Fálkinn


Fálkinn - 18.09.1963, Blaðsíða 8

Fálkinn - 18.09.1963, Blaðsíða 8
Skaftfellingar eru sagðir hógvæiir menn og það er kannski ekki nema von að svo sé. Þeir skilja það ef til vill öðr- um mönnum betur hversu lítils maður- inn má sín gagnvart náttúruöflunum. Það hafa þeir lært á sambýli sínu við stórlynda nágranna. En aldrei hefur það hvarflað að Skaftfellingum að hopa af hólmi heldur hafa þeir fært byggð sína á þá staði sem þeim vissu örugg- asta. Þannig hafa þeir á sinn hógværa hátt borið sigur yfir sínum stóryndu grönnum. Sandarnir fyrir austan eru miklir og erfiðir viðureignar. Þeir eru stundum slíkur beljandi vatnsflaumur að ekki mun vera samjöfnuður í víðri veröld. Það er ekki heiglum hent að eiga ferð um þá í slíku ástandi. Skaftfellingar hafa lengi verið góðir vatnamenn. Og þó Skaftfellingar hafi verið og séu góðir vatnamenn þá hefur sandurinn krafizt sinna fórna. Þeir sem þar hafa verið staddir þegar hlaup skall á hafa ekki allir átt þaðan afturkvæmt. Og margt skipið hefur lokið siglingu sinn við þessa sanda. Skip sem þarna strandar á ekki afturkvæmt. Eftir að sandurinn hefur náð því skilar hann því ekki aftur held- ur grefur á svipstundu í óblíðan faðm sinn. Sandurinn skilar ógjarnan aftur því sem hann hefur eitt sinn náð í. En sandurinn geymir marga sögu. Sögur af skipum sem luku þar sigiingu sinni og sögur af mönnum sem brutust yfir hann af miklu harðfengi. Hann geymir spor jökulhlaupa. A Skeiðarár- sandi eru djúpir gígar eftir stór jökul- björg sem strandað hafa á sandinum í hlaupum og síðan bráðnað þar. Sandur- inn geymir líka sögur af blómlegum byggðum sem stóðu þar áður en hann lagði þær undir sig. Öræfasveitin er afskekktasta sveit á landinu. Þangað er oft erfitt að komast nema loftveg. Það hiýtur því að hafa verið Öræfingum mikil gleðitíðindi þegar þeir fréttu það í vor að til lands- ins væri kominn vatnadreki mikill sem líklegur væri til þess að eiga í fullu tré við vötnin sem skilur þessa sveit af. Og sjálfsagt binda þeir við þennan dreka miklar vonir þótt hann kunni að eín- hverju leyti að vera tak-markaður. Til éru heimildir sem segja frá þvi að fyrir nær þrjú hundruð árum hafi hollenzkt kaupfar hlaðið gulli og ger- semum strandað við Skeiðarársand. Ein- hverju af þessum dýra farmi mun hafa verið bjargað en mikið mun enn grafið í sandinn fyrir austan. Nú hafa nokkrir menn gert með sér félag til að reyna að finna þessar gersémar og bjarga.ef kostúr væri. Blöðin sögðu frá því í vor að jafnframt sem reyna ætti drekann í vötnunum fyrir austan væri meiningin að nota hann til að leíta að þessum dýra farmi. Verður gaman að fylgjast með hvernig sú leit gengur. Fyrir skömmu var vatnadreki þessi, sem í skírninni hefur hlotíð nafnið f Grafargiii rétt áður en koraið er til Víkur í Mýrdal. fXlkinn

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.