Fálkinn


Fálkinn - 18.09.1963, Blaðsíða 19

Fálkinn - 18.09.1963, Blaðsíða 19
son sinn til að lifa fyiir. En dag nokk- urn sögðu læknarnir honum, að hann yrði að horfast í augu við það, að það væri aðeins spurning um tíma, hversu lengi sonur hans lifði. Læknarnir höfðu komizt að því, að sonurinn þjáðist af ólæknandi blóðsjúkdómi, sem myndi færast í aukana á nokkrum mánuðum. Þetta reyndist rétt. Er drengurinn var tólf ára, varð Burr í annað sinn að standa við gröf manneskju, sem var honum allt lífið. Dag nokkurn hitti hann æskuvinkonu sína. Hann hafði verið ástfanginn af henni í skóla og hún kom sem frá himni send. Hún hafði fengið mikla samúð með honum eins og allir, sem þekkja sorgir hans, og hún stakk upp á því að þau giftu sig. Hjónabandið stóð ekki lengi. Það, sem Burr þarfnaðist, sagði hann síðar, var ekki samúð heldur ást. Þau tvö skildu í bezta bróðerni og eru góðir vinir enn í dag. Það komu ný einmanaleg ár. En nú var velgengnin á næstu grösum. í upp- hafi var ekki reiknað með því í Holly- wood, að þættir um Perry Mason lög- fræðing — sem byggðir eru á saka- málasögum Earle Stanley Gardner — yrðu sérlega vinsælir, en það urðu þeir allt í einu. Burr áskotnaðist mikið fé og öll sú viðurkenning, sem bandaríska sjónvarpið veitir sínum beztu leikurum. Og svo kom ástin á ný inn í líf hans. Hann kynntist hinni fögru Andrina Morgan og það var ást við fyrstu sýn af beggja hálfu. Er brúðkaupið var hald- ið voru menn ánægðir Burr vegna, loks virtist hann hafa höndlað hamingjuna: velgengni, peninga og ást. Er þau fóru í brúðkaupsferðalag, varð hinni ungu brúður illt kvöld nokkurt, það var náð í lækni, sem skipaði henni að leggjast strax inn á sjúkrahús. Hálfum mánuði síðar fylgdi Raymond Burr henni til grafar. Sjúkdómurinn reyndist vera sérstök, hættuleg tegund af krabba- meini. Það leið langur tími, þangað til Burr var orðinn það hress aftur, að hann gat farið með hlutverk sitt sem hinn rólegi lögfræðingur. Það væri rangt að segja, að hann hefði náð sér að fullu, því að það gerir hann sjálfsagt aldrei. Hann tekur mjög sjaldan þátt í hinum miklu veizlum í Hollywood og hann er jafn sjaldséður gestur á þeim veitingahúsum, þar sem frægt fólk verður gjarna að sýna sig til að halda vinsældum og umtali við. Raymond Burr vill helzt vera einn í hinu stóra, fagra húsi sínu. Komi hann í samkvæmi, er hann alltaf alvarlegur. Það er jafn sjaldgæft að sjá innilegt bros á andliti hans í einkalífinu og það kemur sjaldan fyrir á sjónvarpsskerm- inum. Ef það er nokkurs staðar til manneskja, sagði hann nýlega í sjón- varpsviðtali, sem þekkir óhamingju jafnvel og ég, vorkenni ég þeirri mann- IT’vom'hnlrí p 30. Raymond Jiurr ....ivia siund á blómarækt við hið eimnanalega hús sitt. 19 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.