Fálkinn


Fálkinn - 04.09.1963, Blaðsíða 36

Fálkinn - 04.09.1963, Blaðsíða 36
Sýslnmíinnsfriíin Framíi. aí bls. 32. vilja systkina sinna. Ef vil vill hefur Hólmfríður í Dal veitt henni lið og skil- ið hana ein af ættmönnum hennar. Anna á Stóru-Borg vann fullan sigur í ásta- málum sínum. Páll lögmaður Vigfússon tók hana algjörlega í sátt og gerði börn Hjalta og hennar réttborin til arfs. Hólmfríður virðist einnig hafa fengið sama rétt til handa börnum sínum og Jóns Hallssonar, eftir talsverðar deilur. En sá réttur varð véfengdur síðar. Hólmfriður Erlendsdóttir húsfreyja í Dal hefur ekki síður verið stórlynd og stórráð en konur sögualdar í Rangár- þingi. Hún vann fullan sigur í málum sínum, fékk að njóta ásta mannsins, sem hún unni í æsku, og vilja hennar lutu margir voldugustu menn samtíðar hennar. Heimildir: Sýlumannaævir, íslenzkt. forn- bréfasafn, Alþingisbækur íslands. fslenzk- ar æviskrár, Menn og menntir , íslenzkir annálar og fleira llnn 9>ai*ðisit gegn Framhald af bls. 9. að þennan sama dag og fyrsta skóflu- stungan yrði stungin við Gullfoss í hinu fyrirhugaða orkuveri, myndi hún kasta sjálfri sér í fossinn. Hverjum mundi þá þykja fýsilegt að halda þar áfram fram- kvæmdum? Þetta sama kvöld bjóst Sigriður til ferðar og lagði af stað til Reykjavíkur daginn eftir. í Reykjavík hafði þegar hér var kom- ið ungur lögfræðingur, sem naut álits sem mjög heiðarlegur og duglegur í starfi, rekið skrifstofu um nokkurt skeið. Hann hét Sveinn Björnsson og átti síðar eftir að verða fyrsti forseti Lýðveldisins íslands. Til þessa manns fór Sigríður frá Brattholti og bar upp erindi sitt. Hún sagði honum alla söguna um ásókn Bretans í að kaupa Gullfoss fyrir nokkr- um misserum og síðan um hina ungu menn frá Reykjavík, sem flekuðu bænd- urna sem áttu Gullfoss til þess að láta vatnsréttindin af hendi, en afhentu þau svo aftur Simens í Þýzkalandi. Sveinn Björnsson sagði Sigríði að hann byggist við að samningurinn væri svo úr garði gerður, að erfitt yrði, og sennilega ó- gjörningur að fá hann dæmdan ógildan. Sigríður bað hann þá athuga möguleika á því að fá Simens til þess að láta hann af hendi með góðu og þá hvað mikla greiðslu þeir vildu fá fyrir. Svo fór, að Sveinn tók málið að sér, enda þótt hann segði Sigríði það strax, að hann byggist ekki við sigri hennar í þessu máli. Sigríður höfðaði nú mál til ógilding- ar samningnum um vatnsréttindi Sim- ens við Gullfoss. Þetta mál vakti mikla athygli að nafn Sigríðar frá Brattholti var á hvers manns vörum. Ein hafði 36 FÁLKÍNN hún tekið sig upp og farið til Reykja- víkur til þess að reyna að bjarga hinu fagra náttúrufyrirbrigði, Gullfossi. Hún barðist með aðstoð heiðarlegs lögfræð- ings gegn erlendu risafyrirtæki og nokkrum „íslendingum" sem fyrir nokkra silfurpeninga höfðu gerzt hand- bendi þess. Þrátt fyrir drengilegan málflutning Sveins fór svo sem hann hafði sagt fyrir: Ekki voru tiltök að fá samning- inn dæmdan ógildan. Lagalega séð var hann heldur. Um sölu á vatnsréttind- um Gullfoss í hendur fyrri eigenda, var Simens ekki til viðtals. Sigríður, sem dvalizt hafði í Reykja- vík vegna málsins fór aftur austur að Brattholti. Hún var vonsvikin og sár, en henni datt ekki í hug að gefast upp við að bjarga fossinum sínum; Gullfossi skyldi hún bjarga og ef það ekki tækist, þá myndi hún standa við heit sitt við fossinn. Sigríður sagði við Tómas föður sinn, að hann skyldi hætta að taka við leigu eftir fossinn. Tvennt mun henni hafa verið í huga. í fyrsta lagi að slíkir „Júdasarpeningar" kæmu ekki inn á heimilið í Brattholti og að, kannski mætti fá samninginn dæmdan ógildan ef leigan væri ekki greidd. Simens var hins vegar ekki á því að láta slá sig þannig út af laginu, enda mun árgjaldið fyrir leigu á Gullfossi ekki hafa verið meðal stórútgjalda þess félags. Leigu- gjaldið var boðið fram löglega og