Fálkinn


Fálkinn - 04.09.1963, Blaðsíða 25

Fálkinn - 04.09.1963, Blaðsíða 25
og drynjandi rödd hans svaraði frá stéit- inni fyrir utan. Ég sendi Önnu tvisvar niður enn til að sækja kaffi, og loks var ég klædd og greidd og tilbúin og heimurinn synti enn blíðlega bak við tjald óeðlilegrar með- vitundar minnar. „Nú náum við í barnið," sagði ég og hélt af stað til barnaherbergisins. „Hlífðu honum, Phaedra," sagði Anna blæbrigðalausri röddu. „Hann steinsef- ur. Hvers vegna skyldir þú vekja hann?“ Ég gekk áfram, öxl mín rakst við og við í vegginn, augu mín hvíldu á hurð barnaherbergisins. Dauft ljós skein gegnum þverslána. Barnfóstra hans var vakandi. „Klæddu hann,“ sagði ég og settist niður á lítinn stól. „Ef þú ert einhvers nýt, ættirðu að geta það án þess að vekja hann.“ Hún nuddaði augun og starði á mig, en sjón min var of döpur til að sjá svip hennar. Svo flýtti hún sér og fann föt handa Dimitri. Anna hjálpaði henni. Hann byrjaði að vola, en vaknaði brátt alveg og var hinn fjörugasti. „Erum við að fara í ferðalag, mamma?“ spurði hann innan úr nær- kufli sínum. „Með flugvél?“ , Ekki með flugvél, engillinn minn. Kannske seinna. Klæddu þig nú fljótt.“ „Kemur pabbi með okkur?“ „Ég veit það ekki, elskan. Flýttu þér.“ „Og stóri bróðir minn, kemur hann með okkur?" Eg neri augun og reyndi að sjá í dimmu næturljósinu. „Kannske, litli dréngur. Kannske.“ „Get ég tekið litlu kaninuna með?“ »Já.“ „Og gula bílinn? Og tigulsteinana? Hvert erum við að fara, mamma? Ætl- arðu að kaupa handamér ný leikföng þar?“ „Þú skalt fá allt. Taktu það, sem þú vilt.“ Að lokum var hann tilbúinn og ég varð glöð að geta staðið á fætur. Anna leiddi hann áfram og stóri sjómaðurinn kom út úr dimmu horni og hélt um oln- boga minn um leið og við fórum niður stigann. Vindurinn ýlfraði og vældi gegnum trén, píndi þau og allt sem varð á vegi hans. Við börðumst í áttina að bryggj- unni álút. Kaldur gusturinn hjálpaði til að gera mig svolítið skýrari í kollin- um. „Hvaða bátur?“ spurði ég sjómann- inn. „Sá sami,“ sagði hann stuttaralega og fór með okkur niður að litlu höfninni, þar sem hann var. Hin hljóta að hafa notað nýja, litla eldibrandinn hans Andreasar. Við klifruðum upp i og barnið sat næst mér, upprétt og vel vakandi i þreifandi myrkrinu. Anna klifraði lika upp í og settist fyrir aftan okkur Ég reyndi ekki að stöðva hana. Sjómaðurinn vtti og ýtti og brátt flutum við á bán' 'm var óróleg jafn- vel á grynningunum. Hann klifraði upp i »,a _____ Dimtiri litli hjúfraði sig þétt upp að mér og ég hvíldi verkjandi og sundl- andi höfuð mitt á hans höfði og reyndi að verða ekki vör við hin hræðilegu háu stökk og svimandi brunið niður á við og vatnsvegginn, sem alltaf öðru hverju virtist gnæfa hundruð metra yfir hvasst stefni skipsins og hótaði að gleypa okk- ur. „Hvers vegna drukkna skip ekki eins og fólk?“ Rödd Dimitri litla var mjó og skræk í öskrandi hávaðanum og ég gat ekki stillt mig um að hlæja. „Stundum drukkna skip líka.“ „Drukknar þetta? Mamma — ef það drukknar, eigum við þá að synda? Ég get synt í kafi og flotið og synt á bak- inu!