Fálkinn


Fálkinn - 04.09.1963, Blaðsíða 32

Fálkinn - 04.09.1963, Blaðsíða 32
SjslumaiiusfriiÍMt Framh. af bls. 3L biskup í Skálholti og Erlendur fékk Guðríðar. Þau Erlendur og Guðríður á Hlíðar- enda áttu mörg börn mannvænleg. Skulu hér nefnd: Þorvarður lögmaður, Vigfús hirðstjóri og lögmaður á Hlíð- arenda, er hér verður sagt frá. 3. Hólmfríður Erlendsdóttir ólst upp í föðurgarði og naut þeirrar beztu mennt- unar, sem þá hæfði ungum hefðarkon- um. Svo bar við á æskuárum hennar, að faðir hennar fékk til sín skrifara eða svein, eins og tíðkaðist að nefna þá fyrr á öldum. Skrifarinn ungi hét Jón Hallsson. Hann var ekki mikillar ætt- ar,' en búin hinum beztu mannkostum, gáfaður og skáld gott. Hann bar af öðr- um mönnum, hvað snerti alla framkomu og kurteisi. Almannarómur var, að þau Hólmfríður og Jón felldu hugi saman. En aldarandinn var þá, og lengi síðar, að hefðarmeyjar réðu ekki sjálfar gift- ingu sinni, heldur var þeim ráðstafað af foreldrunum og voru giftingar óspart notaðar til að efla veg og áhrif ættar- innar. Hólmfríður Erlendsdóttir var gefin Einari Eyjólfssyni sýslumanni í Dal undir Eyjafjöllum. Einar var sonur Eyj- ólfs lögmanns Einarssonar og af hinum merkustu og beztu ættum. Hann var mikill auðmaður og valdamaður. Senni- legt er, að Einar hafi verið nokkuð eldri en Hólmfríður og hún hafi verið gefin honum ung. Hjónaband þeirra Einars og Hólmfríðar gekk skrykkjótt og end- aði sögulega, eins og brátt verður sagt. Þau eignuðust nokkur börn og skulu hér talin: Eyjólfur í Dal undir Eyjafjöllum, kvæntur Helgu Jónsdóttur biskups Ara- sonar. Sesselja átti Markús Jónsson á Núpi undir Evjafjöllum og Erlendur á Höfðabrekku og Sólheimum í Mýrdal. Svo réðist til, hvort heldur var af ráðum eða áhrifum Hólmfríðar eða af öðrum orsökum, að Jón Hallsson skrif- ari Erlendar á Hlíðarenda, réðist skrif- ari Einars sýslumanns í Dal. Þegar hér var komið sögu, var Jón Hallsson orð- inn þekktur fyrir skáldskap og þótti snjall lagamaður og vel að sér um flesta hlut; Jón biskup Arason telur hann með fremstu skáldum landsins. Hann var mjúkyrtur eins og skáldum er títt og féll vel í geð kvenna. Hann átti nokkur börn, án þess að verða kvæntur Fljótlega eftir að Jón Hallsson kom í Dal, fór rómur að berast út um hérað- ið, að kært væri með sýslumannsfrúnni og Jóni. Hólmfríður fékk orð fyrir að vera stórráð og einráð, en fara lítt þær götur, er bóndi hennar ætlaði henni. Skæðai tungur héldu því óspart á lofti að hún ætti í meira lagi vingott við skrifara bónda síns Fór þó allt með felldu lengi vel, En þar varð, að Einar s^bimaður heilsuna og var lengi 32 FÁLKINN rúmliggjandi og leiddu veikindin hann til bana. Meðan Einar sýslumaður lá rúmfastur, ól Hólmfríður í Dal svein- barn. Var sveinninn vatni ausinn og nefndur Erlendur, hinu forna ættar- nafni langfeðga í móðurætt. Brátt fór það að berast út um Rangárþing og víð- ar, að hin stórlynda sýslumannsfrú í Dal undir Eyjafjöllum, hefði haldið fram hjá manni sínum, og skrifari hans ætti sveininn Erlend. Þessi rómur barst víða og fékk vængi hraðar en margt annað fréttnæmt, og þar kom að hann barst til eyrna sjálfum biskupnum í Skálholti. Þá var biskup í Skálholti Stefán Jóns- son, er nefndur er grjótbiskup. Hann var harður í horn að taka, og ekki sízt, þegar um brot í hjúskaparmálum var að ræða hjá höfðingjum, sem gátu gold- ið heillagri kirkju mikið fé í aflausnir. Var nú ekki um annað að ræða fyrir stórlyndu sýslumannsekkjuna í Dal, en að fara til Skálholts á fund biskups og taka þar skriftir og aflausn fyrir brot sitt. En Hólmfríður í Ðal lét hvergi bugast og fann fljótlega ráð til, að snúa á biskup og skriftafeðurna í Skálholti. Hólmfriður bjóst svo til ferðar til Skálholts. Hún fékk til liðs við sig til ferðar þaulvana ferðamenn og bjó sig að öllu út eins og hún bezt kunni. Segir ekki af ferðum hennar, fyrr en hún kom að torfæru einni, er varð á leið hennar og.ekki var álitleg yfirferð- ar. Voru fylgdarmenn sýslumannsekkj- unnar í fyrstu tvínóna við að koma frúnni yfir. En þá bar þar að förukarl tötralega búinn og að sjá við aldur. Hann tók Hólmfríði í fang sér og sner- ist til torfærunnar, án