Fálkinn


Fálkinn - 18.09.1963, Blaðsíða 27

Fálkinn - 18.09.1963, Blaðsíða 27
,v — Ertu ekki íarin til útlanda? Já mér fannst það hljóma undarlega. ,—, Til útlanda? Hver hefur sagt það? — Það sagði pabbi þinn. Hann sagði, að þú yrðir fjarverandi um eins árs skeið. Ég veit -.ekki, hvers vegna ég trúði þessu ekki — eigingirni senni- lega. Ég gat ekki hugsað mér, að þú færir án þess að kveðja mig. Ég velti því fyrir mér, hvort ég ætti að ségja henni sannleikann, en ýtti frá mér hugsuninni. — Dottie, ég get ekki sagt þér neitt núna. — í símanum, áttu við eða yfirleitt? — Yfirleitt, ekki enn þá. Hún þagði augnablik. ^ — Allt í lagi. Ég skil. Heyrðu mig nú. Ég skil. Ég skal ekki gefa frá mér hukatekið orð fyrr en þú hringir, en viltu vera svo góð að gera það fljót- lega. Ég er orðin dálítið áhyggjufull. í marga tíma barðist ég við þá freist- ingu að fara heim til Doris og létta á hjarta mínu. En ég fór ekki. Ég gerði mér far um að auka ekki við kunningjahóp minn. Aftur og aftur sagði ég við Toby, að ég vildi ekki hitta aðra, og að ég vildi eiginlega helzt vera í friði. En ég sagði það án sannfæringarkrafts, _því að það var ekki alveg satt lengur. Ég var alveg orðin háð vináttu hinna undarlegu tvímenn- inga. Góð vinátta var á milli okkar. John bjó til te handa mér á morgnana, ég saumaði svolítið og pressaði fyrir báða og við og við borðuðum við saman kvöldverð öll þrjú, sem John matreiddi oftast. Hlutur Tobys til samveru okkar takmarkaðist af því, að hann var við- staddur jafnskjótt og matur, tebolli eða sígaretta var á boðstólum. Mér var far- ið að falla hann vel í geð. Ég velti því oft fyrir mér, hversu lengi ég hefði getað kornizt af án þess að hafa nokkurn til að tala við og sýna áhuga. En ég talaði aldrei um sjálfa mig þrátt fyrir það, að Toby legði hverja gildruna fyrir mig á fætur annarri. Svo lengi sem enginn vissi neitt um barnið, var það heldur ekki raunveru- legt í mínum augum. Stundum gat ég alveg gleymt því. Laugardagsmorgun nokkurn kom Toby, barði að dyrum og tilkynnti, að Mavis hefði hellt á könnuna eins og Mavis ein gæti — og að nú skyldi ég koma niður á þriðju hæð, þar sem Mavis bjó. Ég veit ekki almennilega, hvernig ég hafði gert mér hana í hugarlund, en ég varð mjög undrandi á að hitta roskna og beinvaxna piparmey í snjáðu pilsi, en vel snyrta og angandi af Chanel nr. 5. Þegar maður býr með blönduðum félagsskap, sem hefur lítil fjárráð, er vert að veita því athygli, að allir veita sér munað á einn eða annan hátt, mun- að sem þeir.útvega sér bersýnilega með því að heita sér um svokallaðar nauð- synjavörur.' Hjá Toby var það góður skrifpapþír." john sem aflaði sér lifi- brauðs með því að leika á gítar á klúbb í Sohöþ'eyddi hlægilega stórum hluta teknanna í jazzplötur. Hann átti auð- vitað ekki neinn plötuspilara, en honum þótti bláttáfram gaman að eiga þær. Veikleiki Mavis voru ilmvötn. Hið litla herbergi hennar var snyrtilegt eins og dúkkuhús, og það var kraftaverk, þegar maður hugsar um, hve mörgum smáhlutum hún gat komið fyrir þarna inni — Jæja, litla vinkona, hvað starfið þér? sagði.hún <vingjarnlega, þegar hún hafði borið framykaffið. — Hvar er skrifstofa yðar? —r- í West End. — Virkilega, — Ég hef alltaf haldið að þeir borguðu mjög vel á skrifstof- unum í West End. Ég skildi, að ég var að því komin að leggja út á hájan ís. — Ekki alltaf, sagði ég. — Ég hef heyrt að þér hafið starfað við leikhús. Voruð þér leikkona? — Guð minn góður, ég? Ég var saumakona. Ég var við sama leikhúsið í tuttugu og fimm ár, og þar væri ég enn þá, ef það hefði ekki orðið