Fálkinn


Fálkinn - 18.09.1963, Blaðsíða 21

Fálkinn - 18.09.1963, Blaðsíða 21
/ispursmey á hálum brautum eltii* EAHL STANLEY GARDNER Della Streetj einkaritari og trúnaðar- maður Perry Masons, gekk að borði hans og sagði: „Málflutningsskrifstofa er nú ljóti staðurinn." „Það má nú segja,“ sagði Mason. „En af hvaða tilefni ertu að hafa orð á því endilega núna?“ „Út af Dorrie nokkurri," Ambler. Hún segist verða að finna þig tafar- laust.“ „Hvað gömul?" „Tuttugu og þriggja eða fjögurra, en hefur leikið sitt af hverju.“ „Hvernig lítur hún út?“ „Jarphærð, brúneygð, 160 sentímetr- ar, vöxtur 86 — 60 — 86.“ „Hvaða erindi á hún?“ „Hana langar til að sýna þér upp- skurðinn,“ sagði Della Street. „Á sér hvað?“ „Uppskurðinn. Hún heldur að það geti lent í klandri að sanna hver hún er, og hún vill færa sönnur á að hún sé hún sjálf með því að sýna þér ör eftir botlangaskurð." Mason glotti........Þetta væri nú aldeilis verkefni fyrir Pál Drake. Mér skilst hún sé 1 laginu alveg eins og Páll vill hafa þær.“ „Það máttu bóka,“ sagði hún. „Hann hefur augun hjá sér. Á ég að kalla í hann?“ „Við skulum fyrst tala við skjólstæð- ing okkar,“ sagði Mason. „Ég er á nál- um að sjá þessa dularfullu ungfrú Ambler.“ Della hvarf fram í fremri skrifstof- una og kom aftur með Dorrie Ambler. „En hvað það var fallegt af yður að lofa mér að tala við yður, herra Mason,“ sagði Dorrie Ambler hraðmælsk. „Þér eigið í einhverjum erfiðleikum með að sanna hver þér eruð?“ spurði Mason. „Já.“ „Hvers vegna er yður svo mjög í mun að fá færðar sönnur á hver þér eruð?“ spurði Mason. „Af því að það er verið að reyna að rugla mér saman við aðra manneskju.“ „Fyrst svo er,“ sagði Mason og leit á Dellu, „væri auðveldasta leiðin að taka fingraför yðar.“ „Það er alls ekki nægilegt.“ „Hvers vegna ekki?“ „Ég vil að þér getið þekkt mig óvé- fengjanlega aftur. Ég vil að þér skoðið mig — —“ hún leit niður „— — að þér sjáið meira að segja ör eftir nýlegan uppskurð. Þegar um það er að ræða að þekkja fólk örugglega, er venjulega leitað að örum. Nú jæja, ég hef ör.“ „Þá ættum við að ná í einhvern, sem getur verið vottur. Til dæmis Pál Drake,“ sagði Mason. Hann stendur fyr- ir Drakeleyniþjónustunni. Við skulum biðja hann að líta inn snöggvast." Lögfræðingurinn tók fram skrifblokk og skrifaði: Páll: Della segir þér hvað er á seyði, en ég þarf að biðja þig að láta einn Framhald á næstu síðu. OT FRAMHALDSSAGA / f '•y' / - s -j!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.