Fálkinn


Fálkinn - 04.09.1963, Blaðsíða 24

Fálkinn - 04.09.1963, Blaðsíða 24
sagði hann, „en ég skil ekki fyrri spurn- ingu yðar.“ „Maðurinn minn,“ sagði ég og lét höf- uð mitt falla aftur á koddann. „Maður- inn minn og hin. Sonur hans líka. Hver fór með þau?“ „Ég veit það ekki. Ég var heima að borða kvöldverð. Ég bý í þorpinu.“ Er hraðbáturinn þarna úti?“ spurði ég og fannst erfiðara og erfiðara að tala. Pillan hlýtur að hafa verið sér- staklega sterk. „Það held ég.“ Ég horfði á hann og velti því fyrir mér, hvers vegna hann héldi ekki á- fram að segja ,,frú“, og hvers vegna andlit hans væri svo hörkulegt. Anna nálgaðist hann og kom við handlegg hans. „Frú Phaedra er veik,“ sagði hún, rödd hennar var blíð, en þó skipandi. „Það væri bezt fyrir yður að fara heim núna.“ ,,Nei!“ hrópaði ég og reis upp í rúm- inu. „Hann á ekki að fara!“ Ég sveiflaði fótunum niður á gólf. „Hann á að vera hér kyrr og bíða eftir fyrirskipunum.“ Ég stóð upp og fannst herbergið riða. „Ég fer til Aþenu líka.“ Ég lagði af stað að skápunum en leiðin var of löng og ég settist niður á stól. , Þér verðið að fyrirgefa mér,“ sagði ég við manninn, sem enn stóð í miðju herberginu, hörkulegur og þungbúinn. „Ég er ekki veik, en ég tók eitthvað inn. „Ég gat ekki séð hann mjög greini- lega oa éa geyspaði ofsalega og lang- 2) aði til að loka augunum. „Það er að segja, hún gaf mér eitthvað .. Anna var við hliðina á mér. „Stanz- aðu, Phaedra. Þú verður að hvíla þig. Stanzaðu!“ Ég starði á hana og velti því fyrir mér, hvers vegna hún hefði aldrei not- að þennan tón við mig fyrr. Hann var reyndar áhrifamikill og mig langaði til að hlýða. „Allt í lagi,“ sagði ég og hallaði mér að öxl hennar. En á því augnabliki gerði maðurinn sig líklegan til að hreyfa sig og ég minntist tilgangs míns. Ég verð að finna þau. Þau voru í Aþenu — þau vpru að leita að mér í húsinu, leituðu að mér í auðum herbergjunum, áfjáð í að færa mér hinar sviksamlegu fréttir þeirra. .. . „Þér eigið að bíða,“ sagði ég honum yfir öxl Önnu. „Eftir skamma stund verð ég tilbúin, og þá farið þér með mig til Aþenu ...“ Rödd mín hljóðnaði þreytulega og ég staulaðist yfir riðandi herbergið að rúmi mínu. Þegar ég var einu sinni setzt, sagði ég þessari titrandi mynd í dyrun- um að fara út fyrir og bíða. Hann fór út og lokaði hurðinni á eftir sér. „Farðu og náðu í barnið," sagði ég við Önnu. „Dimitri?" Hún tók andköf. „Hvers vegna?“ „Náðu í hann, sagði ég. Hann á að fara til Aþenu með mér .. .“ Ég stóð á fætur og herbergið snerist „Og náðu í sterkt kaffi handa mér. Fljótt nú!“ Hún hvarf. Ég gekk að skápnum og með mikilli umhyggju valdi ég kjól. Hann var splunkunýr og mjög indæll. Ég fann vel fyrir honum og naut mjúks silkis hans og fallegra lita, sem voru eins og ný ferskja, líkami minn var of þungur og undir of miklum áhrifum lyfsins til að ég gæti skipt um föt hjálp- arlaust. Ég hugsaði óljóst, að ég væri heppin að vera undir svo miklum áhrif- um, að ég fann ekki fyrir neinu nema tilgangi mínum. Ég var raunverulega steinsofandi með augun aðeins opin. Anna kom með kaffið. Hún var þögul og augu hennar voru ekki rauð lengur. Hún hlýtur að hafa tekið þá ákvörðun að skilja sig frá mér algjörlega. Ég drakk hið sjóðandi kaffi og sendi hana niður eftir meiru. Ég var enn inni í skápnum. „Og náðu í barnið mitt,“ bætti ég við. „Segðu barnfóstrunni að klæða hann.“ Hún vakti mig, þegar hún kom aft- ur. Ég drakk beizkar dreggjarnar og tuggði kornið. Svo stóð ég á fætur. Aftur snerist heimurinn í hring og stöðvaðist loks hikandi og óstöðugur. Þetta tók allt mjög langan tíma. Ég hélt áfram að sofna og vakna aftur, þrákelkni mín nú var ekki annað en dýrsleg þrjózka, sem snerti tilgang minn lítið. Ég vissi, að ég varð að kom- ast til Aþenu — til þeirra, til Alexis og til Thanosar. Einu sinni kallaði ég til sjómannsins i-Ai k irsiM

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.