Fálkinn


Fálkinn - 04.09.1963, Blaðsíða 10

Fálkinn - 04.09.1963, Blaðsíða 10
Smásaga eftir WiSEiam Link og Ricbard Levinsan — Valin af Hitchcock Frú Lenore Dunning vaknaði nótt eina, óvíst hvers vegna, og átti erfitt með að sofna aftur. Sjálflýsandi klukk- an á kommóðunni sagði henni, að klukk- an væri langt gengin í þrjú, og hávært tif hennar truflaði hana. Arthur, mað- ur hennar, bylti sér eirðarlaust í svefn- inum, og andartak hélt hún, að hann segði eitthvað. Hún hlustaði. Hann velti sér á bakið og muldraði: — Jessica ... Jessica... Síðan varð hann hljóður í draumi sínum. Frú Dunning var rugluð, en að lok- um sofnaði hún, og um morguninn hafði hún gleymt þessu atviki. Næstu nótt skeði það aftur. Hún var að hátta, og sat og kembdi sítt, dökkt hár sitt. Arthur hafði farið að hátta á undan henni þetta kvöld, og hann lá grafkyrr í hjónarúminu. Hann bylti sér skyndilega og byrjaði að hvísla. Frú Durming stóð snöggt á fætur og laut niður að honum. Hann talaði í svefninum, varir hans voru votar og munnurinn hálfopinn. Hún laut höfði, unz eyra hennar snerti næstum óróleg- an munninn. — Jessica, sagði hann mjög greinilega. í nokkrar sekúndur — eftir að hann hafði nefnt nafnið — var and- lit hans fyllilega rólegt. Frú Dunning svaf ekki sérlega vel þessa nótt. Næsta morgun fór hún á fætur á undan manni sínum og hjálp- aði vinnukonunni að leggja á morgun- borðið. Síðan settist hún, drakk bolla af kaffi og reykti eina sígarettu, meðan hún lét hugann reika. Jessica. Það var sjálfsagt stúlka einhver ung gála, sem hann lagði lag sitt við. Það var meira að segja svo langt gengið, að hann dreymdi hana. Oh, fjandinn hirði hann! hugsaði hún og slökkti í sígarettunni. Fjandinn hirði hann! Hana langaði mest til að fara að gráta, en vinnukonan var nú þarna, og henni tókst að hafa stjórn á sér. Litlu síðar kom Arthúr niður og sett- ist hjá henni við langborðið. Hann brosti til hennar og drakk ávaxtasafann sinn. — Hvernig hefur þú það í dag? spurði hann. Frú Dunning tók tvær töflur úr glasi og skolaði peim niður með kaffi. — Dálítið betra, sagði hún. Vinnukonan lagði blaðið alltaf við hlið Arthurs. Hann tók það og fletti því. — Það getur verið, að nýju töfl- urnar hjálpi, sagði hann. — Dr. Winston veit alltaf, hvað hann gerir. — Ég veit satt að segja ekki, hvort ég get reitt mig á hann, sagði hún vol- andi. — Hann er of ungur. Ungur lækn- ir hefur enga reynslu. Hún virti hann fyrir sér, meðan hann leit yfir blaðið. Hún gat aðeins séð augu hans. — Arthur? sagði hún. — Já, vina mín. — Hver er Jessica? Hann lyfti brúnum undrandi. Hann lét blaðið síga, og andlit hans var svip- laust. — Hver? — Jessica, endurtók hún. Hann hrukkaði ennið eins og til að hugsa sig um. — Ég held að ég þekki enga, sem héitir Jessica. Hvers vegna? Ætti ég að gerá það? — Ég hef bara verið að brjóta heil- ann um það, Arthur. Þú nefndir nafn hennar í svefninum í nótt. Hann hló og lagði bíaðið frá sér. — Það er ótrúlegt, sagði hann. Ég sver, að ég hef aldrei þekkt stúlku, sem heitir Jessica. Ég get ekki fyrir nokkra muni skilið. hvernig mér getur dottið í hug að nefna það nafn í svefni. Hann brosti til hennar. -— Ef til vill er það ég, sem ætti að tala við dr. Winston. Hún svaraði honum engu, og hann hélt áfram að lesa blaðið. Þú ert duglegur, hugsaði hún biturt. Hve margir karlmenn eru færir um að ljúga af þvílíkri hugarró? En þú hefur nú líka haft tækifæri til að æfa þig í meira en átta ár. Hana langaði aftur til að gráta, og hún fór þess vegna inn í dagstofuna og reykti eina sígarettu í viðbót. Fáeinum mínútum síðar kom Arthur inn með yfirfrakka sinn og tösku. — Hvers vegna ætlar þú svona snemma af stað spurði hún. — Við Paul erum með dálitla rann- sókn á döfinni, sagði hann. —Og það er einmitt svo gaman að hefjast handa. Varir hans leituðu um kinn hennar. — Við ættum kannski að líta yfir til Gord- ans í kvöld. Þau háfa vikum saman beð- ið okkur um að heimsækja sig. Hún leit út um gluggann. — Það kem- ur til mála. Við skulum sjá, hvernig ég hef það. — Gott. Hann gekk að dyrunum. — Reyndu að ganga dálítið út í sólina. Le- nore. Ég skal láta garðyrkjumanninn FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.