Fálkinn


Fálkinn - 18.09.1963, Blaðsíða 12

Fálkinn - 18.09.1963, Blaðsíða 12
Otviræð sönnun Smásaga eftir Kare! Capek. Þýðing: Hallfreður Örn Eiríkssen „Þú veizt Toni,“ sagði Mates rann- sóknardómari við nánasta vin sinn, „að allt er þetta undir reynslunni komið; ég trúi ekki neinum afsökunum, engri fjarvistarsönnun, engum sögusögnum; ég trúi hvorki hinum ákærða né vitn- um. Menn ljúga, jafnvel þótt þeir ætli sér það ekki; vitni sver til dæmis, að það sé ekki fjandsamlegt hinum ákærða, en hefur jafnframt ekki hugmynd um, að í djúpi sálarinnar, sjáðu, í undirvit- undinni, elur það með sér niðurbælt hatur eða afbrýðisemi gagnvart hon- um. Allt, sem hinn ákærði játar, er fyrirfram uppspunnið og undirbúið; allt, sem vitnið segir þér, getur vitandi eða óvitandi stjórnast af löngun til að hjálpa hinum ákærða eða gera honum erfiðara fyrir. Ég þekki það, vinur minn: mannskepnan er mesti lygalaup- ur. Hverju ég trúi þá? Tilviljun, Toni; óviljandi eða sjálfkrafa, eða hvernig ég á að segja það, ósjálfráðum hugar- hræringum eða athöfnum, eða orðum, sem detta út úr mönnum öðru hverju. Það má falsa allt eða undirbúa, allt er uppgerð eða ásetningur, nema tilviljun; það sést undir eins. Aðferð mín er þessi: ég sit og læt fólkið segja, það sem það hefur spunnið upp og undirbúið fyrir fram; ég læt sem ég trúi því, svo það eigi liðugra um mál, en bíð þess, að út úr því hrjóti eitthvert gáleysis- orð; sjáðu, til þess verður maður að vera sálfræðingur. Sumir rannsóknar- dómarar hafa þann hátt á að rugla hina ákærðu; grípa stöðugt fram í fyrir þeim og rugla þá svo, að þessir aular játa að lokum að hafa til dæmis myrt forsetann. Ég vil vera hárviss; þess vegna bíð ég þess rólegur, þangað til ég sé glitta á sannleikskorn í þeim haugi af lygum og vífilengjum, sem á fræðimáli kall- ast vitnisburður. Þú veizt, að hreinn sannleikur kemur aðeins fyrir af óað- gæzlu í þessum táradal: aðeins, þegar mannskepnan talar af sér eða henni skjátlast á einhvern hátt. Hlustaðu á Toni, ég leyni þig engu; við erum nú æskuvinir — þú manst, hvernig þú varst flengdur, þegar ég braut gluggann. Ég segði nú engum öðr- um frá þessu, en ég skammast mín svo mikið fyrir dálítið, að ég verð að segja frá því; það er nú svo, að menn þurfa að skrifta. Ég skal segja þér, að þessi aðferð reyndist vel í einkalífi mínu; í stuttu máli sagt hjónabandi mínu. Og vertu svo vænn að segja mér, að ég hafi verið fífl og ruddi; það er mér mátu- legt. Vinur minn, ég ... jæja, ég vantreysti Mörtu konu minni; f stuttu máli, ég 12 FÁLKINN var fíflalega afbrýðissamur. Ég var þess fullviss, að hún væri.. . með þessum unga .. ég ætla að kalla hann Arthur; ég held að þú þekkir hann ekki. Bíddu nú við, ég er nú enginn harðstjóri, ef ég væri handviss um, að hún elskaði hann, þá segði ég, Marta, við skulum skilja. En það versta var, að ég var aldrei viss; Toni minn, þú þekkir ekki þær kvalir. Fj . . sjálfur, það var nú Ijóta árið! Þú veizt hvaða fíflalæti af- brýðissamur eiginmaður gerir sig sekan um: hann eltir á röndum, er á gægjum, yfirheyrir vinnukonuna, skammast... En hafðu það í huga, að ég er af til- viljun rannsóknardómari; vinur minn, heimilislíf mitt síðastliðið ár, það voru óslitnar yfirheyrslur frá því ég vakn- aði, og . . og þangað til ég komst í ból- ið aftur. Hin ákærða, það er að segja Marta, bar sig hetjulega, enda þótt hún gréti, enda þótt hún þegði, þegar hún móðg- aðist, enda þótt hún teldi upp fyrir mér, hvað hún hefði gert og hvar hún hefði verið allan guðslangan daginn, þá beið ég árangurslaust eftir því, að hún talaði af sér eða kæmi upp um sig á einhvern hátt. Þér er það ljóst, að hún laug oft að mér, ég á við, að hún laug vanalega, en