Fálkinn


Fálkinn - 04.09.1963, Blaðsíða 39

Fálkinn - 04.09.1963, Blaðsíða 39
ég hafi misst vitið, hugsaði hún. Eða þá, að honum er ljóst, að ég er að njósna um Arthur, og þá er hann á verði. — Paul, var það virkilega svo nauðsynlegt ,að hann yrði að fara svona skyndilega? — Já, það var það, því miður, Le- nore. Það er mikið fé í húfi. — En hefðir þú ekki getað farið? í stað Arthurs, á ég við. Hann þagnaði. — Nú . .. jú. En Arth- ur þekkir manninn. Okkur fannst það vera bezt, að hann kippti því sjálfur í lag. — Taldi hann þig á að halda það? spurði hún hvasst. — Nei, alls ekki, Lenore. Við kom- umst að sömu niðurstöðu. Er eitthvað að? Þú ert svo áhyggjufull? — Nei, Paul, það er ekkert að. Ég hringdi í rauninni til að spyrja þig um nokkuð annað. — Hvað er það? — Ég veit vel, að Arthur talar ekki harla mikið um ævintýri sín í stríðinu, en hefur hann aldrei minnzt á nafnið ágömlu flugvélinni sinni við þig? — Hvaða flugvél? spurði hann for- viða. — Þessari B-17, sem hann flaug í stríðinu. Hefur hann aldrei sagt þér, hvað þeir kölluðu hana? — Nei, það held ég ekki. Hvers vegna? — Jæúa — það var aðeins dálítið, sem ég vildi gjarnan vita. En það er ekki mikilvægt. Þakka þér fyrir, Paul. Hún lagði tólið á, og allt snerist í höfðinu á henni. Ef hún hefði aðeins sígarettu, gæti hún hugsað. Öskubakk- inn var fullur af sígarettustubbum, og hún tók einn af þeim stærstu. Þegar hún kveikti í honum, skalf hönd henn- ar. Hvers vegna hafði hann farið til Mxico City? Það gæti aðeins verið ein ástæða — fjarvistarsönnun. Hann var farinn eins langt í burtu og unnt var, til að allt gæti litið eðlilega út. Hann ætlaði að sjá um að eiga í viðskiptum og hafa næg vitni. Hann hafði áreiðan- lega leigt einhvern, sem hann gæti treyst, til að gera það fyrir sig, atvinnu- morðingja, sérfræðing. Hún hafði lesið um þá í blöðunum. Þeir störfuðu hljóð- lega og duglega, höfðu auga með fórnar- lömbum sínum og létu hendur standa fram úr ermum á réttu augnabliki. Hönd hennar þreifaði eftir símanum. Hún gæti ennþá hringt til lögreglunnar. En þeir myndu áreiðanlega ekki trúa henni, þeir myndu hlæja. Jessica? Jessica, hver? Þér verðið að hafa betri sönnun en það, frú. En hann lýgur. Það var ekki nafnið á flugvélinni hans. Hald- ið þér það? En ég get sannað það. Hún gekk út að glugganum, dró gluggatjöldin til hliðar og hleypti skæru sólskininu inn. Nú óskaði hún eftir ljósi, eins miklu og unnt var. Lögreglan var auðvitað svarið, en hún varð að haía sönnun, eitthvað, sem gæti sannfært þá. Hún lokaði augunum og lagði sig fram um að hugsa. Hvernig gæti hún haft uppi á nafninu á þessari flugvél? Skjala- söfn, skrár? Nei, það tæki of langan tíma. Skyndilega brosti hún. Stríðsminja- gripirnir hans! Auðvitað. Hann geymdi þá uppi í kvistherberginu. Og þegar henni varð hugsað til þess, kom henni í hug Ijósmynd af vélinni og áhöfninni. Ef nafn flugvélarinnar væri á mynd- inni . . . Hún hljóp upp stigann og var nærri hrösuð í morgunkjólnum. Hún opnaði dyrnar og gekk upp þröngan, rykugan stiga. Kvistherbergið var mjög hlýtt og full af kóngulóarvef. Hitinn sauð undir þakinu. Hún ýtti körfustól til hliðar. Kassar