Fálkinn


Fálkinn - 18.09.1963, Blaðsíða 15

Fálkinn - 18.09.1963, Blaðsíða 15
ég í flýti „frændi minn frá Viterbo, sem fer í fyrramálið.“ Hann dró niður stangirnar með vöðva- miklum handleggjunum og sagði svo: „Fiammetta er alltaf alltof kumpána- leg við Pétur og Pál — ég á ekki við frænda þinn auðvitað. Samt er kominn tími til, að hún hætti þessu.“ ★ Ég bý einn með móður minni í Via della Lungarina og við höfum tvö her- bergi og eldhús. Við höfum slegið upp bedda fyrir Erminio í eldhúsinu og til að komast þangað þurfti hann að fara gegnum herbergi mitt. Þetta kvöld beið ég töluvert lengi eftir að hann kæmi, loks reyndi ég að sofna og bölvaði öll- um frændum frá Viterbo. Ég var skyndilega vakinn með því, að einhver var að hrista handlegg minn, ég leit ósjálfrátt á vekjaraklukkuna á nátt- borðinu mínu og sá, að hún var fimm. Ég settist upp í rúminu og sagði: „Hvað er það?“ Erminio sat á rúmendanum og brosti til mín. „Guð minn góður,“ sagði ég „ertu brjálaður að vekja mig um þetta leyti?“ „Ég vakti þig til þess að segja þér dálítið mjög mikilvægt11, svaraði hann. „Og hvað er þetta, sem er svo mikilvægt?“ „Það er reglulega mikilvægt: Ég ætla að kvænast Fiamm- ettu.“ Ég stökk upp í rúminu og sagði: „Heyrðu, þú hefur verið að drekka?“ „Nei, ég hef ekki verið að drekka,“ sagði hann. „Fiammetta og ég vorum saman í nokkrar klukkustundir í gær- kveldi og að lokum komst ég að því, að hún er einmitt rétti kvenmaðurinn handa mér, svo að ég bað hana að verða konan mín og hún féllst á það.“ „Hún féllst á það?“ „Já — jæja, hún sam- þykkti það hér um bil.“ „En hún er trúlofuð Ettore, barþjóninum, sagði hún þér það ekki?“ „Jú, hún sagði mér það, og ég benti henni á, að hann væri alls ekki af hennar sauðahúsi, svo að hún bað um dálítinn tima til að taka ákvörð- un og losa sig við hann.“ Ég leit undrandi á hann og hélt að ég væri enn sofandi og væri að dreyma, hann hélt áfram að tala lágt og sagði, að það hefði verið eins og sending frá himnum eins og þeir segja, að hann og Fiammetta væru sem sköpuð hvort fyr- ir annað, að þau hefðu sama smekk jafnvel fyrir sveitinni, sem hún elskaði og þangað myndi hann fara með hana strax og þau væru gift. Loks sagði hann: „Jæja, ég yfirgef þig núna. Ég hef verið að slæpast um alla nóttina, ég var svo hamingjusamur, að mig langaði ekki til að sofa, en nú er ég þreyttur“ og hann fór og ég sat þarna eftir, enn ófær um að ákveða, hvort ég væri raunverulega vakandi. Seinna þennan morgun fór ég beint til Piazza Mastai. Úr mikilli fjarlægð gat ég séð inn í turninum hið mikla ljósa hár Fiammettu, sem var álút: Eins og venjulega var hún að lesa. Ég fór þangað og um leið og ég rétti fram pening fyrir blaðið, sagði ég við hana: „Jæja, svo að við förum bráðum að borða brúðkaupstertuna.“ Hún lyfti höfðinu og brosti til mín: „Ekki svo mjög bráðlega, eftir fjóra mánuði.“ „Ó, það er ekkert. Ég er mjög ánægð- ur. Mér þykir bara leitt, að þú skulir vera að fara frá Róm og þú munt gleyma okkur fólkinu í Trastevere.“ Hún glennti upp augun. „Yfirgefa Róm? En hvers vegna?“ „Nú, hann býr í Viterbo.“ „Hann? Hver?“ „Frændi minn Erminio.“ „En hvað kemur Erminio þessu við?“ Skyndilega sá ég, að misskilningur var á ferðinni og útskýrði málið. Hún hlustaði á mig og sagði svo: „Frændi þinn er vitlaus. Það er satt að við vor- um saman í gærkvöldi og það er satt, að lokum, jafn vitlaus og hann er nú, bað hann mig að kvænast sér. En ég sagði honum, að ég væri trúlofuð og hann mætti ekki einu sinni hugsa um það. Jafnvel burt séð frá því, að verða að búa í sveitinni...“ „Hann sagði mér, að þú elskaðir sveit- ina.“ „Þú skalt ekki trúa því.“ Svo að það var ekkert satt af því. Loks sagði Fiammetta samt: „Nú þegar ég fer að hugsa um það, sagði hann við mig, þegar við skildum: „Ég reikna þá með Því, þú velur á milli Ettore og mín“ og þar sem ég hafði gert allt, sem ég gat, til að sannfæra hann um að slíkt val kæmi ekki til mála, yppti ég öxlum og nennti ekki að svara hon- um. Hann hlýtur að hafa tekið þögn mína sem samþykki. „Ég leyfi mér að segja,“ sagði ég „þú gafst samþykki þitt ekki aðeins með þögninni, heldur einnig með munni Framhald á bls. 31. FÁLKINN 15

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.