Fálkinn


Fálkinn - 18.09.1963, Blaðsíða 9

Fálkinn - 18.09.1963, Blaðsíða 9
Dreki, fluttur austur á sanda. Fálkinn var samferða austur og segir frá flutn- ingunum í þessari grein. Komnir yfir Jökulsá á Sólheimasandi. Drekinn settur í vagninn aftur og svo er ekið af stað. FALKINN Drekinn. Það þurfti að gera talsverðar breyt- ingar á Dreka. Hann var framleiddur fyrir bandaríska herinn. Þegar hann kom var hann brynvarinn og með fall og vélbyssustæði, Brynvörnin var tekin af og byssustæðin líka. Þetta létti hann að miklum mun. Þegar hann kom var húsið mjög lítið og gluggarnir ekki stærri en 30X10 setimetrar. En þeir voru þriggja tommu þykkir. Það var smíðað nýtt hús, rúmgott með stórum gluggum. Þeir sögðu okkur að eins og dreki væri í dag væri hann ekki „mjög“ þungur. Hann væri ekki „nema“ tonn. Það var eðlilegt að þeir segðu „ekki nema“ því stærstu jarðýturnar eru rúm tuttugu tonn og stærstu vélskóflurnar rúm fimmtíu. Ef við reiknum með að meðalþyngd manna sé um sjötíu kíló þá mundi þurfa nær alla Húsvíkinga til að vega á móti Dreka. Svo þungur er hann. Og ef við gerum svipaðan saman- burð með vélskófluna þá mundu Hafn- firðingar rétt hrökkva til. Mesta vandamálið í sambandi við flutningana var hversu Dreki er breið- ur. Hann er rúmir þrír metrar. Og venjulegur tengivagn er ekki svo breið- ur. Það varð því að smíða sérstaka grind á tengivagninn og þar ofan á sat Dreki. En þar sem grindin var svona breið mátti búast við að vagninn kæm- ist ekki með hana yfir allar brýr. Það Við Dreka hjá Skálm. Talið frá vinstri: Pétur Kristjónssón. Johan Wolfham og Ami Guðjónsson. yrði því að taka Dreka af vagninum og láta hann busla sjálfan yfir árnar. En grindin af tengivagninum ætluð þeir að hífa með lyftiútbúaði á vöru- bll sem æki henni yfir brúna og að þvi búnu yrði hún sett á tengivagninn aftur. Við vorum sjö á þremur bílum. Fyrst dráttarbíllinn sem dró tengivagninn, síðan fólksbíll sem Drekamenn höfðu til umráða og síðan Volvo vöruflutn- ingabifreið með lyftiútbúnaði. Þeir fóru snemmt um morguninn með Dreka, en vörubifreiðin sem við fórum með ekki fyrr en um hálf ellefu eftir að hafa hlaðið brúarefni sem átti að fara austur að Hólmsá. Það var gott veður þennan ág'úst- morgun, bjart yfir og stillilogn og allt útlit á að þetta veður mundi haldast. Hjalti Sigfússon bílstjóri sagði okkur að við mundum sennilega ná Dreka- mönnum austur undir Hellu. Það er óþarfi að gefa nákvæma ferða- lýsingu austur undir Hellu, vegurinn eins og vant er, ýmist holóttur eða þá sæmilega sléttur og bílaumferð frek- ar lítil. Hjalti Sigfússon hefur verið bílstjóri hjá Vegagerðinni í meira en tuttugu ár. Hann þekkir því vel til víða um land og kann margar sögur af kynlegum kvistum. Þegar við ókum austur Hell- isheiðina sagði hann okkur að þar hefði hann oft verið í snjómokstri. Það hefði verið erfitt starf og oft erfiðara að ráða við bílstjórana en bílana sem þeir voru að aðstoða. Menn hefðu verið að þvæl- ast á keðjulausum bílum í mikilli ófærð, fest bílana og umferðina um leið. Oft hefði stappað nærri slagsmálum þegar þurft hefði að fjarlægja slíka bíla. — Ég skal segja ykkur sögu af merk- um bónda sem ég heyrði einu sinni fyrir norða, sagði Hjalti þegar við ókum nið- ur Kamba. Þessi bóndi var einu sinni á ferð í jeppa sínum í svarta þoku á- samt öðrum manni. Þeim gekk illa að sjá kantinn og sóttist því ferðin seint. Þeir höfðu meðferðis hvítan ullarnoka og bóndinn sendi manninn út til að ganga kantinn með pokann hvítan á bakinu. Þetta gekk ágætlega til að byrja með. Maðurinn gekk kantinn og bóndi ók á eftir. Svo fór víst kantmað- urinn að greikka sporið og bóndi ók hraðar á eftir honum til að missa ekki sjónar af honum út í þokuna, Hann mun víst hafa ekið nokkuð nærri mann-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.