mundi vera undan merkjum Sporðdrek- ans frá 24. okt. til 22. nóv. og Fiskanna frá 20. febr. til 20 marz. Þessi merki eru í meira samræmi við innra eðli þitt. Það eru talsverðar líkur til þess að þú komist til talsverðra metorða og á- skapir þér gott álit. Athyglisvert er hve margar plánetur þú hefur í níunda húsi, sem stendur fyrir trúarbrögð og heim- speki eða æðri hugsun. Það eru því miklar líkur fyrir því að þú eigir eftir að starfa eitthvað á vegum félaga, sem hafa eitthvað slíkt á stefnuskrá sinni. Þú gætir notað heimili þitt í sambandi við þetta og þar mun talsverð félags- starfsemi eiga sér stað. . . Máninn í áttunda húsi bendir til þess að þú sért nokkuð sálræn í þér og þú ættir að leggja rækt við að muna drauma þína, því þeir hafa oft boðskap að flytja þér um ókomna atburði. FÁLKINN 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.