það er nú bara kvenlegur ávani; kvenfólk segist sjaldn- ast hafa eytt tveimur klukkutímum í hattabúð — heldur lýgur því upp, að það hafi verið hjá tannlækninum eða við gröf móður sinnar. Því verri sem ég var við hana — Toni, afbrýðissamur karlmaður er verri en óður hundur, — því meira sem ég ofsótti hana, því óviss- ari varð ég. Hverju einasta orði. sem hún lét út úr sér. hverri einustu undan- færslu hennar, velti ég fyrir mér tíu sinnum og krufði til mergjar; en ég fann ekkert annað en þessa blöndu af viljandi lygi og hálfsannleika, sem vanaleg mannleg samskipti eru sett saman af og hjónabandið sérstaklega, þú veizt. Ég veit, hvernig mér leið á meðan; en þegar ég hugleiði, hvernig aumingja Mörtu var innanbrjósts, þá liggur við, vinur minn, að ég gefi sjálf- um mér á hann. Svo fór nú Marta til Frantiskové Lázné í sumar — þú skilur, eitthvað í sambandi við móðurlífið og svona í stuttu máli sagt, hún leit illa út. Ég lét auðvitað njósna um hana þar — ég hafði einhvern fráhrindandi kurf á launum, sem annars slæptist bara á kránum .. Það er sérstætt, hvernig allt líf manns spillist, ef einhver einn hlut- ur er í ólagi; þú ert allur óhreinn sértu með einn blett. Marta skrifaði mér... einhvern veginn óskýrt og ruglingslega, eins og hún vissi ekki um hvað; og eins og skiljanlegt er, þá velti ég þessum bréfum fyrir mér og leitaði á milli lín- anna .. Einu sinni fékk ég frá henni bréf, utanáskriftin var: Franz Mates, rannsóknardómari, og svo framvegis; þegar ég opnaði umslagið og tek úr því bréfið, sé ég ávarpið: „Kæri Arthúr!“ Vinur minn, mér féllust hendur. Þarna kemur það nú leksins. Stundum kemur það fyrir, þegar maður skrifar mörg bréf, að hann stingur þeim í röng umslög. Sjáðu til, Marta, þetta er nú skrítin tilviljun, er það ekki? Og ég kenndi nærri því í brjósti um hana, vinur minn, að hún skyldi gefast mér svona á vald. Láttu þér ekki detta það í hug, Toni, að mér hafi ekki dottið það fyrst í hug að senda þetta bréf, sem ætlað var Arthúr, ólesið aftur til Mörtu; það hefði ég nú gert, hvernig sem hefði á staðið, en afbrýðissemi er viðbjóðsleg ástríða; ég las þetta bréf, og það skal ég sýna þér, því að ég ber það alltaf á mér. Líttu nú á hvað í því stendur: Kæri Arthúr, þér megið reiðast mér, þó að ég hafi ekki svarað yður fyrr; en ég hafði á- hyggjur af, að Franz hefur ekki skrif- að mér-----það er nú ég, — skilur þú, hefur ekki skrifað mér svo lengi; ég veit að hann hefur mikið að gera, en þegar maður fréttir ekki lengi af eiginmanni sínum, þá ráfar maður um eins og skugginn af sjálfum sér; en það skiljið þér ekki, Arthúr. Franz kemur hingað í næsta mánuði, og þá gætuð þér komið líka. Hann hefur líka skrifað mér, að núna sé hann að rannsaka ákaflega merkilegt mál, en hann hefur ekki skrifað hvaða, ég held að það sé morð- ið sem Hugon Múller framdi; ég vildi gjarnan vita meira um þetta. Mér finnst svo leiðinlegt, að þið eruð ekki eins góðir vinir og áður, en það er vegna þess, að hann er svo önnum kafinn; ef allt væri eins og áður, gætuð þér fengið hann til að umgangast fólk eða að fara með yður í skemmtiferð í bíln- um. Þér hafið nú alltaf verið svo vin- veittur okkur, og jafnvel nú gleymið þér okkur ekki, þó að ekki sé allt eins og það ætti að vera; en hann Franz er svo taugaveiklaður og undarlegur. Þér hafið ekki einu sinni skrifað mér, hvað stúlkan yðar gerir. Franz kvartar um, að það sé ægilega heitt núna í Prag; hann ætti að fara hingað og hætta að þræla svona, en áreiðanlega situr hann á skrifstofunni fram á nætur. Hvenær farið þér á baðströndina? Ég vona, að þér takið stúlkuna yðar með; þér vitið Framh. á bls. 32.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.