“ Anna baðst fyrir, upphátt og ákaft. Risastór alda reis fyrir framan okkur og var hol í miðjunni eins og hún væri að búa sig undir að gleypa okkur í magann. Svo hvarf hún. „Mér líður undarlega," sagði barnið og geispaði langdregið og ofsalega. Höf- uð mitt fylgdist með bylgjunum og ég óskaði þess, að barnið sofnaði og leyfði mér að blunda líka. Ég var hrædd um, að hann yrði veikur. Hann muldraði eitthvað, sem ég gat ekki heyrt vegna sjávarins. Ég þrýsti honum þéttar að mér og lét hann svo hvíla höfuðið í kjöltu minni. Hann var steinsofnaður eftir augnablik, og komst hjá hryllingi og viðbjóði og gremju eins og börn ein geta. Ég hélt áfram að vera vakandi á þröskuldi djúprar gjár svefnsins. Ég gat ekki einu sinni hætt á að loka augunum vegna ótta um að falla of djúpt í með- vitundarleysi. Himinninn var eins úfinn og sjórinn. Miklir skýjabólstrar rákust saman og köstuðu eldingum hver á annan. Storm- urinn var einnig á báðum áttum og gat ekki tekið ákvörðun um að Ijósta. Ég gat séð, að ekki langt í burtu rigndi ofsalega og hlustaði á þrumuna velta niður ólgandi flöt sjávarins og beið eftir flóðinu. Skyndilega komu ljósin i Pireus i ljós, þunnt óvisst hálsmen, sem hvarf í öldurnar og birtist aftur. Á því augna- bliki brustu skýin yfir höfðum okkar og rigningin hvolfdist niður. Sjómaðurinn hrópaði eitthvað og Anna barðist við að komast til hans, og þau hrópuðu hvort á annað, þangað til Anna skildi að lokum Þá var Dimítri litli vaknaður og grét beizkleoa að hann væri blautur og kaldur og að sig .L.ÍÍSÍ.ÖJ aenn og livar, ó, hvar vai panv fósíran hans? Anna klöngraðist yfir sætin og kom til okkar og fleygði stóru illalyktandi plastikfati yfir barnið og mig og settist svo við hliðina á honum og hélt um sinn enda á stórri vatnsheldri yfirhöfn- inni og baðst fyrir upphátt. Dimitri grét og mig langaði til að gráta líka, en ég gat það ekki. Þótt ég reyndi eins og ég gat, héldu augu mín áfram að vera þurr, börðust við að einblína á Ijósin í landi, sem nálguðust. Ferðalagið líktist jafnvel frekar mart- röð, þegar við vorum komin í sund- færi við ströndina. Aðrir bátar sem höfðu slitnað frá skipsfestum sínum, virtust berjast við að verða fyrir okk- ur. Skæru leitarljósi var beint að okk- ur og í geisla þess sá ég þétt regntjaldið og ákveðið traustlegt bak Alexanders sjómanns, en vöðvar hans þrútnuðu óg- urlega við votan vefnað treyju hans um leið og hann hélt um stýrið eins og grimmur dauðinn. Ég held það hafi tekið lengri tíma að fara síðasta stutta áfangann heldur en allan hinn hluta leiðarinnar. Við virt- umst hrekjast á bakborða og stjórn- borða, upp og niður og rákumst á aðra báta og einu sinni á dufl, sem hafði nærri hvolft okkur. Rigningin var ekki eins ofsafengin eins og hún var stöðug, og verkjandi, deyft höfuð mitt var nú blautt inn að höfuðleðri. Dimitri grét hljóðlega og faldi höfuð sitt í kjöltu minni; tár hans gegnbleyttu föt mín. Ég heyrði Alexander bölva upphátt, og skyndilega vorum við komin. Vélin stöðvaðist og ég heyrði raddir hrópa f myrkrinu, og áður en leið á löngu vor- um við komin úr rigningunni inn í blessað heitt skýli skipabryggjunn&ir. Anna bar Dimitri, sem lagði höfuð sitt við öxl hennar og lokaði augunum fast. Hár hennar var úfið og óreglulegt, augu hennar grimmdarleg og rödd hennar skipandi. Ég sökk í hægindastól og hneigði höfuð mitt og bað um styrk til þess, sem eftir var ferðar minnar. Þar sem kjóll minn var blautur, var silkið, sem var á litinn eins og ferskja, dökkt og hrukkað og ég vissi, að svona var engin leið að koma fram fyrir fólk, en allt, sem ég gat hugsað um, var, hvernig ég gæti fengið skýrari sjón og höfuð mitt stöðugt og maga minn til að gera ekki uppreisn gegn lyfinu og kaffinu og ólgandi sjónum. Brátt kom b!" og Alexander kom því Framhald í næsta blaði. 25 Sagan um Phaedru hefur verið kvikmynduð með hinni frægu grísku leikkonu í titilhlutverki, Melinu Mercouri. — Myndin verður sýnd í Tónabíói strax og sögunni lýkur hér í blaÖinu. FALK I NN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.