Fálkinn


Fálkinn - 18.09.1963, Blaðsíða 14

Fálkinn - 18.09.1963, Blaðsíða 14
Eg bý emn með móður minni í Via della Lungarina og við höfum ivö herbergi og eldhús. Við höíum slegið upp bedda fynr Ermmio í eldhúsinu. Þetta kvöfd beið eg töluvert léngi eftir að hann kæmi. Loks sofnaði ég, en vár vakmn skyndilega með því að einhver hristi handlegg minn V , . SMÁSAGA EFTjR ALBERTO MORAVSA Erminio, frændi minn frá Viterbo, var kominn til Rómar í fyrsta sinn og vildi sjá allt og alla, ég varð að sýna honum um og kvöld nokkurt stakk ég upp á, að við færum í bíó. Við vorum á Piazza Mastai, svo að ég gekk að blað- söluturninum til að kaupa blað til að sjá, hvaða myndir væri verið að sýna. Fiammetta, blaðsölustúlkan var að loka og fara heim, en í greiðaskyni við mig tók hún blað úr bunkanum og rétti mér það og sagði: „Ef þú ert fljótur að líta á það, tek ég það aftur án þess að láta þig borga fyrir.“ Svo að ég opnaði blað- ið og sagði við Erminio: „Mér sýnist ekki vera mikið um að vera,“ þá tók ég skyndilega eftir því, að hann veitti mér enga athygli, en glápti í þess stað á Fiammettu. Hefurðu nokkurn tíma séð Fiammettu? Ef þú hefur það ekki, farðu þá til Piazza Mastai og þar muntu sjá 15laðsöluturn stóran, allan þakinn dag- blöðum og tímaritum og meðal allra þessara blaða og tímarita var eins konar gat, einnig myndað af blöðum og tíma- ritum og inni í gatinu var konuandlit kringluleitt, umkringt stórum Ijósum lokltum, með blá augu, örlítið nef og töfrandi rauðar varir. Það lítur út eins og dúkkuandlit þeirrar tegundar, sem rúllar upp augunum, sýnir litlar tenn- urnar og segir „pabbi“ og „mamma“. Það er andlit Fiammettu og venjulega er það bogið yfir hverju myndskreyttu tímariti: þar sem hún eyðir öllum deg- inum meðal blaða og tímarita, hefur hún vanizt á að lesa. En segðu henni, að þú viljir fá þetta og þetta tímarit, sem ekki er í seilingarfjarlægð, heldur hangir úti, og hún mun koma út úr turninum aftur á bak og þú verður undrandi á, að allur þessi gleðiböggull skuli geta setið samanbögglaður á litla stólnum milli bunka af prentuðum blöð- um. Því að Fiammetta hefur fagurlegan, þéttan vöxt, alveg eins og falleg dúkka með alla hluti fullkomna — handleggi, axlir, mjaðmir, og fótleggi. Fiammetta er reglulega falleg, hver þekkir hana ekki? Og hver veit ekki, að hún hefur verið heitbundin Ettore um árabil, barþjón- inum á veitingahúsinu á Piazza Mastai, sem frá borði sínu getur haft auga á henni gegnum gluggann allan daginn? Allir vita það, allir, það er að segja, nema maður eins og Erminio, sem á ekki heima í hverfinu, jafnvel ekki í Róm, heldur Viterbo. Jæja þá, þar sem ég sá, að hann veitti mér ekki neina athygli en glápti á Fiammettu með greinilegri girnd á and- litinu, sagði ég og beit á jaxlinn: „Fiammetta, lofaðu mér að kynna frænda minn Erminio.“ Fiammetta var að stafla blöðum inni í turninum, samt sem áður kom hún út og tók í hönd Erminio, brosti töfrandi til hans og leit jafnframt ástúðarfull á hann með hin- um stóru, bláu augum sínum — það var kvenleg ástleitni, sem Fiammetta sýndi hverjum sem var og sem enginn hafði veitt athygli um langan tíma. En Erminio vissi þetta ekki og æstist af því eins og ég sá á hinum vandræðalega svip hans. Fiammetta lokaði nú turninum og var einmitt að því komin að taka upp tíma- ritabunkann, sem bundinn var saman með snæri. Erminio sgði: „Ég skal bera hann fyr- ir þig, ef þú vilt.“ Fiammetta brosti aftur og leit aftur á hann. „Þakka þér fyrir, en ég bý langt í burtu.“ „Gerir ekkert til,“ sagði hann, „það er mér sönn ánægja.“ Fiammetta leit hikandi í áttina til barsins hinum megin á Piazza, þar sem gegnum gluggann mátti greina hinn glæsilega líkama Ettore bak við borðið, svo samþykkti hún: „Allt í lagi, þakka þér fyrir.“ Þegar hér var komið greip ég inn í: „Hvað um bíóið?“ En Emminio, sagði ég í flýti: „Við sjáumst á morgun, Alessandro, við getum farið á bíó seinna.“ Svo fóru þau, hún há, en hann stutt- ur, hún bein og dálítið stíf eins og brúða, hann sneri öllum líkamanum að henni og leit út eins og hann væri að dansa tarantella Mig langaði að hrópa á eftir honum: „Taktu það rólega, vertu ekki svona æstur, Fiammetta er trúlofuð og giftist bráðlega,“ en þá kom mér í hug, að þetta væri þeirra mál, svo að ég yppti öxlum, fór yfir torgið og inn á bar. Ettore spurði mig um leið og hann handlék stangir vélarinnar, með grimm- an svip á skeggjuðu andlitinu (hann er með yfirvararskegg og þetta gefur honum alltaf ljótan svip); „Hver er þessi litli api, sem var með Fiammettu?“ „Ó það er ekkert, ekkert," svaraði 14 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.