Fálkinn


Fálkinn - 04.09.1963, Blaðsíða 37

Fálkinn - 04.09.1963, Blaðsíða 37
ekki setið uppi með mjólkurglas og horft á sjónvarpið? — Arthur, ég ... Hann greip fram í fyrir henni. — Það er aðeins einn dagur, Lenore. Það er ekki heil ævi. — Nei, en . . . — Við sjáumst brátt aftur. Ég hringi til þín frá flugvellinum í kvöld. — Allt í lagi, sagði hún dauflega og vissi vel, að hún gæti ekki talið honum hughvarf. — Ó, Lenore, sagði hann. — Ég hef grafið upp nafnið Jessica. Hún stirðnaði og kreisti höndina um tólið. — Nafnið, sem ég nefndi í svefninum. Það var vélin, sem ég flaug í stríðinu. Þessi B-17 — við kölluðum hana Jess- icu af einhverri ástæðu. Það var áreið- anlega nafnið á konu einhvers eða vin- konu — það man ég ekki. Ert þú þá ánægð? — Já, sagði hún næstum hvíslandi. — Mig hefur áreiðanlega dreymt sprengjuárásarleiðangur. Ég hef verið þar uppi með strákunum aftur — í gömlu, góðu Jessicu. Það varð smáþögn. — Nú, en ég verð að hlaupa. Læstu nú dyrunum. Þú getur þvegið þér um hár- ið, þá líður tíminn. Er þá allt í lagi? Vertu sæl, vina mín. Samtalinu var lokið. Hún gat séð hann leggja tólið á með votti af brosi á vörum. Hann var áreiðanlega í þann veginn að hringja aftur — til Jessicu. Frú Dunning settist á rúmið. Þetta var hlægileg saga. B-17 í stríðinu! Það var að verða alvarlegt, þegar hann hirti ekki einu sinni um að finna upp á al- mennilegri lygi. KVIKMYNDIR Judy Gringer leikur Ijósmynda- fyrirsætu í hinni nýju dönsku gamanmynd, en aðalleikendurnir eru Dirch Passer og Ghita Nörby. Danskar gaman- mjndir njóta nú mikilla vinsælda hér á landi til dæmis eru tvær sýndar í einu þegar þessar Iín- ur eru ritaðar. Ný mynd með Dirch Passer Uppskerutími kvikmyndanna í Danmörku stendur fyrir dyrum og Nordisk Film ríður á vaðið með „Hvis lille pige er du?“ Eldri kynslóðin man bæði eftir texta og lagi. Á sínum tíma fór þetta sem eldur í sinu um Danmörku og það leikur ekki vafi á að lagið verður aftur vinsælt. Lagið er samið af Edvard Brink árið 1923. Kvikmyndin var nýlega frumsýnd og hér eru nokkrar myndir úr kvik- myndinni. Aðalleikendur eru þau Ghita Nörby og Dirch Passer. Hans (Dirch) er hinn ungi útgerðarmaður, sem hefur gifzt sínum indæla einkaritara Evu (Ghita Nörby). Á hnattlíkani sýnir hann henni stöðu skipanna á heimshöf- unum. Eva horfir dreymandi á. Ef til vill fara þau í indælis ferðalag til hinna fjarlægustu heimshorna. Hún fór niður og reyndi að lesa í viku- blaði, en hún var of taugaóstyrk. Hún sagði stúlkunni, að hún ætlaði ekki að borða neinn morgunverð og fór inn í bókaherbergið. Glugginn var opinn, og sólin teiknaði mynstur úr breiðum, ljós- um rákum á gólfteppið. Frú Dunning nuddaði gagnaugun, lokaði glugganum og dró þykk gluggatjöldin fyrir. Her- bergið varð hálfmyrkvað. Hún settist í leðurstól Arthurs, hallaði sér aftur á bak og reyndi að hvílast. Hann var í Englandi. Já, þarna kom það. Hambledon herflugvöllurinn í Eng- landi. Hún braut heilann um, hvort hann væri þar enn, og hvort það væri til skrá yfir gamlar sprengjuflugvélar. Hún kveikti á borðlampanum og tók upp símaskrána. Undir „Bandaríski flug- herinn“ var löng númeraröð. Hún valdi það fyrsta og hringdi í það. — Já, sagði þægileg, ungleg rödd. — Ég vildi gjarnan fá upplýsingar, sagði hún. — Maðurinn minn var í flug- hernum í síðari heimsstyrjöldinni, og ég hef verið að brjóta heilann um það, hvort ég á einhvern hátt gæti komizt á snoðir um nafnið á vélinni, sem hann flaug. Framhald á bls. 38. Carl Johan Hviid leikur hlutverk barþjónsins. Hér skenkir hann í glösin fyr- ir hinn unga skipamiðlara (Dirch Passer) og einkaritara hans (Ghita Nörby). FALKINN 37

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.