gjald- þrota. En hvers vegna tölum við eigin- lega um mig? Hvernig gengur það hjá þér, Toby? — Ég hef lofað sjálfum mér því, að skrifa tvö þúsund orð á dag, sagði hann. — Tvö þúsund orð á dag — um hvað þá? — Ég er enn þá að skrifa bókina. — Er hún um frönsku byltinguna? — Nei, en Mavis mín þó. Það eru mörg ár síðan. og auk þess var það smásaga. Hann studdi hönd undir kinn og dökkur lokkur féll niður í augu. — Um hvað fjallar hún þá? — Það er dálítið erfitt að segja það í stuttu máli. Hún fjallar um kvikmyndatökumann, sem myndar fyrir hljóðkvikmyndablað- ið. Hann er vellaunaður, en er ekki ánægður með starfið, hann vill vera kvikmyndaframleiðandi í þess stað. Og konan hans ... — Hún skilur hann ekki? stakk Mavis upp á. — En það gerir hún, skilur þú. Hið magra andlit hans ljómaði af áhuga. — Hún skilur hann, hún yrði glöð, ef hann gæfi fjandann í sína góðu vinnu, og hæfist handa um það, sem hann langar til að gera, en gallinn er sá, að hann talar aldrei við hana um það. Þau eiga tvö börn, skilurðu. Hon- um finnst hann ekki hafa rétt til að tefla framtíð barnanna í tvísýnu. En það, sem hann er raunverulega hrædd- ur við, er að hann muni verða mis- heppnaður, jafnvel þótt hann vilji ekki viðurkenna þetta fyrir sjálfum sér. Og svo reynir hann ekki og segir alltaf við sjálfan sig, að hann hafi fórnað draumum sínum fyrir framtíð fjölskyld- unnar. Hann leit á okkur til skiptis og spurði með dulinni óró: — livað finnst ykkur um hugmynd- ina? Mér fannst hún ágæt, en áður en ég gat sagt nokkuð, sagði Mavis: — O, ég veit ekki. Ég vildi helzt hafa það flóknara. Þú gætir látið hann eiga konu, sem ekki skilur hann og látið hana hrekja hann í fang annarrar konu, kannski kvikmyndastjörnu. Toby horfði á hana eins og hún væri farin að tala framandi tungumál. — En Mavis, út af fyrir sig kemur þetta ekkert við kvikmyndum. Ég á við, hann gæti alveg eins hafa verið ... Hann þagnaði skyndilega. Hann saup síðasta kaffisopann. Svo stóð hann upp og rak Mavis koss á kinnina. — Kemur þú með, Jane? Ég þakkaði Mevis fyrir kaffið og slóst í fylgd með Toby til herbergis hans. Ég hafði ekki komið þangað áður, þvi að hann hafði oft sagt, að hann yrði að taka til fyrst. En nú bar hann ekki fram nein mótmæli. Hann gekk að borðinu við gluggann, tók örkina úr ritvélinni og byrjaði að lesa dapur á svip. Ég stóð í dyrunum með samanrúlluO handrit í höndum. Herbergið bar gróf og karlmannleg einkenni. Veggirnir voru auðir, húsgögnin voru fábrotin. En þarna var mikið af bókum, einnig klassískum. í fyrsta sinn rann það upp fyrir mér, að skrif Tobys væru ef til vill þess virði, að reikna með þeim. — Hvernig kunnirðu við Mavis? spurði hann. Hún er geðug manneskja, en ég gæti hafa barið hana fyrir það, sem hún sagði um bókina þína. Það var heimsku- legt. Andlit hans breyttist eins og kveikt hefði verið á ljósi bak við það. — Finnst þér það virkilega? Ég hélt það væri ég, sem var vitlaus — þetta, sem hún sagði, kom ekkert við hugmyndinni sjálfri. Ég velti því fyrir mér, hvort hugmyndin væri fjarstæðukennd. — Hefurðu alls ekkert sjálfsálit yfir- leitt? Hann hrökk aftur á bak eins og ég hefði slegið hann. — Það er augljóst mál, að ég hef það. Hvað áttu við? — Hvernig getur það skipt þig máli, hvað Mavis segir. Af hverju ertu yfir- leitt að segja henni þetta? Ein mínúta í návist hennar ætti að nægja til að segja þér, að hún skilur það aldrei. Sérðu bækurnar, sem hún les sjálf. Það eru leynilögreglusögur og ungpíu- bækur. Hann starði á mig. Frh. á bls. 39 FÁLKINN 27

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.