Fálkinn


Fálkinn - 04.09.1963, Blaðsíða 35

Fálkinn - 04.09.1963, Blaðsíða 35
□TTÓ DG BRÚÐUR SÆKDNUNGSiNS Vopnaðir stríðsmenn birtust frá öllum hliðum. Ottó og Danni áttu ekki annarra kosta völ en stíga af baki. „Við förum með þá til búða,“ sagði skeggjaður hermaður. „Þeir eru eitthvað á snærum þessara vikinga, auðvitað," Við erum það ekki,“ mót- mælti Danni reiðilega. „Segðu húsbóndanum það,“ svaraði mað- urinn glottandi. „Við tökum örina seinna, þegar við erum komnir til búða.“ Hópurinn umkringdi fangana tvo og hélt í öfuga átt við „Sigurhæðir. „Öll áætlun okkar hefur farið út um þúfur,“ andvarpaði Ottó. „Ég vona bara, að Ari frændi hafi ekki beðið eftir mér og hafi reynt á eigin spýtur að frelsa Karen.“ Hann stundi, er hann -fékk kvalir í sárið í öxlinni. „Ræningjar? Þeir töluðu um húsbónda .. „Aha,“ þrumaði Ari um leið og hann og menn hans streymdu inn í kastalann. „Þetta er líf. Ottó frændi verður glaður og undrandi, þegar ég kem með stúlkuna.“ Hópur hermanna var staðsettur i nágrenni við herbergi Karenar. Eðvald og menn hans. Hinn slóttugi hjálparmaður Eberharðar, sem hafði vitkazt á reynslu sinni. Hann hafði vakandi auga á stúlkunni, svo að henni væri engrar undankomu auðið. „Hvaða hávaði er þetta?" urraði hann og stökk á fætur. „Það er Sigurður Víkingur kom- inn aftur,“ stakk einn manna 'hans upp á. Eðvald dró tjaldið til hliðar og gægðist út. Sér til undrunar sá hann gestgjafa sinn frá fyrra kvöldi, nú í fararbroddi árásarliðs. Eðvaldur, Hjálparhella Eberharðar, dró höfuðið skjótt til baka. En ekki fyrr en Ari hafði séð hann. „Þorpari. Svikari," æpti hann og hljóp í tjaldið í von um að koma Eðvaldi að óvörum. En á þessu augnabliki grófst Ari undir þungu tjaldi, sem Eðvald hafði rifið úr henginu. „Fylgið mér,“ kalláði Eðvald til manna sinna. þeir stukku yfir likamann, sem lá á gólfinu, og skiptust á höggum við menr. Ara. Eftir augnablik hafði gamli maðurinn losað sig og skarst i leikinn. Ari reyndi s.ialf- ur að komast í færi við Eðvald og var brátt kominn i hörku bardaga við hann. Eðvald sá brátt, að Ari var ekki andstæð- ingur til að leika sér að. Eðvald vonaði bara að hann gæti dregið bardagann á langinn, þangað til Sigurður Víkingur og menn hans kæmu aftur. Eðvald ginnti andstæðing sinn lengra og lengra frá herbei'ginu, þar sem Karen var höfð í haldi. FALM NN 35

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.