Fálkinn


Fálkinn - 04.09.1963, Page 18

Fálkinn - 04.09.1963, Page 18
LIILA SAGAIM EFTIR WILLY BREIIVHOLST Herramannsmatur í gamla daga snæddu hinir kúguðu leiguliðar nær ein- göngu vatnsgraut. Matseljan setti stóra skál á borðið og f jölskyldan tók sér sæti við það og spændi upp í sig graut- inn af leirdiskunum. Þegar því var lokið þurrkaði hún spænina á erminni og stakk þeim upp undir loftbjálkana í borðstofunni. Vatnsgrautur var tákn fátæktarinnar. Til allrar hamingju breyttust tímarnir og í stað vatns- grautarins kom hamborgarhryggur, uxasteik og Lundúna lamb. En upp á tíðkastið eru menn farnir að virða vatns- grautinn og er hann hafður í hávegum, þótt nú sé góð- æri í landi. Á heimili mínu var til dæmis vatnsgrautur á mánu- dögum og föstudögum. Stór skammtur handa hverjum með kanel og sykri og heilt stöðuvatn af íslenzkri ágætri hyrnumjólk. Þetta var herramannsmatur. Og á miðvikudögum stakk Marianna höfðinu inn í vinnuherbergi mitt og spurði, hvaða mat ég vildi borða um hádegið. — Vatnsgraut, sagði ég. Og svo fengum við vatnsgraut, hollan og góðan vatns- graut, sjóðandi heitann beint úr pottinum. Og þegar ég ýtti diskinum frá mér, var ég svo saddur, að ég hefði al- veg eins getað verið að standa upp frá ríkulegu jólaborði eða köldu borði á einhverjum veitingahúsinu. Aðalatriðið er, að maður verði saddur. Þegar við settumst að borði, hreyfði Benni litli mót- mælum. — Æ, vatnsgrautur, sagði hann, — aftur. — Það sem er nógu gott handa móður þinni og föður ætti að vera nógu gott í þig, sagði ég alveg eins og feður segja yfirleitt við börn sín, ef þau leyfa sér að gagnrýna matinn. Og ég hélt áfram í sama tón: — En þú vilt hann ekki, þá getur þú svosem vel látið hann vera. Það er ekkert annað á borðum. Þá náði strákur í sykurkarið, stráði sykri á, og tók að spæna í sig grautinn. — Nei, sagði Marianna, og leit á diskinn sinn, en hún hafði ekki hreyft við matnum, — ég kem honum ekki niður. — Láttu hann þá vera, sagði ég, þú bíður ekkert tjón af því að missa svosem eitt eða tvö pund. Ef þú vilt hann ekki, þá láttu mig hafa hann. Þesum góða mat skal sko ekki verða hent. Þá byrjaði hún að nartaí hann, — ég segi narta, því að með hverri skeið varð hún að hafa jafnt af mjólk og graut og síðan einn góðan sopa af mjólk. Á þennan hátt heppn- aðist henni að ljúka við grautinn á rúmum hálftíma. — Takk fyrir matinn, sagði Benni eins og hann ætlaði að kasta upp, síðan flýtti hann sér í burtu. — Ojbara, sagði Marianna, og ýtti disknum frá sér. Framh. á bls. 30. 18 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.