Fálkinn


Fálkinn - 18.09.1963, Blaðsíða 35

Fálkinn - 18.09.1963, Blaðsíða 35
□TTD DG BRÚÐUR SÆKDNUNGSINS Ottó OR Danni flýttu sér yfir sléttlendiO i fylgd með Áka og manna hans. Greinilega kom í ljós að Áki var dauðhræddur. „Hér er staðurinn, sem ég átti að hitta frænda minn á,“ sagði Ottó og stöðvaði hest sinn. „Ég sé ekki neinn. Það er góður fyrirboði." „Á ég að bíða hér, meðan beir gá hvort hestar sinir eru þarna?" stakk Áki upp á skeikaður.. Án þess að lita aftur á manmnn, lagði Ottó af stað til rannsóknar. Ottó fann hestana á þeim stað, sém ráð hafði verið fyrir gert og ákvað að taka þá með, ef svo skyldi fara, að þeir neyddust til að flýja í skyndL Hann sneri aftur til þess staðar, þar sem Áki beið. „Allt er til- búið,“ kallaði hann.„Til kastalans." Á meðan rak Fáfnir fanga sinn á undan sér gegnum dimma ganga kastalans og niður mikla stiga. „Til hesthússins," urraði hann og ýtti við stúlkunni. Þegar þau komu þangað, greip Fáfnir fyrsta hestínn, sem hann sá, setti á hann beizli og lyfti stúlkunni upp á bak hestsins. Þá settist hann aftan við hana. Karen var eina trompið, sem hann hafði á hendi og myndi tryggja honum samvinnu við Sigurð Víking, jafnskjótt og hann væri kominn til kastala einhvers vinveitts aðalsmanns, myndi hann gera Sigurði orð um, hvar þau væru. Ef víkingurinn mistúlkaði hvarf stúlkunnar, var ekkert, sem hann gat gert við því. „Reyndu ekki neina klæki,“ hreytti hann í Karen, „eða þú munt ekki lifa lengi." Þau höfðu aðeins farið nokkur skref, þegar hann greip blótandi í beizlið og stöðvaði liestinn. Fyrir framan hann streymdu Ottó og Áki með menn sina gegnum opið hliðið... 1 skelfingu leit Fáínir í kringum sig eftir undankomuleiðum. En það var of seint. „Fáfnir," hrópaði Ottó. „Ég hefði átt að vita, að þ úværir viðriðinn þetta ógeðfellda mál.“ „Stígðu af baki. Leik þinum er lokið." „Ekki enn, Ottó" hvæsti Fáfnir og dró rýtinginn úr slíðrum. Hann rétti fram höndina til að setja hann að háisi Karenar. En áður en honum heppnaðist það, greip sterkleg hönd um únlið hans, sneri honum og á auga- bragið var honum sveiflað til jarðar. Danni, sem hafði lesið hugsanir Fáfnis, hafði komizt að baki honum óséður, „Eiau meiddur?" spurði Ottó, sem kom Karen til hjálpar. „Nei,“ svaraði stúlkan. „Hann hafði ekki tíma til að vinna mér tjón. En þú hefur bjargað mér einu sinni enn, Ottó... Hvernig fæ ég nokkurn tíma þakkað þér.“ Hún leit aðdáunarfull á hann ... „Hugsaðu ekki um það,“ tautaði Ottó viðutan. Hann minntist þess, að Ari frændi hans og menn hans voru enn í kastalanum... FÁLKINN 35

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.