Fálkinn


Fálkinn - 18.09.1963, Blaðsíða 38

Fálkinn - 18.09.1963, Blaðsíða 38
„Ég fór aldrei inn,“ sagði hún. „Ég ók þangað og var einmitt að fara út úr bílnum mínum þegar ég sá tvífara minn.“ „Nú,“ sagði Mason, „fer málið að skýrast. Og hvernig var svo eiginlega þessi tvífari yðar?“ „Hún var alveg eins og ég. Hún var alveg eins klædd.“ „Og hvað gerðuð þér?“ „Ég var kyrr í bílnum mínum þangað' til ég sá hana fara inn í sinn bíl og þá náði ég númerinu af honum. Það var WBL 873. „Þér fenguð vitneskju um á hvers nafn bíllinn er skráður?“ spurði Mason. „Og nafnið var Minerva Minden.“ „Það kemur heim.“ „Og hvað svo?“ spurði Mason. „Nú, ég gaf mig fram til vinnu dag- inn eftir og mér var sagt að fara á hornið á Hollywoodstræti og Vestur- stræti og ganga fram og aftur milli tveggja gatnamóta í tvær klukkustund- ir.“ „Þér gerðuð það?“ spurði Mason. „Ég gerði það aðeins stutta stund. Þegar ég var í þriðju ferðinni upp Hollywoodstræti fór ég fram hjá búð og lítil stúlka kallaði: „Mamma, þarna er hún núna.“ Það kom kona hlaupandi til að horfa á mig og byrjaði svo að elta mig.“ „Hvað gerðuð þér?“ „Ég gekk upp Hollywoodstræti eins og mér hafði verið sagt, og ljósmynd- arinn var þar á horninu og tók mynd af mér. Þá varð ég skelkuð og stökk inn í bílinn minn og ók í burtu eins hratt og ég komst.“ „Og hvað síðan.“ „Ég þóttist viss um að það var verið að útbúa mig sem tvífara annarrar, svo ég ákvað að gera eitthvað svo áberandi, að þetta yrði allt uppskátt.11 „Og hvað gerðuð þér þá?“ „Ég hafði séð í blaði, að fröken Minden væri á förum með flugvél til New York. Ég hringdi og fékk að vita í flugafgreiðslunni með hvaða vél hún ætlaði, og síðan fór ég út á flugvöll. Minerva var í alveg eins fötum og ég, og ég beið þangað til hún fór inn í snyrtiherbergið. Þá stökk ég upp og kallaði „þetta gildir ekki peningana eða lífið“ og hleypti af byssunni. Þá þaut ég inn í snyrtiherbergið og lokaði að mér inn í klefa þar.. Ég taldi öruggt að Minerva gengi í gildruna, og auðvitað gerði hún það. Hún fór út úr snyrtiherberginu og þekktist strax. Þegar lögreglumennirnir tóku að spyrja hana, lagði hún saman tvo og tvo og fékk rétt svar.“ „Og þér tölduð að hún myndi þræta fyrir að hafa gert þetta og að lögreglu- mennirnir mundu leita yðar í snyrti- herberginu og finna yður,“ sagði Mason. „Já, ég hélt nú að mér tækist að komast í burt í uppnáminu, en ég átti ekki von á að hún væri svona fljót að átta sig og játa að hún hefði hleypt af skotunum.“ Mason horfði hvasst á skjólstæðing sinn: „Það var hún, sem hleypti af skotunum, var það ekki, Dorrie?“ „Það get ég svarið, herra Mason, að ég hleypti sjálf af skotunum. Og ég get sagt yður hvernig þér getið sannað það ef þér þyrftuð að gera það. Ég var hrædd um að ef ég segði „þetta gildiir peningana eða lífið,“ og það þó að aðeins væru púðurskot í byss- unni, þá kynni ég að gera mig seka um afbrot, svo að ég sló varnagla með því að hrópa eins hátt og ég gat „þetta gildir ekki peningana eða lífið.“ En nú geri ég ráð fyrir, að flestum viðstaddra hafi heyrzt það sem þeir bjuggust við að heyra og halda því fram, að orðin hafi verið „þetta gildir peningana eða lífið.“ En ef þér spyrjið þá fyrir rétti hvort konan hafi ekki sagt „þetta gildir ekki peningana eða lífið,“ þori ég að veðja, að vitnin segj- ast einmitt hafa heyrt það.“ „Hvað er það sem þér ætlizt fyrir?“ spurði Mason. „Ég er að reyna að vernda mína eigin hagsmuni. Ég vildi gjarna vita hvað gerðist þann sjötta, sem er svo mikil- vægt fyrir einhvern, að hann leggur allt þetta umstang á sig. Þér létuð njósnara elta mig á flugvöllinn, og þér vitið, að ég hleypti af þessum skotum og svo að konan, sem kom fram.. . þessi Mínerva Minden ... lagði saman tvo og tvo og ákvað að taka á sig sökina frem- ur en láta það vitnast, að ég væri tví- farinn hennar.“ Framh. í næsta blaði. Uamma rasskellli mig ef ég kem ekki heim áönr 38 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.