Fálkinn


Fálkinn - 04.09.1963, Blaðsíða 30

Fálkinn - 04.09.1963, Blaðsíða 30
 '/!{/ ^efijre DD qd Einangrunargler Framieitt einungis úr úrvals gleri. — 5 ára ábyrgð. Pantið timanlega. KORKIDJAIM H.F. Skúlagötu 57. — Sími 23 200. Shoor CrtnJbS. snvxnrM ER KJORINN BÍLL FYRIR ÍSLENZKA V. .. RYÐVARINN. RAMMBYGGÐUR, AFLMIKIIL OG ÓDÝRARI TÉKHNE5KA BIFREIÐAUMBOÐIÐ VONARSTHíTI 12. SÍMI 378ÍI 8 og 16 mm filmuleiga Kvikmyndavélaviðgerðir Skuggamyndavélar Flestar gerðar sýningarlampa Ódýr sýningartjöld Tiimuíím og fl. Lj ósmyndavörur Filmur Framköllun og kópering Ferðatæki (Transistor). FILMUR OG VÉLAR Freyjugötu 15 Sími 20235 Kveniial»úr — ' iamhald at bls. 17. ferðalag til Evrópu. Þær eru þrátt fyrir allan íburðinn ekki eins blindaðar af einka svefnherbergi hans og þær voru í fyrstu, en svefnherbergi hans er klætt dýrindis pelsum og hann sefur í rúmi Loðvíks XVI, sem klætt er demöntum. Og honum myndi ekki falla það vel í geð, ef ein þeirra stælist úr hópnum og gæfi blöðunum nákvæma skýrslu um lífið í arabisku kvennabúri og um duttl- unga herra þess. Kveii|>j»ftin Framhald af bls. 23. hverri umf., þar til 64 1. eru á. Þegar síddin er 28 cm eru felldar af 2 1. í byrjun hverrar umf., þar til 16 1. eru eftir. Fellt af í einu. Frágangur: Allt pressað léttilega nema brugðningar. Saumið saman axla- hliða- og ermasauma. Festið ermarnar við bolinn. Snúið réttunni upp og takið upp 65 1. í hálsmálinu á prj. nr. 3. Prjónið 2% cm brugðningu. 1 sl. 1 br. Fellt af slétt og brugðið. Snúið réttunni upp og takið upp 93 1. meðfram kantin- um á vinstri boðang. Prjónið 3 cm brugðningu, 1 sl 1 br. Fellið af slétt og brugðið. Gerið eins á hægri boðangi, búið til 5 hnappagöt, þegar brugðningin er 1 cm breið. Hnappagötin eru prjónuð þannig frá neðri brún: Prjónið 4 1. fellið 3 1. af ★ prjónið 17 1., fellið 3 1. af ★. Endurtekið frá ★—★, þar til komin eru 5 hnappagöt. í næstu umf. eru fitjaðar upp á ný þessar 3 1., sem felldar voru niður. Fellt af slétt og brugðið, þegar brugðningin er 3 cm breið. Hnappar saumaðir í. Allir saúmar pressaðir. Athugið: Peysu þessa er hægt að nota á drengi. Þá eru hnappagötin prjónuð á vinstri boðang. Á valili Framhald af bls. 13. þyrfti að kæla sig. Á síðustu sekúnd- um var eins og eitthvað brysti í heila hans, og hann óð til baka. — Svona getið þér ekki hagað yður hrópaði lögregluþjónninn til hans. Della, sagði Morty. Ég er búinn að sýna, að þetta er hægt og það eru ekki til nein lög, sem banna fólki að gera það. Maður gæti haldið, að þetta hefði verið endirinn á þessari sögu. Þarna stóð hann gegnvotur og varð að athlægi og innan skamms myndi þetta verða komið út um allan bæ. En eitthvað hafði farið aflaga í heila Mortys oftar en einu sinni. Hann reikaði inn í anddyri gistihússins og að blómasöl- unni. Þar dró hann tvo blauta pund- seðla upp úr vasanum og keypti tvæ. tylftir af rauðum rósum. Harm hljóp að lyftunni með þær í fanginu og fór upp á herbergi 303 og skildi eftir sig vota slóð. Hann barði að dyrum og þegar Estella lauk upp, rétti hann henni rósirnar og sagði: — Mademoiselle, fegurð yðar og gáf- ur hafa gjörbreytt lífi rnínu. Ég elska yður nú og um alla eilífð og sama er, hvert þér farið — til Parísar, Róm eða New York — ég kem á eftir yður. Viljið þér giftast mér? Já, náunginn hafði gott útlit og hann var bezta skinn, og alla vega var hann ekki fær til þeirrar vinnu, sem hann hafði valið sér. Og hún var kona og það voru íil svo margar leiðir að hjarta konunnar, að Morty hlaut að hafa heppnina einhvern tíma með sér. Það hafði hann líka í þetta sinn. Hún sagði bara: — Komdu inn fyrir og farðu úr blautum fötunum, meðan ég blanda þér einn whiskey. LITLA SAIiAAÍ Framhald af bls. 18. — Verði þér að góðu, sagði ég og stóð upp. Aftur í dag, stakk Marianna höfðinu inn í vinnustofu mína og spurði: — Hvað viltu borða í hádegismat? — Tja, sagði ég, og var hugsi, hvað skal snæða? Ég get annars ekki afráðið það á hverjum degi. Þú verður að koma með einhverja hugmynd. Það ert jú þú sem ert húsmóðirin og átt bæði mat- reiðslubók og eldhús. Hún klóraði sér í hnakkanum. — Hvað segirðu um vatnsgraut? — Allt í lagi, sagði ég, við skulum borða vatnsgraut. Svo fengum við vatnsgraut. Benni stóð upp frá borðum um leið og Marianna gekk inn með grautarskál- ina. — Takk fyrir matinn, sagði hann. — seztu, sagði ég, — og borðaðu. Á þínum aldri á maður ekki að fúlsa við matnum. Síðan sneri ég . aér að Mariönnu. Skammtaðu honurr. vel, skipaði ég, hér borða allir vatnsgraut, þegar ég borða vatnsgraut. Það sleppur enginn við það. Ef vil viljum njóta þægindanna og munaðarins, þá verðið þið eitthvað að leggja á ykkur. Réttu mér kanelinn, það er bezt að ljúka viS þetta. — Hvaða dagur er í dag? kveinkaði Benni. — Fimmtudagur, sagði ég, nú verður vatnsgrautur á morgun. Þá loksins höf- um við efni á að fara í langa ökuferð á nýja bílnum okkar. Wiily Brtínholst. Jálkihh tfiýgur út 30 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.