þess að fylgdar- menn hennar væru búnir að átta sig. En förukarli tókst ekki betur til en svo, en hann missti frúna í torfæruna og við það fléttust mjög upp um hana klæðin og tók karl á Hólmfríði alsberri um mittið eða neðar, að öllum ásjáandi. Þetta þótti auðvitað hin mesta óhæfa, en undir slíkum kringumstæðum var ekkert við slíku að gera. En þrátt fyr- ir slys þetta, kom karl Hólmfríði heilu og höldnu til rétts lands og hvarf síðan á brott og sást ekki meir. Eftir þetta ævintýri gekk ferðin vel til Skálholts. Þegar Hólmfríður Erlendsdóttir kom á fund Stefáns biskups Jónsonar, hélt hún vel á máli sínu og gerði sem allra minnst úr orðrómnum um brot sín í hjúskapnum. Hún hrósaði Jóni Halls- syni á hvert reipi og kvað hann almesta styrktarmann sinn í veikindum manns síns og alls konar búsorgum, er að steðj- uðu. Kvaðst hún fús að sverja fyrir, að aðrir karlmenn hefðu ekki snert sig en maðurinn sinn sálugi og förukarl einn, er sig hefði snert bera við óhapp eitt á leið sinni í Skálholt, að mörgum áhorf- andi. Fór svo að biskup gaf henni eið- inn, Sór Hólmfríður síðan, að enginn hefði snert sig, nema maður hennar og karl sá hinn gamli og tötralegi, er sig hefði borið yfir torfæruna. En reyndar var förukarlinn enginn annar, en Jón Hallsson, hafði hann dulklætt sig og komið fram ráðum, er þau Hólmfríður höfðu bruggað til að snúa á biskupinn og klerkdóminn í Skálholti. Eftir þetta bjuggu þau, Jón og Hólm- fríður, saman í mörg ár og áttu nokkur börn. Jón varð. sýslumaður í Rangár- vallasýslu og fékk til umráða umboð Merkur- og Skógajarða. Hann varð hinn merkasti sýslumaður, einhver merkasti sinnar samtíðar. Til er varðveitt dóma- bók hans rituð á skinn, hin merkasta heimild. Frá hans hendi er varðveitt elzta uppskrift á dánarbúi, sem til er í heilu lagi. Er hún í alla staði hin ná- kvæmasta og sýnir vel, að Jón hefur verið samvizkusamur embættismaður og röggsamur. Eins og áður var sagt, var Jón skáld gott. Til er eftir hann eitt kvæði er nefnist Ellikvæði. Jón Halls- son er fyrsti maðurinn í Rangárvalla- sýslu, er gerði tilraun til að stöðva rennsli Þverár á Fljótshlíðina, en hún eyddi þar löndum mjög. Hann stíflaði Þverá við Markarfljót, svo að hún féll ekki lengur vestur, og dugði það lengi. Jón og Hólmfríður bjuggu í Næfurholti í Landi og síðar í Eyvindarmúla í Fljóts- hlíð. Svo segir sagan, að löngu eftir að eiðurinn góði var svarinn, hafi Hólm- fríður eitt sinn verið stödd í Skálholti, ásamt syni sínum Erlendi Jónssyni, er þá var enn á æskuskeiði. Erlendur var þá úti staddur að athuga ýmislegt er fyrir augU bar nýstárlegt á staðnum, eins og títt er um unga menn. Áður en sveinninn varði, bar að honum ókunn- an mann, er laust har.n kinnhest, og kallaði hann um leið hóruson. Unga manninum varð hverft við þetta eins og vonlegt var, og hvarf þegar hryggur á fund móður sinnar og sagði henni, hvað orðið hefði. Er þá mælt, að henni hafi orðið svo mikið um þennan atburð, að hún meðgekk allt fyrir biskupi og tóku þau Jón og Hólmfríður aflausn af bisk- upi og giftust síðan. Sé sögn þessi rétt, hafa þau Jón og Hólmfríður orðið að gjalda Skálholtsdómkirkju stórfé í sekt- ir og getur það vel staðizt. Sagnirnar um hórdóm Hólmfríðar Erlendsdóttur virðast í fljótu bragði vera lýgilegar. En við nánari athugun kemur fram, að þær eru sannar. Til er Alþingisdómur frá árinu 1594, þar sem berlega er sagt, að Erlendur Jónsson á Hvoli ; hórgetinn, en önnur systkini hans laungetin, það er, j au eru fædd eftir að Hólmfríður varð ekkja. Sagn- irnar um Hólmfríði og Jón Hallsson eru því að verulegu leyti sannar, og geta á margan hátt algj'ir ga fallið í dóms- meðferð mála í byrjun 16. aldar hér á landi — jafnvel sagan um ferjumann- inn tötralega. Hólmfríður Erlendsdóttir hefur grip- ið fengins hendi tækifærið til þess að njóta ásta elskhuga síns, er hún fékk ekki að eiga ung — og móðga frændur sína með óskírlegu líferni. Þetta var alls ekki eindæmi í ætt hennar. Anna Vigfúsdóttir á Stóru-Borg, bróðurdóttir hennar, lifði mörg ár í frillulífi með Hjalta Magnússyni, Barna-Hjalta, gegn Framh. á bls. 32.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.