Fálkinn - 04.09.1963, Blaðsíða 17
r n i
Það er ekkert leyndar-
mál, að í kvennabúrum
Arabíu eru konur af
evrópskum uppruna. —
Allir kynflokkar eiga
þar sína fulltrúa, og ef
menn álíta, að kvenna-
búr væru að deyja út,
þá Ieiðréttir þessi grein
þann misskilning.
í „aðeins“ tuttugu stykki og viðurkenna
aðeins tuttugu böi'n á ári fyrir hvei'n
konungborinn mann. Þetta verður að
teljast skynsamleg ráðstöfun, þegar það
er haft í huga, að hver kona í kvenna-
búri fær rúmlega hundrað þúsund
krónur í laun á ári.
Valið á konum í kvennabúr er miklu
flóknara mál heldur en kjör fegurðar-
drottninga í vestrænum löndum. Auk
fegurðar og kynþokka verður konan að
búa yfir beztu hæfileikum éiginkon-
unnar, því að soldáninn eða pashainn
getur átt það á hættu að sitja uppi með
viðkomandi konu marga mánuði, ef ekki
fleiri ár. Hann getur orðið að búa með
henni að sið Austurlandabúa þótt hann
geti auðvitað látið hana sigla sinn sjó
eftir fyrstu nóttina, ef hún uppfyllir
ekki þær kröfur, sem hann gerir til
hennar bæði sem eiginkonu og ástkonu.
En venjulega er henni ekki ýtt út í
yztu myrkur, ef hún veldur honum ekki
vonbrigðum.
Hún getur orðið ein af herskara
kvennabúrsins og alið þar upp böi’n sín
— ef hún er svo heppin að hafa eignazt
einhver — eða hún verður að vei'ja lífi
sínu í það að þvo marmara og pússa
gull hallarinnar.
Kvennabúrsins er vandlega gætt.
Vopnaðir verðir standa fyrir utan hverj-
ar dyr og geldingar ganga um meðal
kvennanna alveg eins og í 1001 nótt.
Áður fyrri voru þessir óhamingjusömu
geldingar seldir í kvennabúr til að
hjálpa fjölskyldum sínum í fátækt
þeii'ra. Og fyrir rúmlega hálfri öld var
það álitið jafnvirðuleg staða að vera
geldingur eins og gimsteinasali.
Nú í augnablikinu eru stærstu, fjöl-
mennustu og rikustu kvennabúrin í
Zanzibar og Sana, höfuðborg Jemen.
í Tyrklandi eru kvennabúr nú einungis
þjóðsaga, evrópsk lífsviðhorf og siðir
hafa breytt stöðu konunnar í því landi.
Að vísu má finna þar í landi lítil kvenna-
búr, sem starfi'ækt eru samkvæmt kenn-
ingum Kóransins, en þar finnast ekki
kvennabúr, sem ei'u stór í sniðum.
En hafi fínustu og eftirsóttustu kvenna-
búrin verið í höllum Kínakeisara og
soldánsins í Konstantinopels, þá eru í
dag leyndarrómsfyllstu og mest ein-
angruðu kvennabúrin þau arabísku.
í Djebbah átti Ibn Saud, faðir Parísar-
sjúklingsins, kvennabúr, sem sögur fóru
af. Hann hafði látið gera sundlaug í
hallargarðinum með háum gagnsæjum
veggjum og það var bezta skemmtun
hans á gamals aldri að sjá hinar fögru
Myndin til vinstri: Tvær
konur í kvennabúri Ibn
Sauds fela andlit sín í flýti,
þegar þær koma auga á Ijós-
myndara. Myndin til hægri:
Hótel Negresco í Nice var
innréttað handa hinum ríka
Arabakonungi, Ibn Saud,
konur sínar leika sér í vatninu. Er hann
fann dauðann nálgast, fannst honum
tími til kominn að spara svolítið. Nótt
eina hvarf mikill fjöldi rússneskra, kák-
asiskra og súdanskra kvenna inn í stór-
ar fólksbifreiðar, sem fóru með þær
burt, en aðrar voru settar á bak kamel-
dýrum, sem hurfu með þær í myrki'í? —
enginn fékk nokkurn tima að vita hvert.
Hann hafði fækkað mikið í kvenna-
búri sínu, en samt voru 300 eftir. Hann
endaði því líf sitt sem æruverðugur fjöl-
skyldufaðir, en hann átti 31 son og
fjöldi dætra hans var svo mikill, að
menn lögðu það aldrei á sig að telja þær.
Þessi fjölskylda átti 500 bila, þegar
aðeins voru til 1500 í öllu landinu. Bað-
herbergin voru úr svörtum marmara,
klædd skíragulli og með vatnskrönum
úr gulli. í garðinum uxu dýrindis rósir
mitt í eyðimöi'kinni. Hér gátu konur
hans einnig keypt gimsteina og frönsk
ilmvötn út á reikmng herra síns.
Stærst allra kvennabúra var þó úr
sögunni fyrir tíu árum. Það átti soldán-
inn af Marokkó, sem var settur frá völd-
um og sendur í útlegð til Madagascar,
þangað til hann var aftur settur í veldis-
stól sem Mohameð V, faðir núverandi
konungs, Hassan II
Konur hans höfðu á sér það orð, að
þær væru fegurstar og dyggðugastar
állra. En þegar hinir trúarlegu leiðtogar
stóðu gegn afturkomu hans, því að þeim
fannst með réttu fjármununum betur
varið til annai's en halda soldán, þá urðu
konurnar í kvennabúrinu skyndilega at-
vinnulausar og gátu komið leyndasta
draumi sínum í framkvæmd: að eign-
ast eiginmann, sem aðeins elskaði þær
einar og ynni ti'yggur fyrir þeim heila
mannsævi.
En þótt nokkur kvennabúr hafi verið
lögð niður eða gerð að söfnum eins og
t. d. hið fi-æga Topkapiserail í Istanbúl,
sem Abdul soldán Hamid átti, þá blómg-
ast kvennabúrakerfið mæta vel í Afriku.
Meðal hinna þekktari má nefna kvenna-
búr soldánsins af Fumbals í Kamerún,
búr soldánsins af Rafay og hins þriðja í
Suðui'-Afríku, þar sem herrann varð ný-
lega faðir sextán barna á þrem dögum.
Þar að auki má nefna það„ að svört
drottning í Tanganyika, Tabora að
nafni, á búr sem karlar eru í. Þessi
litla og feita drottning, sem er fræg fyr-
ir ófríðleik, er frek til fjörsins. Áttatíu
ungir karlmenn, valdir, velvaxnir og í-
þróttamannslegir eru henni til ráðstöf-
unar á hverjum degi . . .
Nei, kvennabúr tilheyra ekki eingöngu
fortíðinni, ekki frekar en Ibn Saud,
sem býr í mestu velgengni með hinum
mörgu eiginkonum og hjákonum. Enn
fremur er sagt, að í höll hans í Ryad
séu bæði franskar og ítalskar konur,
sem gangast sjálfviljugar undir innilok-
un og stofufangelsi og likamlega refs-
ingu við óhlýðni. Sjálfviijugar iá, ef til
vill fyi'st í stað en ekki frjálsari en svo,
að konungur tekur þær ekki með í
Framhald á bls. 30.
FALKINN
17