þvi var þýðingarlaust að höfða mál að sinni. En nú gerðust þeir atburðir úti í hinum stóra heimi, sem leiddu til þess að áhugi Simens fyrir virkjun Gullfoss dofnaði og byrjunarframkvæmdum við hana var frestað um sinn. í Evrópu hafði ófriðarblikan verið á lofti um tíma. Vígbúnaðakapphlaupið hófst og kröftum þjóðanna var beint að einu og sama marki: Smíði vopna til. þess að ráða niðurlögum væntan- legs andstæðings. Vélsmiðjur, sem áður höfðu smiðað landbúnaðarverkfæri voru nú látin smíða byssustingi. Þau sem áður höfðu smíðað vélar til vatnsvirkj- unar tóku til við að smíða fallbyssur. Verksmiðjurnar unnu dag og nótt. Hver og einn ætlaði að vera betur undir búinn en mótherjinn er fyrsta skotið riði af og það reið af í Serajevo árið 1914. Og nú mátti Simens smíða vopn handa her hans hátignar Vilhjálms keisara II. í stað þess að virkja Gull- foss uppi á íslandi. Þjóðverjar ætluðu ekki að vera lengi í þessu stríði, frekar en fyrri daginn. Þeir ætluðu bara að berja á nágrönn- um sínum, svo sem stundum áður, en mótparturinn vildi ekki láta berja á sér bótalaust og stríðið stóð í fjögur ár. Svo fór, að á þessum tíma hættu hinar árlegu greiðslur fyrir leiguna á Gullfossi að berast og þar með stóð hið þýzka fyrirtæki ekki lengur við sína hlið samningsins. Ósk og draumur Sigríðar í Bratholti varð að veruleika. Samningurinn varð ógildur og Gullfoss var úr hættu. Tíminn leið. Sigríður tók við búi i Brattholti. Hún bjó í Brattholti unz hún andaðizt árið 1957, en hafði þá áður selt Einari Guðmundssyni jörðina. Sigríði er svo lýst að hún var fríð- leikskona, festuleg á svip og sviphrein. Eftir því sem næst verður komizt, lét Sigríður aldrei taka af sér mynd og var lítið um slíkt gefið. Ríkharður Jónsson myndhöggvari hugðist gera mynd af Sigríði og teikn- aði vangamynd hennar. Hann fór síðan og sýndi henni frumdrögin, en Sigríður tók og reif í tætlur. Ríkharður var ekki á því að gefast upp. Hann teiknaði strax aðra mynd og gerði eftir henni vanga- mynd þá sem fylgir þessari grein. Einar Guðmundsson, uppeldissonur foreldra Sigríðar býr nú í Brattholti. Hann sýndi þá rausn að gefa íslenzka ríkinu Gullfoss til ævarandi eignar og varðveizlu. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru í ævi Sigríðar frá Brattholti. Eflaust verður ævi hennar og starfi gerð verðug skil og minningin um hetjulega land- vörn hennar mun ekki gleymast, er hún reis upp og hóf vonlitla baráttu gegn erlendri ásælni, en hafði sigur um síðir. Slíks er oss íslendingum á ofanverðri tuttugustu öldinni hollt að minnast. Sv. S. Ilver er Jcssiea ? Framhald af bls. 11. Nú, en heyrðu mig. Ég hef slæmar fréttir ... Hún var þegar á verði. — Hvað er það? — Ég neyðist til að fara til Mexico City í kvöld. Það hefur komið dálítið fyrir, og Paul álítur, að ég eigi að fara þangað eins fljótt og unnt er. Nú hafði hann að lokum gengið of langt. — Arthur, sagði hún, — þú ert aldrei vanur að fara til Mexico fyrr en á haustin. Það hefur þú ekki gert í eitt einasta skipti í átta ár. — Ég veit það, en það er áriðandi. Einn af umboðsmönnum okkar hefur í hyggju að fara yfir til keppinautar okkar. Hann er dugnaðarmaður, og við viljum ekki missa hann. — Láttu Paul fara, sagði hún. — Hann getur vel leyst það. — Það held ég ekki. Ég þekki náung- ann, og þess vegna verður það að vera ég. Það tekur ekki langan tíma. Ég verð kominn aftur annað kvöld. Ég tek ekki einu sinni önnur föt með mér. — Mér geðjast ekki að því, Arthur, sagði hún. — Ég verð alein hérna. — Lenore, í guðs bænum, sagði hann. — Þú hefur verið alein fyrr. Og vinnu- konan er þó þarna. — Mér geðjast ekki að því, endurtók hún. — Elskan, vertu nú ekki barnaleg. Það eru Psar á dyrunum rg keðjur fyr- ir, og það hefur ekki verið framið inn- brot í nágrenninu um árabil. Getur þú

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.