og öskjur stóðu í stöflum upp við vegginn. Hún velti nokkrum þeirra, flutti lil nokkur stykki og fann að lok- um stóra öskju, sem á var letrað með blýanti: „Flugher“. Frú Dunning reif hana upp og hellti innihaldinu á gólfið. Það var nokkrir khaki-hattar, nokkur heiðursmerki og skipunarbréf, myndapakki og langt pappírsrör. Hún tók rörið og stakk fingri inn í það og dró út samanvafða mynd. Já! Myndin var þegar dálítið gulnuð, en þegar hún vafði henni í sundur, gat hún enn séð andlit áhafnar- innar greinilega, þar sem þeir stóðu þarna við hliðina á silfurgljáandi sprengjuflugvélinni. Og þarna var nafnið beint fyrir neðan stjórnklefann yfir höfði Arthurs Dunning flugstjóra. Nafnið var ,,Jessica.“ I fyrsta skipti í tvo daga missti frú Dunning stjórn á sér og grét. Hún kraup á gólfinu í heitu kvistherberginu og laut höfði. En hve hún hafði verið heimsk. Hún lét dótið liggja á gólfinu og fór niður. í sólbjörtu baðherberginu þvoði hún sér í framan og fór í kjól. Síðan kembdi hún hár sitt og málaði varirn- ar. Hún var hlægileg kona, lilægilega taugaveikluð kona. Hún hafði verið af- brýðisöm og full sjálfsmeðaumkvunar, hugarórar hennar höfðu gengið lengra en góðu hófi gegndi. Og öllu þessu varð að breyta. Hún ákvað, að hún skyldi fá Arthur til að kaupa lítinn bíl handa henni, þegar hann kæmi heim. Ég vil öðlast frelsi mitt á ný, hugsaði hún. Ég ætla að aka um og heimsækja gamlar vinkonur mínar. Hún fann til ákafs sultar og fór fram í eldhúsið til að finna eitthvað að borða. Síðan fór hún aftur upp á loft til að ganga frá minjagripum manns síns. Það var engin ástæða til að láta vinnukonuna gera það. Hún virti myndina aftur fyrir sér og brosti að ungæðislegu andliti Arthurs. Þá fannst henni allt í einu sér renna kalt vatn milli skinns og hörunds. Mað- urinn, sem stóð við hliðina á manni hennar, kom mjög kunnuglega fyrir sjónir. Það var næstum því, sem hún hefði séð hann fyrir skemmstu. En það var óhugsandi. Það var hug- arflug hennar, sem hljóp með hana í gönur. Nema því aðeins . .. Hún tók skyndilega fyrir munninn. Nema því að- eins að hún hefði haft á réttu að standa allan tímann. Það gæti útskýrt, hvers vegna hann hefði nefnt nafnið ,,Jessica“ i svefni. Hann hafði flugvélina í huga, vélina og einn af mönnunum úr áhöfn- inni, sem hann hafði leigt til að ... — Frú Dunning. Það var einhver, sem talaði lágt í dyrunum á bak við hana. Hún snerist á hæli og greip andann á lofti, þegar hún sá andlitið — það var maðurinn á myndinni. Nýi garðyrkjumaðurinn gekk í átt til hennar.. í hanzkaklæddri hendi hélt hann á gljáfægðum hnífi. helgað fegrun fagurra augna EINGÖNGU Maybelline býður yður ALLT til augnfegrunar — óviðjafnanlegt að gæðum — við ótrúlega lágu verði... undravert litaval í fegurstu demantsblæbrigðum seni gæða augun skínandi töfraglóð. Fyrir það er Maybelline nauðsyn sérhverri konu sem vill vera eins heillandi og henni er ætlað. Maybelline er SÉRFKÆÐILEG augnfegrun! SJÁLFVIRKT SMYRSL OG OBRIGÐULL MASCARAVÖKVI OG PENSILDREGNAR AUGNLÍNUR. SMYRSL OG AUGNSKUGG ASTIFTI. SJÁLFVIRKIR AUGNABRÚNA- PENSLAR OG AUGNAHÁRALIÐARAR

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.