Fálkinn


Fálkinn - 18.09.1963, Blaðsíða 4

Fálkinn - 18.09.1963, Blaðsíða 4
séð & heyrt Fyrir nokkru var vændiskona myrt í Róm. Hét hún Christa Wanninger og var þýzk. Hún var ein af aðalpersónunum í hinu ljúfa lífi í Róm. Snjallir kaupsýslumenn innan samtaka kvikmynda- tökumanna ætla nú að gera kvikmynd um líf þessarar stúlku. í aðalhlutverkið hafa þeir valið kolleka þeirrar myrtu og heitir hún Linda Veras. Umgengni. Strætisvagnastjóri sá mann í sæti sínu með vindil í munninum. — Það er bannað að reykja í vagninum, sagði strætisvagna- stjórinn. — Ég geri það heldur ekki, svaraði maðurinn. — Þér eruð með vindil í munninum, segir bílstjórinn og held- ur fast við sinn keip. — Ég er líka með skó á fóturium, en geng Þó ekki, svaraði maðurinn. Skáldin. Matthías Jochumson orti útfararljóð, sem sungin voru við jarðarför Jóns Sigurðssonar og konu hans. í þeim skáldskap voru tvær ljóðlínur, sem mönnum gekk illa að skilja, en Grímur Thomsen kom með þessa skýringu: — Mikli frelsisroðinn rauði, — það er auðvitað Jón Sigurðsson. — Reykur, bóla, vindský, — það er Matthías. Templararnir. — Vatn hefur drepið fleiri menn en vínið, sagði maður nokkur eitt sinn við templara. — Hvaða bölvuð vitleysa, svaraði templarinn, — færðu ein- hver rök að því. — Það má til dæmis byrja á syndaflóðinu, svaraði hinn. Bændurnir. Jósep bóndi á Hjallalandi í Vatnsdal var einkennilegur maður á marga lund. Hann gat verið neyðarlegur í tilsvörum. Jón bóndi í Öxl seldi ábýlisjörð sína manni, sem Þorsteinn hét. Jósep hitti Jón á förnum vegi og segir: — Ertu nú genginn úr axlarliðnum, Jón? x — x Öðru sinni hitti Jósep kunningja sinn á Blönduósi. Sá var nýlega trúlofaður og líkaði Jósep ekki ráðahagurinn. Hann lítur á hringinn og segir: —■ Hefurðu nú fengið fingurmein, greyið? x — x Jósep var mikill vinur Sumarliða pósts og hafði oft hestakaup við hann. Eftir ein hestakaupin sagði Jósep þessa setningu, sem fræg er orðin: — Það er seintekinn gróði að eiga hestakaup við Sumarliða póst. 4 FÁLKINN Jón Helgason, prófessor hélt fyrirlestur hér í Reykjavík eitt sinn og fjallaði hann um íslenzk handrit í British Museum. Hann gat þess, að þar væri mikið af skrif- um hins kunna heittrúarprests sr. Þorsteins Péturssonar á Staðarbakka. Jón taldi það ekki vera mikla skemmti- lesningu, en eina skrítlu tilfærði hann þó, sem hrotið hefði þó úr penna prests. Var hún þannig, að nokkrir íslenzkir og danskir stúdentar í Kaupmannahöfn hefðu rætt um það, hvaða tungumál væri talað í helvíti, og töldu Danirnir það handvíst, að þar væri töluð íslenzka. Þá gall við í Sigurði Vigfússyni, sem kall- aður var Islandströll: — Það verður ógaman fyrir Dani, ef það bætist ofan á annað, sem þeir verða að þola eftir dauðann, að þeir skilji ekki okið. Þetta þótti rétt spindsfynduglega sagt, bætti sr. Þorsteinn við. 'k Sr. Árna Þórðarsyni var meinilla við Jón biskup Helgason og talaði ekki ætíð vel um hann. Einu sinni sem oftar var hann staddur hjá sr. Bjarna Jónssyni og var að út- úða Jóni biskupi. Þá segir sr. Bjarni: — Vertu nú ekki alltaf að skamma bisk- upinn. Þetta er mesti forkur, og svo er hann svo ern. Þá andvarpar séra Árni og segir: — Já, hann er full ern. ★ Ungur maður kom til Brahms og bað hann að líta á nokkur tónverk, sem hann hefði samið. Brahms fletti nótnablöðunum vandlega og las. Síðan spurði hann: — Hvað gerið þér annar.s? — Ég er gullsmiður. — Nú, og hvers vegna eruð þér að semja tónverk? Ungi maðurinn brosti vandræðalega og sagði: — Ja, það er nú eiginlega mín veika hhð. — Jahá, þrumaði Brahms og rétti honum nótnablöðin, það má vel merkja það. ★ Sigurgeir biskup og Árni Pálsson prófessor voru eitt sinn saman í boði. Hlé varð á samtalinu og segir þá biskup: — Nú flýgur engill um stofuna. Nokkru síðar verður aftur þögn í stofunni og enn mælir biskup: — Aftur flaug engill um. Þá gellur við Árni Pálsson og mælir: — Hvaða bölvað ráp er þetta.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.